Bæjarins besta - 24.09.2003, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 5Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
nnað en vongóð“
að koma upp iðngörðum?
„Við höfum skipt þessari
vinnu upp í þrjá þætti. Það er
bygging iðngarðanna sjálfra
sem tekur þá til skipulags,
lóðamála og grófs skipulags
húsanna. Síðan er það rekstrar-
form iðngarðanna en það tekur
á hugsanlegri aðkomu rekstr-
araðila að iðngörðunum, þar
sem val stendur um hreina
leigu, kaupleigu eða kaup á
rými. Í þriðja lagi munum við
beita okkur fyrir því að laða til
okkar rekstraraðila til að
staðsetja sig hér.“
– Stendur þá til að hreppur-
inn taki að einhverju leyti þátt
í byggingu húsanna?
„Í dag sjáum við fyrir okkur
að Súðavíkurhreppur þurfi að
vera í forsvari fyrir uppbygg-
ingunni þar sem þörf er fyrir
slíkt húsnæði. Ekkert laust
atvinnuhúsnæði er til staðar í
Súðavík. Áhaldahús og
slökkvistöðin eru á hættu-
svæði í ytri byggðinni og síðast
en ekki síst viljum við beita
okkur fyrir uppbyggingu á
atvinnustarfsemi með því að
skapa hagstæð rekstrarskilyrði
sem megi verða til þess að
rekstraraðilar sjái sér hag í að
setja hér upp rekstrareiningar.
Til þess að það geti gengið
eftir munum við skoða
rekstrarumhverfið okkar hér
sem er nú nokkuð fljótgert.
Ætlunin er að meta rekstrar-
umhverfi í nágrannasveitar-
félögunum, bera það saman
við stöðuna í Súðavík og finna
lykilþætti þar sem við getum
beitt okkur og skapað betra
starfsumhverfi. Ef saman-
burðinn leiðir af sér að okkur
tekst að skapa betri rekstrar-
skilyrði hér í Súðavík mun það
ekki aðeins hafa jákvæð áhrif
á okkar svæði heldur einnig
smita út frá sér. Þetta er sú
mynd sem við erum að vinna
með í dag.“
Traust fyrirtæki
verði með hluta
starfsins í Súðavík
– Hvaða fyrirtæki verða
þarna?
„Það er einn veigamesti
þátturinn, að laða að rekstrar-
aðila til að setja sig niður í
iðngörðunum. Þar horfum við
til rekstrarumhverfisins sem
gulrótar en einnig ætlum við
að móta okkur sýn á það
hvernig starfsemi við sjáum
falla vel hér inn.
Ég get nefnt sem dæmi
fyrstu hugmyndir okkar um
það hvað eigi að einkenna slíkt
fyrirtæki. Við teljum að stofn-
kostnaður rekstrareiningar-
innar megi ekki vera mjög hár.
Þar erum við að tala um bilið
u.þ.b. frá einni og upp í tíu
milljónir. Hvað stærðina varð-
ar sjáum við að eitt til þrjú
stöðugildi geti verið við hverja
rekstrareiningu. Eins teljum
við að þróunarkostnaður til að
setja þessar einingar á fót þurfi
að vera í lágmarki. Einnig er
mikilvægt að markaður sé til
staðar fyrir vöru, að það þurfi
ekki að setja mikinn tíma og
fjármagn í markaðsetningu.
Síðan þarf sérþekking fyrir
starfsemina að vera til staðar á
svæðinu og reksturinn má ekki
krefjast of mikillar nálægðar
við markaðssvæðið.“
– Hvernig fyrirtæki upp-
fyllir þessar kröfur?
„Innan þessa ramma má
m.a. nefna ýmiskonar íhluta-
framleiðslu fyrir stærri fyrir-
tæki sem eru komin af frum-
kvöðlastiginu og gætu séð hag
sinn í því að taka þátt í eða
reka lítil útibú sem væru að
framleiða íhluti sem þeir þurfa
á að halda til sinnar fram-
leiðslu.“
– Má þá segja að ætlunin sé
að bjóða fyrirtækjum að út-
hýsa hluta sinnar starfsemi?
