Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.09.2003, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 24.09.2003, Blaðsíða 10
1 0 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is ur sem rigning á hálendinu og kemur upp nokkur hundruð árum seinna sem heitt vatn, í holu sem þeir hafa borað í jörðina mína uppi í Mosfells- dal – á meðan þeir borga ekk- ert fyrir það, þá á þetta fólk ekkert að tala um auðlinda- gjald því einhver mesta auð- lind sem fólk nýtur í dag er auðvitað þetta heita vatn sem fólk nær upp úr jörðinni hér og þar.“ Hringlið með kvótakerfið – En nú fær þessi hugmynd um auðlindagjald byr undir báða vængi á síðasta áratug þegar kvótaverð hækkar mikið og kvótinn verður að peninga- legu verðmæti. Margir högn- uðust verulega á þeirri þróun og þurftu ekki endilega svo mörg tonn til að ná í álitlega upphæðir. „Á sama tíma lækkuðu skip niður úr öllu valdi og urðu ekki eins mikils virði og kvót- inn. Þarna var verið að fækka skipum og í gangi lög sem öllum fannst mjög skynsamleg en Vatneyrardómurinn ógilti. Markmiðið var að eyða út hundruðum skipa sem voru orðin gömul en þeir sem eftir sátu hefðu þá átt að eiga nægan kvóta í þeim niðurskurði sem var í gangi. Þá fer að stað samkeppni. Hver um sig ætlaði að ná í kvóta sem dygði til að lifa af. Þegar tveir sækja í sama hlut- inn, þá hækkar hann í verði. Þetta gerðist aftur og aftur og gerist enn þann dag í dag. Þorskveiðiheimildir í króka- aflahámarkskerfinu kostuðu um 470 krónur á kílóið fyrir einu og hálfu ári en hækkuðu upp í 600 krónur á nokkrum vikum. Núna er þessi kvóti, út af talinu um línuívilnun, kom- inn upp í 900 krónur.“ – Nú virðist þetta gerast aft- ur og aftur að það eru tilfær- ingar á milli útgerðarflokka og á milli landshluta sem oft bitna á þeim sem síst skyldi. Er hægt að byggja framtíð á því að menn séu að slást um sömu bitana fram og til baka? „Auðvitað hafa menn fund- ið til hér og víða annars staðar út af alls konar ósanngjörnum gjörningum í gegnum tíðina en hvorki ég né einhver annar breytum orðnum hlutum. Ég get ekki verið að skammast yfir því í dag sem gerðist 1992, 1996 eða 1998. Ég hélt þegar menn settu þetta kvótakerfi á að verið væri að koma því á til að vera. Þó það hafi ekki verið sett á alla, ekki trillurnar fyrst, þá myndi það einfaldlega vera aðlögunartími sem þeir fengju en þeir virðast vera að fá þenn- an aðlögunartíma aftur og aft- ur. Menn virðast ekki hafa tek- ið kerfið alvarlega. Þess vegna hafa öll þessi göt verið á því. Núna hafa trillusjómenn verið að hringja í mig alls stað- ar af landinu og átta sig á að auðvitað verður tekið af þeim jafnt og öðrum ef farið verður í línuívilnun. Þeir geta ekki allir farið á línu. Þó ég tali um þetta og mér finnist þetta, þá er auðvitað verið að taka lang- mest af stóru fyrirtækjunum. En það er ekkert tekið meira af hverjum manni hjá þeim en af hverjum manni hjá mér eða hverjum manni á trillu í Sand- gerði. Ég hefði viljað að þetta kerfi hefði verið sett á af meiri festu og meiri ákveðni á sínum tíma og væri orðið fast í sessi. Mér finnst það miður að menn séu alltaf að takast á um sömu hlutina, aftur og aftur. Mér finnst það t.d. mjög furðulegt að sjómenn skuli ekki geta sest niður og rætt saman um hvað sé skynsamlegast og best, að það skuli ennþá koma upp að trollin séu að eyðileggja botninn í kringum landið þegar bestu miðin eru þau sem búið er að trolla á í hundrað ár.