Bæjarins besta - 24.09.2003, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 11Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
allan sinn rétt. En þeir eiga
ekkert meiri rétt en aðrir. Það
er gaman að þeim skuli ganga
vel, það er ekki nokkur spurn-
ing. Ég hef trú á því að vegna
þessarar uppbótapólítíkur sem
verið hefur í gangi, m.a. vegna
kvótasetningar á ýsu og stein-
bít, hafi menn verið komnir á
vonarfyllirí. Strax og búið að
var að negla þetta allt inn á
bátana hjá þeim þótti sjálfsagt
að biðja um það næsta. Þess
vegna hafi þessi línuívilnun-
arumræða komist af stað. Ég
er ekki viss um að hún hafi
verið mjög ígrunduð og ég er
ekki viss um að allir séu henni
sammála í hópnum.“
– Menn hafa gagnrýnt út-
gerðina hjá þér fyrir að landa
litlum afla í Bolungarík. Síð-
ustu þrjú ár hefur allur afli frá
þér komið að landi á Patreks-
firði, í Súðavík og Bolungar-
vík en mest á Flateyri.
„Við höfum haldið okkur
nær eingöngu innan Vest-
fjarða. Eftir jarðgöng skiptir
ekki máli hvort við löndum í
Bolungarvík eða á Flateyri.
Þaðan er gott að gera út og vel
tekið á móti okkur. Hins vegar
erum við ekkert meira bundnir
þeim en við semjum um frá
einum tíma til annars. Aðrir
gætu komist þar inn ef þeir
byðu betur. Rækjunni höfum
við landað í Súðavík þegar
við höfum sótt hana. Við höfð-
um samband við nokkrar
rækjuverksmiðjur á norðvest-
urhorninu og báðum um verð
í rækjuna. Af þeim sem svör-
uðu mér bauð HG í Súðavík
langhagstæðasta verðið.
Strákarnir á bátnum hjá mér
hafa verið þrír frá Þingeyri,
tveir frá Súgandafirði, einn frá
Ísafirði og þrír héðan frá Bol-
ungarvík. Er ég vondur Vest-
firðingur? Það er alveg ömur-
legt að hlusta á sumt af þessu
kjaftæði. Hvað hef ég gert?
Ég er bara að reyna að lifa og
bið bæjarstjórnina um að sinna
sínum verkefnum en hvorki
ráðast á mig né aðra. Ég er að
biðja um að fá að vera í friði
en síðan er byrjað að ráðast á
mann og gera að einhverju
viðundri.“
Tækifæri opnast fyrir
unga Vestfirðinga
– Síðustu ár hafa verið
miklar deilur um sjávarútveg-
inn, að einhverju leyti innan
hans en kannski mest í kring-
um hann, ef svo má að orði
komast. Það sem meira er, það
er engin niðurstaða í sjónmáli,
þetta virðist engan enda ætla
að taka. Hvað sjá menn í þinni
stöðu fyrir sér í þessum mál-
um?
„Ég bíð hræddur. Fyrir
kosningarnar í vor var ég dauð-
hræddur. Mér finnst það með
ólíkindum að stjórnmála-
flokkar geti tekið þetta fjöregg
okkar og leikið sér með það.
Hvað verður eftir þegar búið
er að prófa þessa hugmyndina
og hina? Það er miklu betra að
reyna að koma á friðsæld og
rólegheitum í þessu kerfi og
taka síðan fyrir það sem betur
má fara en að ætla í einhverjar
byltingar. Auðvitað er margt í
þessu kerfi sem þyrfti að laga.
Ég gæti haft langt mál um
fleti sem ég vildi skoða betur
og aðrir sjá eflaust enn aðra
punkta sem mætti bæta. Að
við tölum ekki um allt sögu-
lega svekkelsið þegar verið var
að koma kerfinu á, en við
breytum ekki orðnum hlutum.
Eins og kerfið er í dag er margt
sem þyrfti að bæta og auðvitað
útheimtir það heilmargar
málamiðlanir, menn þyrftu að
ræða sig niður á samkomulag
milli suðurs og norðurs, aust-
urs og vesturs. Ef það kæmist
á friður og það væru ekki yfir-
vofandi byltingar alla daga,
þá gætu menn farið að laga
þetta kerfi í sameiningu, ekki
í sundrungu og vitleysu.
Þessar útgerðir eins og hjá
mér hefðu allar orðið gjald-
þrota á nokkrum árum hefði
þetta farið út í einhvern skatt-
lagningarfasa eins og stefndi
í. Það er voða einfalt að segja
að það sé miklu betra að borga
ríkinu 30 krónur en einhverj-
um öðrum útgerðarmanni 60
krónur. Við erum bara ekki að
borgar 60 krónur í leigu nema
fyrir svo lítinn hluta af fiskin-
um sem við veiðum. Hitt
byggjum við á veiðiheimild-
unum sem við höfum aflað
okkur. Ég vona að það komist
á friður og rólegheit þannig
að menn geti unnið í kerfi sem
er ekki alltaf að breytast.“
– Sérðu eitthvað eitt umfram
annað sem hægt væri að breyta
til að ná meiri sátt um kerfið?
