Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.09.2003, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 24.09.2003, Blaðsíða 12
1 2 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Forsetakosningar Fréttablaðsins Miklar sviptingar eru í íslensku samfélagi um þessar mundir. Nægir að minna á breytt eignarhald á Eimskipafélagi Íslands, Straumi og Sjóvá-Almennum. Bankarnir láta æ meir til sín taka í viðskiptalífinu, mörgum til ama, jafnvel svo að ýmsum stendur stuggur af. En þau eru fleiri sviðin í samfélaginu sem tekið hafa miklum breytingum á undanförnum árum. Dagblöð hafa horfið. Alþýðublaðið, Þjóðviljinn og Tíminn hafa orðið breytingum að bráð, sem og reyndar Dagur og síðar Dagur-Tíminn sömuleiðis. Fjölmiðlun hefur gerbreyst þegar litið er til hins prentaða orðs. Hin pólitísku málgögn stjórnmálaflokkanna hafa orðið undir í dagblaðaútgáfunni. Arftaki frumherjans, Vísis, og keppinautar hans Dagblaðsins, DV, á nú í erfiðleikum, endurfjármögnun er í gangi til að tryggja áframhaldandi útgáfu hans. Landslag dagblaðanna er nú aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem var á áttunda áratugnum þegar út komu hvorki fleiri né færri en 6 dagblöð, ekkert þó alla daga vikunnar. Þar hefur orðið framför til batnaðar. Því er ekki að neita að útkoma Fréttablaðsins, sem dreift er ókeypis á höfuðborgarsvæðinu, er sennilega afdrifamesta breyting nýliðinna ára. Auk þess kemur Morgunblaðið nú út 7 daga vikunnar og telst því í raun fyrst orðið dagblað árið 2003. Erfitt er að keppa við dagblað sem ekki er selt. Það er auðveldara að fá eitthvað ókeypis en að greiða fyrir. Nú sjá þrjú dagblöð dagsins ljós, eitt aðeins 6 daga vikunnar. Margir velta því fyrir sér hversu gott það sé að hafa eingöngu þrjú dagblöð og hvort ekki hafi mikil áhrif, að einu sé dreift án kostnaðar fyrir viðtakendur í nágrenni Reykjavíkur og í höfuðborginni sjálfri. Því meiri ábyrgð ætti að vera lögð á „ókeypis“ blaðið. Fréttablaðið hefur gert sumt gott og ef til vill nálgast lesendur á nútímalegan hátt, sem sé að prenta mikið léttmeti, stuttar fréttir og höfðað til löngunar fólks til að láta skemmta sér. Ekki er meiningin að draga fréttamennsku blaðsins í efa, en sumt í framsetningu þess á efninu sem það inniheldur á ekkert skylt við fréttir og hefur reyndar takmarkað skemmtanagildi, að mati margra. Á sunnudaginn var fjöllun um forsetakosningar árið 2004, bæði ótímabær og mjög undarleg. Leitað var til nokkurra álitsgjafa um það hvern þeir vildu sjá sem forseta lýðveldisins, færi svo að Ólafur Ragnar Grímsson myndi ekki bjóða sig fram. Aðferðin er ófagleg, óvönduð og engan veginn sæmandi að fá nokkra handvalda einstaklinga, sem virtust einnig einhliða valdir frá pólitísku sjónarhorni séð, til að tjá sig. Að auki liggur afstaða sitjandi forseta ekki fyrir og því á þetta uppátæki ekkert skylt við fréttir, sem eru aðall blaðsins, ef marka má heiti þess. Fréttagildið er því minna en ekkert, einungis eru viðraðar einkaskoðanir örfárra manna, sem ekki verður séð að séu nægilega margir til þess að mark sé takandi á niðurstöðunni. Að auki blasir við, að samkvæmt þeim reglum sem gilda um skoðanakannanir er ekki um þverskurð þýðis Íslendinga að ræða. Eftir stendur, að Fréttablaðið sýnist hverfa í fótspor dánu flokksblaðanna og sé hreinlega að hafa áhrif með ósmekklegum hætti á lesendur sína og gefa í skyn að þessi aðferð sé „gild“. Þjóðinni og sitjandi forseta er óvirðing sýnd með þessari undarlegu „fréttaþjónustu“. STAKKUR SKRIFAR smáar Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Til sölu Toyota Hilux árgerð 1995, ekinn 130.000 km, á 33" dekkjum. Gormafjöðrun að aftan. Bíll í toppstandi. Uppl. gefur Halldór í síma 894 6125. Til sölu Bílaverkstæði í fullum rekstri ásamt 510m2 húsnæði að Þuríðarbraut 11 Bolungarvík. Einnig til sölu íbúðarhúsið að Hjallastræti 34, sem er 120m2 á einni hæð ásamt 60 m2 kjallara með bílskúr. Upplýsingar gefur Jón í símum 456 7440 og 456 7293. KFÍ óskar eftir að fá gefins ísskáp. Uppl. í síma 894 6125, Halldór. Hringur týndur. Karlmanns gullhringur með bláum steini og áletrun að ínnan týndist. Hringur- inn hefur mikið tilfinningalegt gildi og er sárt saknað. Finnandi vinsaml. hringi í síma 848 6007 eða 456 7725. Miðillinn Valgarður Einarsson verður á Ísafirði 1.