Bæjarins besta - 24.09.2003, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
ÚTGÁFAN
ISSN 1670 - 021X
Útgefandi:
H-prent ehf.
Sólgötu 9, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560,
Fax 456 4564
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson,
sími 892 5362, bb@bb.is
Blaðamenn:
Kristinn Hermannsson
sími 863 1623
kristinn@bb.is
Halldór Jónsson
sími 892 2132
hj@bb.is
Ritstjóri netútgáfu:
Hlynur Þór Magnússon
sími 892 2240
hlynur@bb.is
Ljósmyndari:
Halldór Sveinbjörnsson
sími 894 6125,
halldor@bb.is
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson og
Halldór Sveinbjörnsson
RITSTJÓRNARGREIN
Samþjöppun valds og eigna fáum að skapi
á milli Landsbanka og Íslandsbanka.
Mörgum er brugðið. „Þær sviptingar, sem eru í viðskiptalífinu og hafa verið undanfarin
misseri, eru ekki líklegar til að auka traust fólksins í landinu á fyrirtækjunum eða
lögmálum hins frjálsa markaðar. Þeir sem eru umsvifamestir á þessum markaði bera mikla
ábyrgð og verða að gæta að sér. Íslenzka þjóðin kann því illa ef of miklar eignir safnast á
of fáar hendur.“ Undirtektir við þessi leiðaraskrif Morgunblaðsins virðast víðtækar.
Spurningar vakna um réttmæti þess að bankar sitji beggja megin borðs, sem
viðskiptabankar og lánardrottnar fyrirtækja sem þeir jafnframt eru hluthafar í. Slíkar
kringumstæður leiða fyrr en síðar til hagsmunaárekstra. Hvað með bankaleyndina? Hver
er staða viðskiptavinar sem á í samkeppni við fyrirtæki, sem „bankinn hans“ á og
fjármagnar?
Valda- og hagsmunabarátta bankanna er mörgum áhyggjuefni. Alvarlegast er þó að
stjórnmálamennirnir, sem settu leikreglurnar fyrir fjármálamarkaðinn og söluna á
ríkisbönkunum, sitja þögulir hjá og virðast ekki vita hvaðan á þá stendur veðrið. Úr þeirri
átt er því vart mikils að vænta.
s.h.
Með hlutabréfamarkaðnum töldu margir að opnast hefði leið fyrir almenning til að
ávaxta sitt pund með öðrum hætti en geymslu á hefðbundnum bankareikningum, sem
skiluðu misjöfnum arði. Það var því eðlilegt að þeir, sem einhverjar krónur áttu umfram
nauðþurftir, tækju þessu opnum örmum. Almenningur tók vel við sér og ríkisvaldið lagði
sitt af mörkum með skattafslætti. Sérfræðingar fjármálastofnana voru á hverju strái með
framréttar hendur, boðandi fólki fagnaðarerindið hvernig það gæti margfaldað með
skjótum hætti ávöxtun þess fjármagns sem það hafði sparað til elliáranna.
Er fram liðu stundir dró minnkandi skattafsláttur jafnt og þétt úr hlutabréfakaupum
almennings. Fyrirtækjum á hlutabréfamarkaðnum hefur fækkað verulega og ætla má að
„fjármálasérfræðingar“ tilheyri tegundum í útrýmingarhættu, ef hlédrægni þeirra í dag er
borin saman við fyrri tíð. Margur á um sárt að binda eftir að hafa séð afrakstur ævistarfsins
fuðra upp í fjárfestingum, sem áttu að tryggja áhyggjulaust ævikvöld.
Í síðustu viku skráðu Landsbanki og Íslandsbanki sig með eftirminnilegum hætti á
spjöld íslensks fjármálamarkaðar með hrókeringum á eignaraðild að nokkrum þekktustu
og stærstu fyrirtækjum landsins. Á sögulegum næturfundi köstuðu stjórnendur bankanna
fjöreggjum fyrirtækjanna sín á milli uns samkomulag náðist um á hvern hátt
fyrirtækjasamsteypu þeirri, sem Eimskipafélag Íslands hefur verið kjarninn í, skyldi skipt
bb.is
pú
lsi
nn
fy
rir
ve
sta
n
Sölustaðir á Ísafirði:
Hamraborg, Hafnarstræti
7, sími 456 3166. Flug-
barinn, Ísafjarðarflugvelli,
sími 456 4772. Bónus,
Ljóninu, Skeiði, sími 456
3230. Bókhlaðan, Hafn-
arstræti 2, sími 456 3123.
