Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.09.2003, Síða 7

Bæjarins besta - 24.09.2003, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 7Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Banna ætti steinbítsveiðar með stórvirkum veiðarfærum Bull að við séum að veiða steinbít á hrygningarsvæðum – segir Páll Halldórsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Páli Pálssyni ÍS Guðmundur Halldórsson, formaður Smábátafélagsins Eldingar á norðanverðum Vestfjörðum, segir að banna ætti veiðar á steinbít með stórvirkum veiðarfærum. „Það er hægt að eyða stofninum á tiltölulega skömmum tíma með því að veiða steinbítinn þegar hann er í sárum að hrygna en það er ekki hægt með línu. Steinbíturinn hrygn- ir á djúpslóð í nóvember og fram í febrúar. Þá hringar hængurinn sig utan um hrogn- in og ver þau þangað til klakið hefur tekist. Síðan fer hann svangur upp á grunnmiðin og er veiddur á línu. Þess vegna ætti að veiða allan steinbít á línu en ekki í troll, það er bein- línis hættulegt“, segir Guð- mundur. „Ef allur togaraflotinn færi að liggja á steinbítnum eins og togarinn Páll Pálsson hefur gert væri hægt að útrýma honum á einu til tveimur árum. Togaraflotinn getur ekki veitt hann öðruvísi en á hrygn- ingartímanum því að eftir það gengur hann upp á grunnslóð- ina. Þess vegna ættu þeir ein- göngu að fá að taka hann sem meðafla.“ Guðmundur segir þær tak- markanir á heildarkvóta sem útvegurinn búi við í dag komn- ar til vegna notkunar stórvirkra togveiðafæra. „Ef við hefðum ekki farið út í þessi stórvirku veiðarfæri værum við að fiska fjögur til fimm hundruð þús- und tonn á ári eins og við gerðum mestalla síðustu öld. Fiskskömmtunin eins og hún er í dag er einungis komin til vegna þess að við höfum notað allt of stórvirk veiðarfæri sem fiskistofnarnir hafa ekki þolað.“ Guðmundur segir kröfuna um línuívilnun byggjast á því að að byggðirnar fái að nota nálæg fiskimið eins og þær hafi gert um aldir. Hann er ánægður með að fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss- ins-Gunnvarar hf. skuli tjá sig um málið. „Hraðfrystihúsið- Gunnvör nýtir ekki landhelg- ina innan tólf mílna. Þessi skip sem fyrirtækið gerir út hafa hafsvæðið frá tólf mílum og allt norðanvert Atlantshafið til – segir Guðmundur Halldórsson, formaður Smábátafélagsins Eldingar Hvers á starfsfólk Hraðfrysti- hússins-Gunnvarar að gjalda? „Það er bara bull í Guð- mundi að við séum að veiða steinbítinn á hrygningarsvæð- um“, segir Páll Halldórsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Páli Pálssyni ÍS sem Hrað- frystihúsið-Gunnvör hf. í Hnífsdal gerir út. Páll vísar þar til ummæla Guðmundar Halldórssonar, formanns Smá- bátafélagsins Eldingar, sem birtast annars staðar á þessari síðu. „Við veiðum nánast allan okkar steinbít út af Blakk og Kóp á þessum hefðbundnu steinbítssvæðum. Í fyrra var lokað stóru svæði út af Látra- grunni vegna hrygningar og enginn að sækja þangað. Þess- ar upplýsingar liggja allar fyrir og er hægt að fá hjá Fiskistofu ef menn vilja fara í gegnum þetta í smáatriðum. Það þarf ekkert að þrasa um þetta heldur er hægt að fá þessar upplýs- ingar hreint og klárt úr afladag- bókum. Ég held að heilt yfir hafi mjög lítið verið veitt af steinbít á þessari hrygningar- slóð enda sýnir