Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.09.2003, Qupperneq 6

Bæjarins besta - 24.09.2003, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is maður vikunnar Nafn: Óðinn Gestsson. Fædd/-ur, hvar og hvenær: 15. júní 1959 á Suðureyri við Súgandafjörð, nánar tiltekið ofan við Sjöstjörnuna þar sem Sæluhelgin fer fram. Atvinna: Framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Íslands- sögu hf. Fjölskylda: Konan mín heitir Pálína Margrét Möller Pálsdóttir og eigum við þrjár dætur, þær Tinnu, Töru og Veru. Síðan fylgir elstu dóttur okkar tengdasonur og einn afastrákur, hann Óðinn Freyr. Helstu áhugamál: Golf og endurreisn Vestfjarða til fyrri virðingar í íslensku samfélagi. Bifreið: Mitsubishi Pajero árgerð 1998. Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Sama. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Skipstjóri og það rættist. Uppáhalds matur? Ég held að það sé kjúklingarétt- urinn hennar Pálu minnar, en síðan svíkur lærið hjá tengdamömmu aldrei. Versti matur sem þú hefur smakkað? Svikinn héri sem mágur minn hann Addi Högna pantaði sér á matsölustað sem staðsettur er ofarlega í Eiffelturnin- um í París. Það var skelfilegt. Uppáhalds drykkur? Kaffi og kók. Uppáhalds tónlist? Rokk. Uppáhalds íþróttamaður eða félag? Manchester United. Uppáhalds sjónvarpsefni? Vinir og enski boltinn. Uppáhalds vefsíðan? mbl.is og bb.is Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Harry Potter myndirnar. Við Vera dóttir mín höfum séð þær báðar og haft ákaflega gaman af. Fallegasti staður hérlendis? Vestfirðir séð frá hafi. Fallegasti staður erlendis? Það er af mörgu að taka en Barcelona-svæðið á Spáni hefur heillað mig. Ertu hjátrúarfull(ur)? Mátulega. Uppáhalds heimilistækið? Kaffikannan. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Spila golf. Hvað fer mest í taugarnar á þér og hvers vegna? Óstundvísi og óheilindi. Tími minn er jafn mikilvægur og tími þinn. Ef maður segist ætla að gera eitthvað þá á maður að standa við það. Hvað gerir þú til að láta þér líða vel? Hugsa já- kvætt og spila golf. Áttu þér leyndan draum sem þú ætlar að láta ræt- ast? Já. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Þegar ég var tólf ára gamall og á gangi með mömmu niður Laugarveginn og gekk beint á ljósastaur og varð hálfvankaður á eftir. Það var mjög niðurlægjandi fannst mér, sérstaklega með tilliti til þess hver var með mér og hvað ég var gamall. Ef þú værir bæjarstjóri í einn dag, hverju myndir þú breyta? Ég myndi vinna að því að breyta hugs- anagangi margra gagnvart bæjarfélaginu. Það er ekki sjálfsagt að fá allt frá bænum. Það er ekki sjálf- sagt að bæri geti bara borgað. Það er mikilvægt að þeir sem stjórna bænum hafi aðhald en þeir verða þá að geta treyst því að fá eitthvað á móti frá bæjarbúum. Lífsmottó? Reyni alltaf að gera mitt besta. Skemmti- legast að spila golf Arnar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1 • Ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243 Fasteignaviðskipti Hef til sölu fasteignir víða á Vestfjörðum Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Kristinn Jón Jónsson, fyrr- um bæjarfulltrúi og um skeið bæjarstjóri á Ísafirði, andað- ist aðfaranótt síðastliðins föstudags eftir tveggja daga legu á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði, 68 ára að aldri. Hann hafði átt við krabba- mein og mikla vanheilsu að stríða hátt á annað ár en starfaði þó af fullum krafti að hugðarefnum sínum fram undir það síðasta. Þannig var hann í undirbúningsnefnd Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið var á Ísafirði um verslunarmannahelgina í sumar og vann þar mikið og gott starf. Hann var jafnframt Kristinn Jón Jónsson. formaður Héraðssambands Vestfirðinga til dauðadags. Kristinn Jón vann lengst af starfsævinni hjá Vegagerð- inni, þar af sem rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði í tuttugu ár. Hann gegndi ótal- mörgum trúnaðarstörfum um dagana og vann að margvís- legum félagsmálum. Meðal annars var hann bæjarfulltrúi á Ísafirði fyrir Framsóknar- flokkinn í 12 ár. Þá var hann löngum ýmist forseti bæjar- stjórnar eða formaður bæjar- ráðs og auk þess starfandi bæjarstjóri um skeið. Hann átti á sínum tíma sæti í stjórn- um Orkubús Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirð- inga og fjölmörgum öðrum nefndum og ráðum. Undirritaður hafði vegna starfa sinna mikil samskipti við Kristin Jón síðustu sautján árin og mikil og góð kynni af honum persónulega. Til hans var gott að leita eftir hvers konar upplýsingum og ein- kenndust