„Ég held að þeir séu engir
vitleysingar, mennirnir sem
hafa verið að smíða tillögurnar
að þessu kerfi í gegnum tíðina,
þetta er bara nokkuð gott. Ég
hef ekki vit til að segja fiski-
fræðingarnir séu asnar eða
ráðuneytismennirnir séu ekki
að gera sitt besta þegar þeir
semja reglugerðirnar þó mér
finnist þær alltaf verða of
flóknar hjá þeim. Ég ætla
mönnum ekki annað en að þeir
séu að gera sitt besta. Það sem
mér finnst verst er þegar ein-
hverjir menn úti í bæ, ein-
hverjir háskólakallar, koma
með einhverjar nýjar og stór-
kostlegar hugmyndir. Þá er
iðulega verið að rugla í hlutun-
um og ég tek öllu því með
varúð. Ég vona bara að það
fari að komast ró á hlutina.
Mér finnst ekkert ótrúlegt
þær breytingar sem hafa geng-
ið yfir síðustu ár gangi að ein-
hverju leyti til baka. Mennirnir
með peningana vilja gera sem
mest úr hverju kílói og það
kæmi mér ekki á óvart að
menn sæju meiri verðmæti í
Samherja, Síldarvinnslunni
eða Brimi með því að færa sig
aftur niður í minni einingar.“
– Er kannski það eina sem
hægt er að slá föstu að það
ástand sem ríki í dag sé ekki
komið til að vera?
„Það er alveg klárt. Ég ætla
rétt að vona að það verði
áframhaldandi þróun og hún
verði til batnaðar. Hvort hún
verður á þá lund sem ég sé
fyrir mér til batnaðar er
ómögulegt að segja um. Að
mínum dómi eru mörg þessara
fyrirtækja í sjávarútvegi orðin
of stór. Ég kann svosem ekki
að reikna það út en ýmislegt
bendir til þess að það sé ekki
eins mikill arður af þessum
fyrirtækjum og þyrfti að vera.
Þá vilja menn náttúrlega hafa
milljarðana sína einhvers
staðar annars staðar.
Þá getum við kannski kom-
ist inn í pakkann aftur – ungir
Vestfirðingar, ekki við gömlu
mennirnir“, segir Jón Guð-
bjartsson sem liggur ekki á
skoðunum sínum þó þær
kunni e.t.v. að vera að aðra
lund en hjá nágranna hans.
Vestfirðingar hafa í gegnum
tíðina verið sagðir takast á um
málefni af hispursleysi og sér
ekki fyrir endann á því, sér-
staklega þegar málefni sjávar-
útvegsins eiga í hlut.
– kristinn@bb.is
Bandaríkin að opnast
fyrir íslenskum dún?
„Guð láti gott á vita“, segir Zófonías F. Þorvaldsson
æðarbóndi á Læk í Dýrafirði við þeim tíðindum að
bandarísk stjórnvöld séu væntanlega að opna á innflutn-
ing á íslenskum æðardún. „Við höfum horft mjög til
Bandaríkjamarkaðar þar sem sá evrópski hefur heldur
verið að dragast saman. Því verður þetta kærkomin
viðbót. Það komu amerískir agentar hingað í fyrra og
skoðuðu aðstæður. Við reyndum að sannfæra þá um að
fuglinum yrði ekki meint af dúntekjunni eins og sums
staðar þar sem hann er aflífaður“, sagði Zófonías.
Öryggi ýmissa vest-
firskra hafna í ólagi
Víða er pottur brotinn í öryggisbúnaði við hafnir
Vestfjarða. Þetta kemur fram í úttekt sem Slysavarnar-
félagið Landsbjörg lét gera. Að sögn úttektarmanns er
ástandið best í Bolungarvík, Súðavík og á Bíldudal. Aðr-
ar hafnir á svæðinu eru verr staddar. „Mér finnst hafn-
aryfirvöld á Vestfjörðum ekki taka nægilegt tillit til út-
tekta okkar og ábendinga. Það er skrítið að höfn eins og
Ísafjarðarhöfn, sem er að markaðssetja sig sem álitlegur
kostur fyrir skemmtiferðaskip, skuli ekki vera með
hlutina í fullkomnu lagi en því fer fjarri.“ – hj@bb.is
Undanfarið hefur verið unnið að uppsetningu vegriðs
á Gemlufallsheiði milli Önundarfjarðar og Dýra-
fjarðar. Áætlað er að ljúka við verkið í lok þessa
mánaðar. Nánar tiltekið er vegriðið lagt upp Bjarnar-
dal sem er Önundarfjarðarmegin á heiðinni. Hátt er
fram af veginum á þessum kafla og liggur efsti hluti
hans á gilbarmi. Á þessum hluta leiðarinnar er svipti-
vindasamt og hafa vegfarendur lent í erfiðleikum þar í
vetraraðstæðum. Alls er vegriðið um 2,6 km langt og
áætlaður kostnaður við verkið 12 milljónir króna.
Vegrið sett upp á
Gemlufallsheiði
38.PM5 18.4.2017, 11:4811