það sig að nýliðun hefur verið mjög góð í steinbítsstofninum“, segir Páll. Útgerð smábáta á línu hefur aukist undanfarin ár og segir Páll að þeir hafi í auknum mæli verið að sækja á slóð togbát- anna utan 12 mílna. Mjög gott samkomulag hafi verið milli skipstjóra línubáta og togbáta á steinbítsmiðunum. „Við höfum veitt í myrkri og þeir í björtu. Í birtingu þegar við erum að fara hafa þeir lagt fyrir aftan okkur og síðan eru þeir yfirleitt búnir að draga eftir hádegi. Ég held það heyri til undantekninga ef einhver ágreiningur er á milli manna úti á sjó. Ég litla trú á því að Guðmundur mæli fyrir munn trillukarla hér á svæðinu þegar hann er að brigsla togarasjó- mönnum um einhverja rán- yrkju. Þetta tal virðist ekki ætlað til annars en að etja heimamönnum saman, mönn- um sem sækja sömu miðin og búa í sömu byggðunum.“ Páll segir skipið hafa landað til fiskvinnslunar í Hnífsdal í 30 ár og síðasta áratug hafi útgerðarmynstrið verið mjög stöðugt. „Við höfum aðallega verið að stunda grunnslóðina á veturna og sótt ýsu, þorsk, kola og steinbít. Þetta erum við búnir að gera í fjöldamörg ár og það má ekki gleyma því að allur þessi fiskur er unninn hérna á svæðinu. Ef það á að ívilna einhverjum til að styrkja byggðirnar, þá á það að ná til allra þeirra sem eru að landa í sinni heimabyggð og eru ekki að flytja aflann í burtu, sama hvort veiðarfærið heitir lína, troll eða eitthvað annað.“ Páll Halldórsson segir gríð- arlega mikið í húfi fyrir áhöfn og útgerð Páls Pálssonar ef aflaheimildir skipsins yrðu skertar vegna línuívilnunar. „Ef farið er að þeirra ítrustu kröfum, þá rýrnar hásetahlut- urinn á ársgrundvelli um 900 þúsund krónur. Við róum um 45 túra á ári og þetta þýðir 20 þúsund króna skerðingu á hásetahlutnum í hverjum túr. Við megum nú ekki gleyma því að Guðmundur Halldórs- son er búinn að selja frá sér kvótann í tvígang. Það er því ekki skrítið að hann vilji fá einhverjar heimildir í staðinn. En þetta er nú komið gott hjá honum“, sagði Páll Halldórs- son skipstjóri. – kristinn@bb.is Páll Halldórsson, skipstjóri á Páli Pálssyni ÍS. Guðmundur Halldórsson, formaður Eldingar. að veiða á. Það bannar þeim enginn að gera út línuskip og nýta sér línuívilnun. Þvert á móti væri það æskilegt fyrir byggðaþróun og atvinnu í landi ef Hraðfrystihúsið- Gunnvör tæki á með okkur“, sagði Guðmundur. – kristinn@bb.is Svonefnd „línuívilnun“ hef- ur verið mjög til umræðu í fjölmiðlum að undanförnu og hafa talsmenn hennar, þ.e. þeir sem vilja að fyrirtækjum í sjávarútvegi verði mismunað með slíkum hætti, m.a. haldið því fram að sú aðgerð sé til þess fallin að styrkja byggð á Vestfjörðum. Ég fullyrði að slík mismunun mun ekki hafa þau áhrif, heldur gagnstæð. Starfsmenn Hraðfrystihúss- ins-Gunnvarar hf. hafa hingað til haldið sig að mestu til hlés í þessari umræðu og ekki talið heppilegt að íbúar þessara byggða takist á innbyrðis um sjávarútvegsmál. Mér hefur hingað til þótt að sameigin- legir hagsmunir vegi þyngra en sérhagsmunir einstakra útgerðarflokka, en nú finnst mér nóg komið. Umræðan forsvarsmaður smábátamanna gerði nýlega opinberlega. Hjá HG vinna 250 manns sem er nánast sami fjöldi fólks og sótti „stórfund“ á Ísafirði um fyrri helgi þar sem línumis- mununar var krafist. Þann fund sóttu 249 manns, þrátt fyrir