“ Menn eiga ekki að böl- sótast hver út í annan – Fyrir 20 árum gengu klögumálin á víxl. Sunnlend- ingar sökuðu Vestfirðinga um smáfiskadráp og Vestfirðingar brigsluðu þeim til baka um að drepa allan hrygningarfiskinn. Menn hafa í gegnum tíðina reynt að halda því á lofti að sumir stundi góðan sjávarút- veg og aðrir slæman, en er þetta nokkurn tíman svona einfalt? „Auðvitað þurftum við að svara fyrir okkur á sínum tíma en ég held að allir hafi eitthvað fyrir sér í þessu. Það er svolítið til í því að við vorum að drepa smáfisk. Hér á Vestfjarðamið- um er smár fiskur og ég veit að togaramenn þurfa að passa sig. Þeir þurfa að forðast vissar slóðir á vissum tímum en auð- vitað lærist það fljótt. Ég held að Sunnlendingarnir séu farnir að sjá það líka að það gengur ekki að drepa eingöngu tíu kílóa fisk. Það alvitlausasta sem ég hef heyrt í þessum anda í seinni tíð er þegar mennirnir sem voru á stærstu togurunum, með stærstu trollin og stærstu hlerana, eru farnir að tala hæst um hversu agalegt það sé að togarakarlarnir séu að eyði- leggja botninn. Miðin í kring- um Ísland eru yfirleitt öll á yfir fjörutíu metra dýpi. Ég er búinn að vera kafari mestalla mína ævi og veit að það þrífst enginn gróður á því dýpi. Þeg- ar gruggugur sjórinn er farinn að hamla sólarljósinu að kom- ast niður á botninn, þá verður enginn gróður. Það er sem er þar fyrir neðan er ýmiskonar dýraríki sem lifir í botninum, við hann og á honum. Menn eru þá að röfla um að þetta dýraríki verði fyrir skaða af trolli og snurvoð. Mér finnst það alvarlegur hlutur að þessir menn eins og forystumenn Landssambands smábátaeigenda sem eru að reyna að koma því inn hjá þjóðinni og ráðamönnum að allt annað en kyrrstæð veiðar- færi séu skaðleg, skuli þó ekki taka mark á því sem vísinda- menn eru búnir að gera. Það var kortlagður botn sunnarlega í Faxaflóanum og dregið yfir hluta hans með einhverjum dragveiðarfærum og lífríkið kannað fyrir og eftir. Þegar þessir reitir voru bornir saman kom í ljós að langmesta lífið var þar sem búið var að draga yfir. Þar var búið að plægja botninn, alveg eins og bóndinn þarf að gera við jörðina hjá sér. Það eru til rannsóknir sem segja að það sé enginn skand- all þó troll séu dregin yfir botn. Enda væri það fjandakornið furðulegt að bestu miðin sem oftast eru talin hér við Íslands- strendur, Halamiðin, séu enn- þá að gefa vel eftir 100 ára trollveiðar. Það eina sem hefur gerst er að það er að verða minna og minna af grjóti. Tog- ararnir hafa tekið upp grjót og komið með í land. Auðvitað eru til hraun hérna á Íslandi sem togarakarlar hafa verið að reyna að slétta til að fá búra eða eitthvað slíkt. En var einhver skaði skeður? Eftir tíu til tuttugu ár hefði set sest í þessi hraun og gert þau að sléttum leðjubotni. Ég held að menn eigi ekki að fara svona offari í að böl- sótast í hinum. Ég get alveg sagt á móti, hvað áhrif hefur allt þetta blý haft sem er dreift í botninn af skakkörlum? Þetta eru bestu vinir mínir en ég sé koma hingað flutningabíl eftir flutningabíl af blýsökkum sem menn eru að týna í botninn hringinn í kringum landið. Menn æða upp um fjöll af því það er talið að þar sé rafgeyma að finna sem innihaldi blý en enginn segir neitt við þessu.“ Vestfirðingar með önnur sjónarmið – Er tilhneiging til að draga menn í dilka, góða eða slæma? „Mér finnst þetta allt vera ágætis menn. Og það er svo einkennilegt að mér finnast sjómenn alltaf vera toppfólk, eða betri en margir aðrir, skul- um við segja. Margir af þess- um mönnum sem eru ekki endilega sammála mér um línuívilnum eða kvótamál yfir- leitt eru fínir menn og vinir mínir. Enda ekkert að því þeir mega hafa sína skoðun. En það er alveg ástæðulaust að gera mig að einhverju við- undri. – Má ekki segja að fólk sem stundar útgerð eigi það sam- eiginlegt að eiga mikið undir afkomu fyrirtækja sinna, stundum jafnvel aleiguna? Er í því tilliti einhver munur á Þorsteini Má í Samherja, þér eða trillukarli? Eiga ekki allir útgerðarmenn það sameigin- legt að þurfa að gæta hags- muna sinna mjög vandlega? Stundum er talað eins og hér séu ólíkar tegundir á