Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.09.2003, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 24.09.2003, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Sara Pálmadóttir fær styrk úr afrekssjóði Bygging iðngarða á döfinni á Langeyri við Álftafjörð „Getum ekki verið annað e – segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík Súðavíkurhreppur gekk fyrir skemmstu frá kaupum á nærri eins hektara landareign á Langeyri innan nýju íbúðabyggðarinnar í Súðavík. Deiliskipulag svæðisins hefur verið kynnt en þar er ætlunin að rísi iðngarðar. Fyrirhugað er að sveitarstjórnin skipuleggi ekki aðeins iðnaðarsvæðið heldur hafi for- göngu um byggingu húsanna og hyggst a.m.k. fyrst um sinn leiða vinnu við að laða þangað atvinnustarfsemi. Ómar Már Jónss- on, sveitarstjóri í Súðavík, segir þá vinnu sem nú er í gangi byggja á stefnumörkun sem sveitarstjórnin lagði upp fyrir rúmu ári, fljótlega eftir að hann tók til starfa. „Það má segja að þetta séu línur sem við lögðum okkur síðasta haust. Þá var staðan sú að flutningi byggðarinnar var lokið eftir snjóflóðið 1995. Aftur á móti hefur nánast ekkert verið unnið í atvinnu- málum hérna utan að í aðal- skipulagi er gert ráð fyrir iðnaðarsvæði á Langeyri. Þegar ný hreppsnefnd tók við var farið yfir staðsetningu iðngarðanna samkvæmt aðal- skipulagi og ákveðið að halda sig við þá ákvörðun að hafa iðngarðana á Langeyri. Þá fór í gang ferli við að kaupa landið því Hraðfrysti- húsið-Gunnvör hf. átti alla eyrina og hafði það land tilheyrt gömlu vinnslustöðinni og verbúðunum á Langeyri. Landamerki voru óljós og til að afmarka svæðið studdum við okkur við efni úr dönsku skjali frá árinu 1891 sem fannst á Þjóðskjalasafninu. Í því eru tilgreind landamerki sem síðan tók nokkurn tíma að staðsetja. Landið sem HG átti reynist um 22 þúsund fermetrar og við kaupum síðan 9 þúsund fermetra land af þeim. Það er svæðið sem við þurfum til að byrja á uppbygg- ingu nú og hugsanlegum bygg- ingum seinna. Í skipulaginu eru fjögur af sex húsunum staðsett uppi á möninni milli Langeyrartjarn- arinnar og húsanna sem áður var í rækjuvinnsla, saltfisk- verkun o.fl. Á síðasta hrepps- nefndarfundi staðfestum við síðan deiliskipulagið og sett- um í kynningu. Á sama tíma erum við að fara í svipaða vinnu og hefur nú verið unnin fyrir Ísafjarðar- bæ, Bolungarvíkurkaupstað og fleiri, þ.e. er að láta gera hættumat fyrir svæðið sam- kvæmt reglugerð frá árinu 2000 þar sem sveitarfélögum er gert skylt að láta meta hættu á ofanflóðum þar sem ofanflóð hafa fallið á eða nærri byggð. Við höfum sett það ferli af stað fyrir bæði gömlu og nýju byggðina í Súðavík, auk Lang- eyrarsvæðisins. Við reiknum með að niðurstöður úr því liggi fyrir um mitt næsta sumar. Við munum þá fá það staðfest að Langeyrarsvæðið sé á öruggu svæði, en samkvæmt forkönn- un úttektaraðila er svæðið byggingarhæft “ Munum ekki bara að byggja hús og bíða – Í hverju felst þetta framtak KFÍ vann Vestra: Hvernig fer í sundinu? Sérstæð viðureign í körfu-knattleik átti sér stað á Ísa- firði fyrir helgina þar sem Sundfélagið Vestri skoraði á meistaraflokk KFÍ. Leiknar voru tvisvar sinn-um sjö mínútur og mátti sjá mikil tilþrif. Útlending-arnir spiluðu ekki með KFÍ að þessu sinni og aðal-hlutverkið léku hinir yngri leikmenn í meistaraflokki. Leiknum lauk með sigri KFÍ sem skoraði 40 stig á móti 12 stigum Vestra. Nú hefur KFÍ skorað á Vestra að keppa við sig í sundi. Óákveðið er hvenær sú viðureign verður. – hlynur@bb.is Lið KFÍ og Vestra sem áttust við í körfuboltanum. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson. Stjórn afreks- og styrktarsjóðs Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að veita Söru Pálmadóttur styrk vegna glæsilegs árangurs hennar í íþróttum að undanförnu. Sara hefur eins og kunnugt er leikið með landsliðinu í körfuknattleik. Einnig sigraði hún í kúluvarpi og spjótkasti á Unglinga- landsmóti Ungmennafélags Íslands á Ísafirði í sumar. 38.PM5 18.4.2017, 11:484

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.