að fundarboðendur hafi gagn- rýnislaust fullyrt annað. Af- leiðingar þess, að tæplega þúsund tonna kvóti yrði tekinn af HG og færður smábáta- mönnum, yrðu gríðarlegar. Það myndi þýða fækkun starfa hjá HG bæði til sjós og lands og minni tekjur til þeirra sem eftir verða. Augljóst hlýtur að vera að minni afli þýðir færri störf og lægri tekjur. Áhrifin yrðu víðtæk og myndu ná til margra. Ef fjölskyldur þeirra 250 starfsmanna HG eru taldar Yfirlýsing frá Einari Val Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. hefur verið mjög einhliða og þar af leiðandi villandi á allan hátt. Það hlýtur að vera hverjum manni ljóst, að ef aflaheimildir einhvers útgerðarflokks eru auknar hlýtur það að koma niður á öðrum sem sækja lífsbjörg í hafið. Fram hefur komið hjá helsta talsmanni línumismununarinnar, að fyrir- hugaða aflaaukningu línubát- anna eigi að taka frá stærri útgerðunum. Ein þeirra útgerða á Vestfjörðum sem fellur undir þá skilgreiningu er Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. Hvernig má vera að fólki detti það í hug, að það muni styrkja byggð á Ísafirði, Hnífs- dal og í Súðavík ef kröfur smábátamanna ná fram að ganga? Ef svo færi þýddi það að tæp þúsund tonn af afla- heimildum Hraðfrystihússins- Gunnvarar hf. yrðu teknar af fyrirtækinu og starfsfólki þess og afhentar öðrum útgerðum á sama svæði. Hvernig getur það stuðlað að því að bæta afkomu fólks á þessu svæði? Hvernig samræmist slík sértæk aðgerð stjórnarskrár- bundnum réttindum um jafn- ræði þegnanna? Það er erfitt fyrir mig og starfsfólk mitt að skilja hvaða hvatir liggja að baki því að setja fram kröfur sem lúta að því að skerða atvinnuréttindi okkar með þessum hætti. Þegar Hraðfrystihúsið var stofnað hér árið 1941 var það gert til þess að taka þátt í útgerð og vinnslu hráefnis frá skipum sem þá voru minni og flest gerð út á línu og dragnót. Síðan, í ljósi reynslunnar, bæði hvað varðar öryggi sjómanna og með tilliti til tryggari hrá- efnisöflunar, auk þess sem kaupendur sjávarafurða gera auknar kröfur um áreiðanleika afhendingar, hefur þróunin orðið sú að skipin hafa stækk- að til að gera þau hæfari til að þjóna því hlutverki sem þeim er ætlað. Ef litið er til baka hafa komið þeir tímar að ekki hefur verið fiskgegnd á heima- miðum og við þurft að sækja hráefni fyrir landvinnslu okkar jafnvel austur fyrir land, en það verður ekki gert á smáum skipum jafnvel þótt línan sé handbeitt í landi. Það er mikilvægt að umræða um þessi mikilvægu mál sem varða svo marga verði fram- vegis ekki á því lága plani þar sem m.a. Súðvíkingar eru sak- aðir um vesaldóm, eins og með, þá byggja á annað þús- und manns afkomu sína á starfsemi fyrirtækisins. Þar við bætast ýmsir þjónustuaðilar sem einnig yrðu fyrir barðinu á svonefndri „línuívilnun“. Ég hef litið á þorpin hér við Djúp sem eitt atvinnusvæði og það hefur ekki verið farið í mann- greinarálit við ráðningar til fyrirtækisins og því er fjöldi starfsmanna HG úr Bolungar- vík og öðrum þorpum hér í kring. Tilkoma „línuívilnun- ar“ yrði þungt högg fyrir starfsfólk HG. Hvers á það fólk að gjalda? – Einar Valur Kristjánsson Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hrað- frystihússins-Gunnvarar hf. 38.PM5 18.4.2017, 11:487

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.