Bensínstöðin, Hafnarstræti,
sími 456 3574. Samkaup,
Hafnarstræti 9-13, sími 456
5460. Krílið, Sindragata 6,
sími 456 3556.
Lausasöluverð er kr. 250
eintakið m.vsk. Áskriftarverð
er kr. 215 eintakið. Veittur
er afsláttur til elli- og
örorkulífeyrisþega. Einnig
sé greitt með greiðslukorti.
Umboðsaðilar BB:
Eftirtaldir aðilar sjá um
dreifingu á blaðinu á þétt-
býlisstöðum utan Ísa-
fjarðar: Bolungarvík:
Sólveig Sigurðardóttir,
Hlíðarstræti 3, sími 456
7305. Súðavík: Sólveig
Gísladóttir, Arnarflöt 7, sími
456 4106. Suðureyri:
Deborah Anne Ólafsson,
Aðalgötu 20, sími 898
6328. Flateyri: Gunnhildur
Brynjólfsdóttir, Brimnesvegi
12a, sími 456 7752.
Þingeyri: Anna Signý
Magnúsdóttir, Hlíðargötu
14, sími 456 8233.
Dæmdir fyrir líkamsárás á lögreglumenn í Bolungarvík
Óskilorðsbundinn fangelsis-
dómur í ljósi fyrri brota
Tuttugu og fimm ára maður
var í Héraðsdómi Vestfjarða í
síðustu viku dæmdur í fjögurra
mánaða óskilorðsbundið fang-
elsi fyrir líkamsárás á lög-
reglumenn við skyldustörf.
Þetta gerðist í október í fyrra
og hófst atburðarásin skammt
frá skemmtistaðnum Víkurbæ
í Bolungarvík. Tvíburabróðir
mannsins var ákærður í sama
máli og hlaut tveggja mánaða
skilorðsbundið fangelsi. Kona
á sama aldri sem ákærð var
fyrir að tálma lögreglumenn-
ina við störf sín var hins vegar
sýknuð af kröfum ákæruvalds-
ins í þessu máli.
Mennirnir tveir voru báðir
sakfelldir fyrir að hafa brotið
gegn þeirri grein almennra
hegningarlaga sem segir að
hver sá sem ræðst með ofbeldi
eða hótunum um ofbeldi á
opinberan starfsmann skuli
sæta fangelsi allt að sex árum.
Dómurinn taldi brot ákærðu
ekki smáfelld þannig að til
álita kæmi að beita sektarrefs-
ingum.
Málsatvik voru þau, að
lögreglumenn í Bolungarvík,
sem voru á eftirlitsferð að
nóttu til, komu auga á mann-
söfnuð við skemmtistaðinn
Víkurbæ og sáu hvar mennirn-
ir tveir lágu í jörðinni í átökum.
Þegar lögreglumennirnir
hugðust skakka leikinn urðu
hörð átök þar sem lögreglan
beitti táragasi og kylfu. Við
handtöku mannanna og eftir
hana veittu þeir lögreglu-
mönnum talsverða áverka.
Þannig var einn skallaður í
Þjóðarátak um nýsköpun 2003
Verkefni frændsystkinanna
Steinþórs Bragasonar og Örnu
Láru Jónsdóttur hjá Vélsmiðju
Ísafjarðar lenti í þriðja til
sjöunda sæti í samkeppninni
Þjóðarátak um nýsköpun
2003. Hundruð verkefna bár-
ust í samkeppnina. Verðlaunin
hlutu þau Steinþór og Arna
Lára fyrir verkefnið „Hönnun
og framleiðsla á slöngu- og
rörafittings“. Í umsögn dóm-
nefndar segir m.a. „Sú fram-
leiðslutækni sem lýst er í áætl-
uninni virkar mjög spennandi
og reynsla og þekking eru
auðsjáanlega til staðar.“
Að sögn Steinþórs hefur
þessi framleiðsluaðferð í för
með sér mikinn efnissparnað.
Hann er bjartsýnn á að þessi
aðferð geti náð fótfestu enda
hafi fyrirtæki sýnt henni
mikinn áhuga. Nú þegar er
aðferð þessi notuð hjá Vél-
Ísfirskt verkefni
hlaut verðlaun
smiðju Ísafjarðar.
