Bæjarins besta - 24.09.2003, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 3Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
Unnið að aðgerðaáætlun vegna ofanflóða á Ísafirði og í Hnífsdal
Ríkar skyldur lagðar á sveit-
arfélögin að bregðast við
mæti húseignanna sé og hver
kostnaðurinn við varnirnar
yrði“, segir Halldór.
Svæðin sem um ræðir eru
Holtahverfi, Seljalandshverfi
og byggðin neðan Gleiðar-
hjalla á Ísafirði og sunnan-
verður og norðanverður Hnífs-
dalur. Á öllum þessum svæð-
um eru einhver íbúðarhús
innan svokallaðra hættumarka
C og því er lagaskylda til að
verja þau eða kaupa upp.
„Lagagrunnurinn er mjög
skýr í þessum málum og ríkar
skyldur lagðar á sveitarfélögin
að bregðast við, annað hvort
með vörnum eða uppkaupum.
Okkar mat er að það verði að
verja sem víðast því við höfum
víti til að varast sem er
norðanverður Hnífsdalur“,
segir Halldór.
– kristinn@bb.is
Á fundi bæjarráðs Ísa-
fjarðarbæjar í síðustu viku
kynnti Halldór Halldórsson
bæjarstjóri drög að aðgerða-
áætlun vegna ofanflóða á
Ísafirði og í Hnífsdal. Hættu-
mat fyrir áðurnefnd svæði var
staðfest af umhverfisráðherra
í maí en reglur kveða á um að
sveitarfélög skuli leggja fram
aðgerðaáætlun innan sex mán-
aða frá staðfestingardegi.
Halldór segir áætlunina fela
í sér sýn sveitarfélagsins á
varnaraðgerðir gegn ofanflóð-
um og pólítískan vilja. „Í
rauninni erum við að taka fyrir
hvert svæði og segja hvernig
varnir við viljum fara í og
hvenær. Þetta er í sjálfu sér
einfalt plagg en síðan taka
sérfræðingarnir við og vinna
málið áfram. Meðal annars
þarf að reikna út hvert verð- Hættumatskort fyrir Hnífsdal.
Hættumatskort fyrir Ísafjörð.
Kristinn Jón Jónsson
Brautarholti 13, Ísafirði
sem lést aðfaranótt 19. september, verður jarðsunginn frá Ísafjarðar-
kirkju laugardaginn 27. september kl. 14. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á Krabbameinsfélagið Sigurvon á Ísafirði.
Ólafía Aradóttir
Jón Guðni Kristinsson Ragnheiður Gunnarsdóttir
Halldóra Kristinsdóttir Baldur Þ. Jónasson
Hugrún Kristinsdóttir Gunnar Gaukur Magnússon
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi
SJÓFARENDUR SEM LEIÐ EIGA UM
ÍSAFJARÐARHÖFN ATHUGIÐ:
Vegna framkvæmda við Ásgeirs-
bakka skerðist viðlegupláss hafnar-
innar. Þeir sem leið eiga um höfnina
eru því vinsamlegast beðnir um að
sýna aðgát og láta vita um ferðir sínar
með góðum fyrirvara vegna niðurröð-
unar í hafnarstæði.
Hafnarstjóri
Sjónvarps- og útvarpsleysi á Ísafirði
Keðjuverkandi röð bilana
Endurvarp sjónvarps og út-
varps á norðanverðum Vest-
fjörðum gekk brösulega á
sunnudag og bitnaði það verst
á íbúum Ísafjarðar. Að sögn
Eggerts Stefánssonar, raf-
eindavirkja hjá Landssíman-
um, varð röð bilana í kjölfar
rafmagnstruflana og raf-
magnsleysis til þess að illa
Hassflutningur til Ísafjarðar stöðvaður
Lögreglan á Ísafirði fann
síðdegis á laugardag tæp 90
grömm af hassi. Við venju-
bundið eftirlit lögreglu voru
þrjú ungmenni stöðvuð á
Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði.
Um var að ræða tvo unga
menn, annan 20 ára og hinn
24 ára, og 16 ára gamla stúlku,
sem voru að koma akandi frá
Reykjavík. Mennirnir tveir
höfðu farið akandi suður
daginn áður og kom stúlkan
með þeim vestur.