þau samskipti öll af ljúfmennsku, greiðvikni og trausti. Honum skulu fyrir hönd Bæjarins besta og áður Vestfirska fréttablaðsins færð- ar einlægar þakkir að leiðar- lokum og aðstandendum hans vottuð samúð. Eftirlifandi eiginkona Kristins Jóns Jóns- sonar er Ólafía Aradóttir. Þau eignuðust þrjú börn sem öll lifa föður sinn. – Hlynur Þór Magnússon. Kristinn Jón Jónsson látinn Sameining Íslandsbanka hf. og Sjóvár-Almennra hf. Óvíst um áhrif á starfsemina á Ísafirði Í kjölfar frétta af fyrirhug- aðri sameiningu Íslands- banka hf. og Sjóvár-Al- mennra hf. vakna spurningar um stöðu fyrirtækjanna á Ísa- firði en bæði þessi fyrirtæki halda þar úti starfsemi. Hjá Sjóvá-Almennum eru fimm starfsmenn vestra, þar af einn í Bolungarvík. Að sögn Torfa Einarssonar svæðis- stjóra hefur hluti starfsem- innar verið fjarvinnsla, þ.e. störf sem ekki tengjast beint starfseminni á svæðinu. Hann segir að það hafi verið stefna fyrirtækisins að undanförnu að færa frekar störf til lands- byggðarinnar eða í þeim til- vikum þegar staðsetning skipt- ir ekki máli. Torfi hefur eðlilega ekki fengið neinar upplýsingar um hvaða breytingar sameiningin kunni að hafa á starfsemina vestra. Hins vegar vonar hann að aukinn þungi verði færður í flutning starfa út á land. Í útibúi Íslandsbanka á Ísafirði eru 9,7 stöðugildi, að sögn H. Magnúsar Sigurjóns- sonar útibússtjóra. Þeim hefur fækkað nokkuð undanfarin ár. Flestir voru starfsmenn útibús- ins um átján fyrir nokkrum árum. Magnús segir það hafa verið stefnu bankans að hafa eina bakvinnslu í Reykjavík. Hann treystir sér ekki til þess að spá um þróun mála nú þegar fyrirtækin virðast stefna í sameiningu. Tíminn einn geti leitt það í ljós. Tilviljanir geta verið skondnar. Sjóvá-Almennar á Ísafirði eru við Silfurtorg í því húsnæði þar sem útibú Íslands- banka var áður en það fluttist í Stjórnsýsluhúsið hinum megin við torgið. – hj@bb.is Dýrafjörður Bleikir akrar og slegin tún Bændur og búalið frá nær- liggjandi bæjum hafa komið að skera korn fyrir hænur sínar hjá þeim félögum. Fer það þannig fram, að skorið er niður við rót og stráin síðan bundin í bundini eins og á tímum Móse og hans fólks og síðan hengt upp á þurrum stað, í gömlun hlöðum eða slíkum byggingum. Ekki eru til staðar kornsigðir af skiljan- legum ástæðum og nota menn þá bara bredduna eða garð- klippur. Knútur bóndi á Kirkjubóli kastaði einu hneppi fyrir hænurnar í síðustu viku og ætluðu þær vitlausar að verða að fá svona íslenskt kornmeti. Taldi Knútur að þeim hafi fundist það miklu betra en búðarkornið. Nú vantar ekkert nema kornþreskivél fyrir næsta sumar, segja kornbændurnir í Dýrafirði. – thingeyri.com Kornrækt tíðkaðist hér- lendis í fornöld en er nú aftur hafin á Íslandi eins og menn vita. Svo er einnig í Dýra- firði, t. d. á Sveinseyri, eins og fram kom á Þingeyrar- vefnum í síðustu viku. Þar bylgjaðist kornakur í sumar hjá þeim Hólabændum, Frið- bert Kristjánssyni og Guð- brandi Stefánssyni. Einnig mun Kristján bóndi í Miðbæ hafa komið þar eitthvað við sögu. Um er að ræða tveggja og sex raða bygg, en það kallast svo eftir því hvernig kornið raðar sér á stöngulinn. Er skemmst frá því að segja, að tvisvar hafa þeir félagar slegið akurinn í sumar og hefur hann borið frag (fræ) í bæði skiptin og var seinni vöxturinn meiri. Sáð var 5. maí að sögn Friðberts bónda og fyrri sláttur viku af ágúst. Stefnir í þriðju uppskeru ef fer sem horfir. – nærri sex þúsund tonn flutt milli ára mikla kvóta sem færist milli ára eru til ráðstöfunar tæp 26.000 tonn eða rúmlega allur afli síðasta fiskveiðiárs. Verð á leigukvóta liðins fiskveiðiárs var mjög misjafnt samkvæmt upplýsingum kvótasala. Í upphafi var kíló- verðið 10-12 krónur en fór síð- an lækkandi er leið á fiski- veiðiárið. Undir lokin voru menn farnir að gefa kvóta. Ekki er komin hreyfing á leigukvótasölu í rækju á yfir- standandi fiskveiðiári. Því er ekki tímabært að segja hvert verður upphafsverð á leigu- kvóta. – hj@bb.is Á liðnu fiskveiðiári sem lauk 31. ágúst varð umtals- verður kvóti úthafsrækju eftir ónýttur. Samtals 30.000 tonn- um var úthlutað og milli ára voru flutt tæp 7.000 tonn. Voru því tæp 37.000 tonn til ráðstöf- unar á liðnu fiskveiðiári. Afl- inn varð rúm 24.000 tonn. Til yfirstandandi fiskveiðiárs voru flutt tæp 6.000 tonn og féllu því niður ónýtt tæp 7.000 tonn. Á nýbyrjuðu fiskveiðiári úthlutað í upphafi 20.000 tonnum sem er þriðjungs minnkun frá endanlegri úthlut- un síðasta árs. Vegna hins Mikill rækju- kvóti ónýttur 38.PM5 18.4.2017, 11:486

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.