Steinþór Bragason er vél-
tæknifræðingur að mennt og
er í framhaldsnámi í Kaup-
mannahöfn. Arna Lára Jóns-
dóttir býr einnig í Kaupmanna-
höfn og vinnur þar að lokarit-
gerð í mastersnámi sínu í við-
skiptafræði við Háskóla Ís-
lands.
Verkefni þeirra Steinþórs og
Örnu Láru var einnig valið til
þess að keppa fyrir Íslands
hönd í evrópskri hugmynda-
keppni sem haldin verður í
Brussel síðar í haust í flokki
sem svo er lýst af dómnefnd:
„Í flokknum Vöxtur (Exp-
ansion) koma fyrirtæki sem
eru í vexti og lofa góðu.
Möguleiki á að hagnast á
„EUROWARDS network-
ing“, opna tengsl við áhættu-
fjárfesta og hagnast á kynn-
ingu hér á landi og um alla
Evrópu.“
Til íslensku keppninnar var
stofnað af Nýsköpunarsjóði
atvinnulífsins, Íslandsbanka,
Byggðastofnun, Háskólanum
í Reykjavík, Morgunblaðinu
og KPMG. Markmið sam-
keppninnar var að auka þekk-
ingu á gerð viðskiptaáætlana
annars vegar og laða fram
áhugaverðar hugmyndir og
verkefni hins vegar. Við mat á
verkefnum var horft til hug-
myndaauðgi, skipulegrar
framsetningar og röksemda-
færslu.
Hin fjölmörgu verkefni sem
send voru í keppnina fóru í
gegnum mjög strangt ferli.
Margir sérfræðingar fóru yfir
verkefnin og að lokum stóðu
eftir átján og urðu höfundar
þeirra að verja þau fyrir
dómnefnd sem síðan kvað upp
sinn dóm.
Vestfirðir
Sú var tíðin að vestfirsk
skip röðuðu sér á flesta lista
yfir aflahæstu skip. Nú er
öldin önnur eins og sjá má á
aflatölum fyrir nýliðið fisk-
veiðiár sem Fiskistofa hefur
birt. Á lista yfir 10 aflahæstu
togara og uppsjávarskip er
ekkert skip á Vestfjörðum.
Á lista yfir aflahæstu báta er
Núpur BA í tíunda sæti.
Aðeins í flokki smábáta
komast Vestfirðingar ofar-
lega en þar raða þeir vest-
firsku sér í sjö af tíu efstu
sætunum. Aflahæsti smábát-
urinn er Kristinn SH með
622 tonn en vestfirskir smá-
bátar í tíu efstu sætunum eru
Guðbjörg ÍS, Einar Hálfdáns
ÍS, Hermóður ÍS, Siggi
Bjartar ÍS, Svanhvít ÍS,
Hrönn ÍS og Kristrún ÍS.
Aflahæsta uppsjávarskip-
ið á síðasta fiskveiðiári var
Hólmaborg SU með 80.189
tonn. Aflahæsti togarinn var
Höfrungur III. AK með rúm
9.014 tonn. Aflahæsti bátur-
inn er Drangavík með 3.570
tonn. Þar er Núpur BA í 10.
sæti með 2.303 tonn.
– hj@bb.is
Af sem
áður var
Steinþór Bragason, véltæknifræðingur.
Til að svala ættfræðiþorsta
lesenda skal þess getið að
Steinþór er sonur hjónanna
Láru Steinþórsdóttur og Braga
Magnússonar í Vélsmiðju
Ísafjarðar. Arna Lára er dóttur-
dóttir þeirra Láru og Braga,
dóttir Sigríðar Bragadóttur og
Jóns Veturliðasonar frá Úlfsá.
– hj@bb.is
andlit og annar bitinn í fingur,
auk þess sem hnúum og hnef-
um var beitt.
Sá mannanna sem þyngri
dóminn hlaut hafði áður hlotið
tvo skilorðsbundna varðhalds-
og fangelsisdóma fyrir of-
beldisbrot. Hann rauf nú
skilorð í annað sinn og var
litið til þess við ákvörðun
dómsins. Hinn maðurinn hafði
áður hlotið sekt fyrir ofbeldis-
brot.
– hlynur@bb.is
38.PM5 18.4.2017, 11:482