Grunsemdir vöknuðu um að
ungmennin hefðu fíkniefni í
fórum sínum og voru þau og
bifreiðin færð á lögreglu-
stöðina á Ísafirði. Þar var leitað
í bifreiðinni og fannst þá hass-
ið auk áhalds til fíkniefna-
neyslu.
Að auki var 17 ára gamall
piltur handtekinn á Ísafirði á
laugardag eftir að efnin fund-
ust en hann hafði lánað bifreið-
ina til ferðarinnar. Hann er
grunaður um að eiga aðild að
fíkniefnamisferlinu.
Við leitina í bifreiðinni naut
lögreglan á Ísafirði aðstoðar
fíkniefnaleitarhundsins Dofra,
sem er í eigu eins lögreglu-
varðstjórans á Ísafirði. Þar
sannaði Dofri, að mati lögregl-
unnar á Ísafirði, að hann skipar
sér í hóp fremstu fíkniefna-
leitarhunda landsins.
– hlynur@bb.is
gekk að halda uppi útsending-
um.
Verst var ástandið síðdegis
á sunnudag þegar allar út-
varps- og sjónvarpsútsending-
ar frá Arnarnesi lágu niðri.
Þangað berast öll sjónvarps-
og útvarpsmerki um ljósleið-
ara og þeim er síðan endur-
varpað þaðan. Þegar rafmagn
fer tekur ljósavél við og hleður
rafgeyma er sinna rafmagns-
þörf endurvarpanna. Hleðslu-
tæki rafgeymanna bilaði og
sjálfvirk aðvörun um bilunina
skilaði sér ekki. Því tæmdust
rafgeymar og féllu allar sjón-
varps- og útvarpsútsendingar
niður í rúmlega einn og hálfan
klukkutíma. Einnig bilaði
Fíkniefnaleitarhundurinn Dofri á Ísafirði sannar getu sína
spennugjafi fyrir magnara sem
olli því að útsendingar Sýnar
féllu niður í miðri útsendingu
frá leik í ensku úrvalsdeildinni
og olli það ýmsum hugarangri.
Á Flateyri datt útsending
Stöðvar 2 og Sýnar út um tíma
þegar lekaliði sló út vegna
tíðra rafmagnstruflana.
– hj@bb.is
Landsþing JC haldið á Ísafirði
Fjöldi erlendra
gesta kemur
– heimsmethafinn í minnistækni
flytur fyrirlestur og kennir list sína
Um hundrað gestir eru
væntanlegir á landsþing JC-
hreyfingarinnar á Íslandi sem
haldið verður á Hótel Ísafirði
um næstu helgi. Gísli Elís
Úlfarsson, forseti JC-Vest-
fjarða, segir langt síðan svo
margir erlendir gestir og
fyrirlesarar hafi komið á
landsþing en von er á lands-
forsetum JC-hreyfinganna frá
Norðurlöndum, Eystrasalts-
löndunum og Skotlandi. Þrír
erlendir gestir munu flytja
fyrirlestra á þinginu. Skoski
landsforsetinn Margaret
Sheehan leiðbeinir um rök-
ræðulist, breski sálfræðing-
urinn Paul McGee fjallar um
að ná árangri undir álagi og
Guinness-methafinn David
Thomas kennir minnistækni.
Fjölmargt annað stendur
JC-félögum til boða á þing-
inu. „Fólk á ekki eftir að sofa
mikið, bara vinna og
skemmta sér“, segir Gísli.
Þetta er í annað sinn sem
JC-þing er haldið á Ísafirði.
Hið fyrra var haldið árið 1975
en þá var starfandi félagið
JC-Ísafjörður og var Heiðar
Sigurðsson forseti þess.
Gísli segir mikla eftirvænt-
ingu meðal JC-manna vegna
landsþingsins. Þetta sé helsti
viðburður ársins hjá JC-
hreyfingunni og mikil upp-
skeruhátíð.
Áðurnefndur David Thom-
as er Guinness-heimsmethafi
í minnisleikni. Hann ferðast
um heiminn og heldur fyrir-
lestra og námskeið í minnis-
tækni. Guinness-metið setti
Thomas árið 1998 þegar hann
þuldi upp án þess að skeika
22.500 fyrstu aukastafina í
pí. Á JC-þinginu á Ísafirði
verður hann með ótrúleg en
jafnframt skemmtileg dæmi
um það hvað hann getur og
hvað hann getur kennt öðrum
í minnistækni.
38.PM5 18.4.2017, 11:483