Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.05.2003, Blaðsíða 13

Bæjarins besta - 14.05.2003, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 13Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Svipmyndir frá Alþingiskosningum 2003 í Ísafjarðarbæ Ólafur Helgi Kjartans- son, sýslumaður á Selfossi og áður lengi sýslumaður á Ísafirði, var kynnir og gestasöngvari á kosninga- vöku allra flokka á Vagn- inum á Flateyri að kvöldi kjördags. Hljómsveitin Cor skemmti lét á vökunni og var lögð áhersla á tón- list bresku rokkhljóm- sveitarinnar Rolling Stones, eins og vænta mátti þegar Ólafur Helgi átti hlut að máli. Eins og alþjóð veit er hann aðdáandi Rolling Stones númer eitt á Íslandi, betur að sér en flestir aðrir í öllu sem varðar sveitina og hefur sótt fjölmarga tónleika hennar. Fjölmenni var á kosningavökunni og tónleik- unum á Vagninum og stemmningin prýðisgóð. Marga eldheita fylgjendur Rolling Stones er að finna á norðursvæði Vestfjarða. Stundum kom fyrir að sýslumaðurinn þáverandi tók lagið á skemmtunum helguðum þessari kraft- mestu rokksveit allra tíma. Gamli sýslumaðurinn söng á kosningavöku Ólafur Helgi og Ásgeir Guðmundsson í Cor þenja raddböndin á Vagninum. Mynd: Páll Önundarson. Kjörgögn suður með áætlunarflugi Síðdegis á kjördag voru kjörkassar fluttir frá Ísafirði til Reykjavíkur með áætlunar- vél Flugfélags Íslands. Þaðan var þeim ekið upp í Borgarnes þar sem öll atkvæði úr Norð- vesturkjördæmi voru talin. Þess vegna voru atkvæði frá Vestfjörðum með í fyrstu töl- um úr kjördæminu en upp- haflega var áformað að svo yrði ekki og olli það nokkurri óánægju. Eftir að kjörfundi lauk var flugvél tilbúin á Ísafjarðar- flugvelli til að flytja kjörgögn suður í Borgarnes og kom hún við á Bíldudalsflugvelli og tók þar kjörkassa. Á öðrum svæð- um Vestfjarða annaðist lög- regla söfnun og flutning kjör- gagna og gekk það allt mjög vel. Lögreglan kemur kjörgögnum fyrir í Fokker Flugfélags Íslands á Ísafirði um kl. 15 á kjördag. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson. Björn Jóhannesson, lögfræðingur og Fylkir Ágústsson, sem eiga sæti í yfirkjörstjórn Ísa- fjarðarbæjar innsigla kjörgögn í viðurvist lögreglu. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson. Guðjón Arnar með einkaflugmann Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokks- ins, var sá eini af formönnum stjórnmálaflokkanna sem kaus á kjörfundi í heimabyggð úti á landi. Hann var á ferð og flugi milli Reykjavíkur og Ísa- fjarðar og annarra staða í kjör- dæminu dagana fyrir kjördag og á kjördaginn sjálfan, eink- um þó flugi eftir að hann lenti í því að aka á hest eina nóttina. Eftir það hafði hann einka- flugmann til að skutla sér á milli. Einkaflugmaðurinn var systursonur hans, útvarps- maðurinn góðkunni Jóhannes Bjarni Guðmundsson úr Hnífsdal, sem um skeið var flugmaður á Fokkerum Flug- félags Íslands. Aðspurður um flugvélina sagðist Guðjón ekkert spekú- lera í henni. „Ef hún er með vængi og Jói Baddi flýgur, þá er mér alveg sama. Þetta er eins og með skipstjórann. Hann ætlast til þess að fólk treysti honum til að sigla skip- inu og ég ætla ekki að hafa áhyggjur af fluginu hjá Jóa Badda. Flugmennirnir sjá um flugið“, sagði Guðjón Arnar. Guðjón Arnar og Jóhannes Bjarni við flugvélina á Ísafjarð- arflugvelli ásamt Pétri Bjarnasyni fyrrum fræðslustjóra á Vestfjörðum, sem skipaði fjórða sætið á lista Frjálslyndra. Hann var með í einni flugferðinni. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson. 19.PM5 18.4.2017, 11:0313

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.