„Já, meðal annars, og ég
nefni sem dæmi einstakling á
Dalvík sem keypti lítinn rekst-
ur með vélum og búnaði frá
Reykjavík og framleiðir tapp-
ana í körin sem Sæplast fram-
leiðir. Mér skilst að sá rekstur
gangi vel.
Einnig er vert að skoða
mögulegan flutning á rekstrar-
einingum til okkar samanber
t.d. Alpan á Eyrarbakka. Þar
var keypt verksmiðja sem var
í rekstri í Danmörku og sett
upp á Eyrarbakka en fyrrver-
andi viðskiptavinir fylgdu með
í kaupunum. Síðan voru fyrr-
verandi starfsmenn verksmiðj-
unnar fengnir til að þjálfa
starfsfólk upp og þannig komst
sá rekstur á fót.
Þetta er spennandi og krefj-
andi verkefni og við munum
leggja okkar af mörkum til að
hér megi fjölga litlum rekstrar-
einingum”.
Byggingafram-
kvæmdir hefjist í vor
– Má segja að þetta sé sá
flötur sem þið sjáið vænleg-
astan til að byrja á í ykkar
atvinnuþróun?
„Já, þetta er sá flötur sem
við viljum skoða umfram aðra.
Ég get sagt frá því að við erum
að skoða tvær mögulegar
rekstrareiningar nú þegar. Þar
af gæti a.m.k. annað fyrirtækj-
anna sett rekstur af stað strax
næsta vor.“
– Myndi hreppurinn þá leiða
vinnuna við að nálgast mögu-
lega samstarfsaðila?
„Já, við munum beita okkur
fyrir því að halda þessari vinnu
á lofti og fylgja úr hlaði. Síðan
munum við leita til vissra aðila
við að aðstoða okkur í þessu
starfi. t.d. Atvinnuþróunar-
félags Vestfjarða, Nýsköpun-
arsjóðs, Iðntæknistofnunar og
fleiri aðila sem hafa góða
þekkingu og geta unnið að
þessu með okkur.“
– Núna er þetta smám saman
að mjakast af hugmynda-
stiginu. Hvað eruð þið að sjá
með tímasetningarnar á þess-
ari vinnu?
„Deiliskipulagið er í kynn-
ingu núna og fljótlega munum
við fara að skipuleggja gatna-
og lagnakerfi. Á næstu vikum
munum við byrja á að greina
þetta rekstrarumhverfi okkar
og ræða við þessa aðila sem
ég nefndi áðan. Þessi vinna
verður í gangi fram að áramót-
um og eitthvað fram á nýtt ár.
Síðan er hugmyndin að fara af
stað með kynningarátak á
rekstrarsvæðinu í mars og apríl
2004 og fyrirhugað er að
bygging iðngarðana hefjist
næsta vor.
Samkvæmt deiliskipulagi er
hvert hús 540 fermetrar, sem
síðan er hægt að stúka niður.
Það væri gott ef við gætum
byrjað á tveimur slíkum hús-
um strax næsta vor en í
heildina gerir deiliskipulagið
ráð fyrir sex húsum á svæð-
inu.“
Ráðist í verkefnið
af fullri bjartsýni
– Hvernig er hljóðið mönn-
um? Er hugur í Súðvíkingum?
„Það er mikill hugur í
Súðvíkingum. Við erum að sjá
að atvinnuleysi hér er með
minnsta móti. Stærsti vinnu-
veitandinn á staðnum heldur
sínu striki þótt árferðið í
rekstrinum hafi verið erfitt
fyrri hluta ársins. Hér er allt
íbúðarhúsnæði fullnýtt, sem
er bæði jákvætt og neikvætt.