ferðinni, hjá sumum sé það lífsstíll að yrkja náttúruna meðan aðrir séu eingöngu drifnir áfram af peningasjónarmiðum. „Ég held að það sé munur þarna á. Mér finnst eins og ég hallist nær því að vera náttúru- lega sinnaður í þessu. Ég er bifvélavirki og fór að sjá eftir því mjög fljótlega eftir að ég byrjaði. Ég hef haldið mig al- farið við það þar til sonurinn minn kom og dreif mig með sér í útgerðina. Ég var alltaf í bátum og var alltaf blautur. Við erum ekkert að reikna út hvað við eigum mikið enda erum við ekkert að selja frá okkur kvóta heldur höfum við verið að koma okkur inn í þetta. Ef við höfum getað haldið okkar hlut, borgað af lánunum og rúllað áfram, þá erum við mjög sáttir. Þorsteinn Már er eflaust á svipuðum nótum eftir því sem manni skilst, alinn upp í fjör- unni, sonur sjómanna og allt það. Margir þeir sem eru með honum í hinum stóra Samherja eru hins vegar alfarið í bísnis, þeir eru einfaldlega að kaupa hlutabréf. Ég held að það sé til fullt af útgerðarmönnum sem ég reyndar þekki ekki sem eru einfaldlega í bísnis. Vel- flestir sem eru hérna í kring, eins og sjómennirnir og út- gerðarmennirnir hérna í Bol- ungarvík, þeir eru það sem ég held að megi kalla náttúru- börn, hafa verið aldir upp við þetta. Þeir vilja hafa í sig og á og byggja upp blómlega út- gerð en það skiptir þá ekki öllu máli hvar gróðinn er. Þannig held ég að sé með velflesta Vestfirðinga. Ég hugsa að margir þeirra fari og setji niður kartöflur eða eitt- hvað í þeim dúr þegar vel hefur gengið. Á sínum tíma vann ég mikið fyrir Jóakim heitinn Pálsson í Hnífsdal. Hann sagði mér um það bil einu sinni á ári hvað hann ætti mikið í bankabók- inni hjá Mjölvinnslunni. Það var ekki til að spreða heldur hafa í bakhöndinni ef eitthvað skyldi bila. Hann masaði ekk- ert um hagnað á þessum eða hinum ársfjórðungnum en ef skipta þyrfti um þurrkara, þá var hann með allt á þurru í bókinni. Ég man eftir því að einu sinni stóðu yfir miklar breytingar á Mjölvinnslunni og fyrirtækið átti fyrir þeim eins og þær voru hugsaðar í upphafi. Síðan á lokasprettin- um kom í ljós að það þurfti að bæta einhverju við og breyta heldur meira svo framkvæmd- in varð dýrari en sem nam innistæðunni í bókinni – þetta var hann ekki ánægður með kallinn. Þessi sjónarmið eru allt önnur en stóru bankapúk- arnir eru með í dag.“ „Sveitarfélag sem mis- munar fólkinu sínu“ – Frægt bréf þitt til bæjar- stjórnar Bolungarvíkur var töluvert til umræðu fyrir skemmstu og vakti fjölmiðla- athygli á landsvísu. Áttirðu von á þessum viðbrögðum? „Nei, ég átti ekki von á þessu. Ég sendi þetta bréf inn af því að ég er í rauninni mjög sár og fúll yfir því að bæjar- yfirvöld skuli ekki átta sig á því að þetta er ekki þeirra mál. Ég var þarna í átta ár í bæjar- stjórn og man ekki eftir að þar kæmu upp mál sem væru af- greidd þannig að við værum að gera upp á milli manna, eða frá einni útgerðartegund til annarrar eða eitthvað því- umlíkt. Enda getur maður ekki ímyndað sér að borgarstjórn Reykjavíkur myndi beita sér fyrir því að beina leigubíla- viðskiptum allra þeirra sem fara um Reykjavíkurflugvöll til Hreyfils en ekki BSR. Auka kvótann hjá Hreyfli eða öfugt. Hverjum dytti í hug að ræða það inni á borgarstjórnar- fundi? Þannig var ég einfaldlega að láta sveitarstjórnina hérna vita að ég væri búinn að fá nóg af þessu Hér verða menn svo brjál- aðir af því að ég fæ betra verð fyrir fiskinn minn á Flateyri. Aftur á móti hafa menn hring- inn í kringum landið þakkað mér fyrir að hafa opnað þetta mál. Ég ætlaði nú ekki að opna þetta mál svona á landsvísu og það er auðvitað gamanmál að ég sé að vinna fyrir LÍÚ. Ég tilheyri ekki neinum félög- um af þessu tagi. Mér heyrist að ansi margir útgerðarmenn séu í svipaðri stöðu og ég. Ansi margir út- gerðarmenn