Sérstaklega er það sárt að hafa
ekki laust húsnæði á staðnum
þegar fólk spyr um húsnæði
til leigu en við verðum að
vonumst til að úr því leysist –
m.a. eru horfur á að aðili hér
muni ráðast í byggingu ein-
býlishúss á staðnum innan
tíðar. Við höfum nýlega lokið
við fyrsta áfangann á glæsi-
legu og vel útbúnu tjaldsvæði
fyrir ofan félagsheimilið. Mér
heyrist ekki annað en að
Súðavíkingar fari sáttir inn í
veturinn eftir mjög gott sum-
ar.“
– Á stuttum tíma hefur
Súðavík fengið á sig nokkurn
ferðamannastaðarblæ. Mun
tjaldsvæðið styrkja hann enn
frekar?
„Verulega, ferðamannabær-
inn Súðavík er kominn til að
vera. Útleiga á íbúðum Sumar-
byggðar hefur verið að eflast
með hverju árinu og við erum
að sjá að allir þeir sem eiga
eignir í gömlu byggðinni eru
að fullnýta þær meira og
minna. Súðavík virðist vera
að koma sterk inn sem væn-
legur ættarmótsstaður og voru
í sumar haldin hér sex ættar-
mót. Þau voru heilmikil lyfti-
stöng fyrir þjónustufyrirtæki
hér og settu mikinn svip á
samfélagið okkar. Við bættum
við nýjum viðburði í sumar
undir heitinu Bryggjudagar í
Súðavík. Sá viðburður tókst
vonum framar, að ógleymdu
Listasumri í Súðavík sem
stendur ávallt fyrir sínu.
Einnig höfum við verið að
þróa ýmiskonar uppákomur og
viðburði, svo sem tónleika-
hald, pakkaferðir til Súða-
víkur, hjónadaga og fleira sem
verður áhugavert að fylgjast
með hvernig rekur sig. Þannig
held ég að við getum ekki verið
annað en vongóð og tökumst
á við áhugaverð og spennandi
verkefni af fullri bjartsýni“,
sagði Ómar Már Jónsson,
sveitarstjóri í Súðavík.
– kristinn@bb.is
Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi.
Birkir og Matthías
leika á EM í Litháen
Lúkas Kostic, þjálfari íslenska U17-landsliðsins, hefur
valið þá Birki Sverrisson og Matthías Vilhjálmsson,
leikmenn þriðja flokks Boltafélags Ísafjarðar, til að leika
fyrir Íslands hönd í undankeppni Evrópukeppni U17
landsliða karla sem fram fer í Litháen 24. til 28.
september. Í sumar voru þeir valdir til að leika með
U17-landsliðinu á opna Norðurlandamótinu
sem haldið var í Noregi.
– kristinn@bb.is
Verktakafyrirtækið Kubbur ehf. átti lægsta tilboðið í
fyrsta áfanga gatnagerðar í nýju íbúðahverfi á Tungu-
skeiði í Skutulsfirði. Tilboð fyrirtækisins var tæpar
tuttugu milljónir króna og var það 64% af kostnaðar-
áætlun. Hólsvélar ehf. og Úlfar ehf. buðu einnig í verkið
og voru þau tilboð bæði einnig nokkuð undir kostnaðar-
áætlun. Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar var samþykkt
að leggja til við bæjarstjórn að tilboði
Kubbs ehf. í verkið yrði tekið.
– hj@bb.is
Kubbur með lægsta
tilboðið í gatnagerð
Knattspyrnumark fauk á bíl í Súgandafirði á sunnudag
og var það eina málið sem kom inn á borð lögreglunnar
á Ísafirði vegna veðurofsa um liðna helgi. Lögregla vill
minna vegfarendur á að vara sig á hálku og fara varlega
í umferðinni þegar snjór er á götum. Að sögn lögregl-
unnar á Ísafirði var helgin að mestu róleg. Á föstudags-
kvöld voru höfð afskipti af fjórum ungmennum á Ísafirði
vegna ölvunar en þau höfðu ekki aldur til. Hald var lagt
á áfengi hjá tveimur þeirra og einum var ekið heim.
– kristinn@bb.is
Veðurofsinn:
Mark fauk á bíl
38.PM5 18.4.2017, 11:485