eru kannski með um tvö hundruð tonn á bátun- um sínum en hafa reiknað út að þeir ættu að vera með um 150 tonn til viðbótar. Það eru þau 150 tonn sem myndu gera gæfumuninn. Sjálfsagt hugsa margir að neyðarúrræðið verði að fara á línu, verði þeir skornir niður enn einu sinni. Þetta er óhagkvæmt veiðarfæri sem við erum búnir að leggja af oftar en einu sinni en tökum alltaf upp í einhverjum götum, á trillunum og línutvöföldun- inni sem var. Það þarf alltaf einhvern bónus eða niður- greiðslur til að fá menn til að vinna svo óhagkvæma vinnu. Þannig eru ansi margir bátar þarna við röndina að stunda undir rekstri vegna kvótastöð- unnar. Margir þessara kalla segja við mig að þeir hafi verið á línu í mörg og aldrei fengið krónu út úr því. Þess vegna munu margir þeirra hætta ef þeir eru skornir frekar niður. Nota tækifærið meðan verðið er hátt og selja sitt dót. Fyrir mig er þetta of mikið af hinu góða, ég læt þetta ekki yfir mig ganga öllu lengur að sveit- arfélagið mitt sé að berjast á móti mér. Ég verð bara að taka því sem misvitrir þingmenn gera. En að hafa ekki frið frá sínu sveitarfélagi er síðasta sort. Ef bæjarstjórnin heldur þessum stuðningi sínum áfram, þá fer ég héðan, ég er ekkert að hóta því heldur ein- faldlega segja mína meiningu. Ég sé ekki skynsemina í því að hóta einhverju sem síðan er ekki staðið við. Ég hef ekki áhuga á að búa í sveitarfélagi sem mismunar fólkinu sínu eins og mér finnst hafa verið í gangi.“ Vill fá að vera í friði – Má vera að mönnum hafi e.t.v. hlaupið heldur mikið kapp í kinn í þessari smábáta- baráttu? Nú virðist sú útgerð hafa verið blómleg í Bolung- arvík og menn verið að byggja upp sinn tækjakost. „Veistu hvað, ég dáist að þeim mönnum. Mér finnst al- veg eðlilegur hlutur að hæla þeim enda hafa þeir staðið sig alveg frábærlega vel. Þetta eru hörkuduglegir strákar og eiga Opnuð hafa verið tilboð í niðurrekstur stálþils á Ásgeirs- bakka í Ísafjarðarhöfn. Lægsta tilboð barst frá Guðlaugi Einarssyni í Hafnarfirði að upphæð rúmar 37 milljónir króna. Eru það 95,6% af kostnaðaráætlun Siglinga- stofnunar Íslands. Tvö önnur tilboð bárust í verkið. Annað sem var frá Íslenskum verktökum í Mosfellsbæ var á kostnaðaráætlun. Hitt sem var frá Gáma- og tækjaleigu Austurlands var rúmlega 12% yfir áætlun. Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur til að gengið verði að lægsta tilboði. Áætluð verklok eru 28. nóvember. Ásgeirsbakki: Lægsta tilboð úr Hafnarfirði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sýslumaður á Ísafirði, hefur óskað eftir því að stofnuð verði samráðsnefnd í umdæminu. Tilgangurinn er, eins og segir í bréfi um þetta mál, „að skapa vettvang fyrir samskipti og sam- vinnu lögreglunnar og sveitarfélaga í umdæminu, m.a. til að gera tillögur um úrbætur í málefnum sem varða lög- gæslu í umdæmi hennar og að beita sér fyrir því að al- menningi verði kynnt starfsemi lögreglunnar, sem og að efla forvarnir til viðnáms gegn afbrotum og ýmsum öðr- um félagslegum vandamálum í sveitarfélaginu.“ Stofnuð verði samráðs- nefnd um löggæslumál Ekki borgað með tón- listarnámi í Reykjavík Meirihluti bæjarráðs Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn, að felld verði sú tillaga fræðslunefndar, að bæjarfélagið greiði kostnað vegna nemenda úr sveitar- félaginu sem stunda tónlistarskólanám í Reykjavík. Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar lagði til, að „sveitarfélag- ið greiði fyrir þá nemendur sem eiga lögheimili í Ísa- fjarðarbæ og stunda tónlistarnám á framhaldsskólastigi í Reykjavík.“ Meirihluti bæjarráðs telur að þetta eigi „alfarið að vera á hendi ríkisins“ eins og segir í bókun meirihluta ráðsins. – hj@bb.is 38.PM5 18.4.2017, 11:4810

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.