-5. október. Tímapantanir í síma 699 3645. Óska eftir sófasetti. Þokkalega útlítandi. Uppl. í síma 849 5039. Til sölu tvöfaldur svefnsófi. Selst ódýrt. Uppl. í síma 456 5298 eftir klukkan 15. Til sölu 3ja herb. íbúð í Stórholti. Uppl. í síma 456 5424. Til sölu 4 nagladekk á felgum. Boltar og koppar fylgja. Passa undir Subaru Impreza. Uppl. í síma 456 3769 eða 863 3069. Samkoma á vegum Hjálpræðis- hersins í Salem. Hópur frá Hjálpræðish. í Reykjavík verður með samkomu í Salem, miðviku- daginn 24. sept. kl. 20.00. Söngur og vitnisburðir. Samskot. Allir hjartanlega vel-komnir! Óska eftir liprum og góðum barnahesti fyrir 11 ára stúlku sem hefur talsverða reynslu. Upplýsingar veitir Helga í síma 456 4562 og 867 9331. Til sölu barnaskíði, sófi, ísskápar, eldhúsborð, stólar, þvottavél, þurrkari, lítil járnvaskur, örbylgju- ofn, barna-klippistól og margt fleira úr búslóð. Upplýsingar í síma 863 1616. Týnd kanína. Ég er lítið kanínukríli sem villtist að heiman. Getur einhver tekið mig í fóstur? Upplýsingar í síma 899 3360 eða 895 0292. Óska eftir að kaupa notað píanó. Upplýsingar veitir Berglind í síma 456 4727 eða 849 0128. Falleg blíð tík fæst gefins góðu fólki. Uppl. í síma 845 1854. Fjögurra til fimm herbergja íbúð óskast á leigu. Upplýsingar í síma 847 8412 eða 847 1925. Sunddeild Vestra óskar eftir vídeótæki. Uppl. í s. 690 2303. Atvinna óskast. 23 ára karlmaður óskar eftir vinnu á Ísafirði eða í nágrenni. Vanur verslunar- og þjónustustörfum auk bolfisk- vinnslu. Uppl. í síma 697 5642. Þeir sem hafa áhuga á að koma í göngur þá verður smalað á Ingjaldssandi 27. og 28. septem- ber. Farið að stað kl. 10 frá Sæbóli II, gott ef landeigendur gæfu sér tíma til að mæta. Upplýsingar í síam 456 7782. Rafmagnsgítar óskast. Upplýsing- ar í síma 897 6795. Óska eftir heilsársdekkjum eða vetrardekjjum undir Landcruiser 90, 16" felga. Upplýsingar í síma 456 7564. Óska eftir barngóðri stelpu til að gæta tveggja barna, eins og fjögurra ára, frá kl. 18 til 22. Upplýsingar í síma 822 0290 og 845 7665. Til sölu rauður hestur undan Anga frá Laugarvatni og hryssu frá Skollagróf. Fimm vetra gamall, ótaminn. Sanngjarnt verð. Upplýsingar veitir Indriði í síma 456 3160 og 863 3801. Vetrarmaður óskast á Melanes á Rauðasandi. Þarf að vera vanur dráttarvélum. Upplýsingar veitir Skúli í síma 456 1594. Óska eftir 14" felgum undir Subaru, mega vera á nagladekkj- um. Uppl. í síma 864 6551. Til sölu sólarlampi með nýlegum perum. Uppl. í síma 868 9820. Herbalife. Nú er rétti tíminn til að ná af sér nokkrum kílóum og bæta heilsuna fyrir jólin. Upplýs- ingar veitir Jónína í síma 896 5063 Óska eftir að kaupa peysuföt. Upplýsingar í síma 895 7422 (Inga Lára). Meindýraeyðir Ísafjarðarbæjar stendur í ströngu við villikattaveiðar Óska eftir atvinnu sem allra fyrst. Er vanur skrif- stofustörfum, m.a. er lýtur að inn- og útflutningi, toll- skýrslugerð og gerð út- flutningsskýrslna, inn- kaupum, sölu- og reikn- ingsgerð ásamt bókhaldi og mörgu öðru er viðkem- ur skrifstofustörfum. Auk þess er ég með meira- próf og rútupróf. Annars koma öll störf til greina. Get hafið störf strax. Uppl. gefur Þorsteinn J. Tómasson í síma 894 8630. Atvinna óskast!Neitar að hafa fargað heimilisköttum Valur Richter meindýra- eyðir á Ísafirði kveðst ekki hafa fargað heimilisköttum við Ölduna (Fjarðarstræti 38) á Ísafirði heldur hafi þar verið villikettir á ferð. Í Svæðisút- varpi Vestfjarða sagði Hösk- uldur Guðmundsson, sem búsettur er í Öldunni, að tveir kettir í hans eigu hefðu horfið í förgunarherferð meindýra- eyðisins.. „Ef þetta eru allt heimilis- kettir sem eru haldnir þarna, þá er tími til kominn að kalla á – veiðir um helming villikatta á hverju ári við Ölduna á Ísafirði andi að hafa villiketti í stórum hópum í götunni. Ítrekað hafi verið reynt að fá úrlausn á vandanum en svo virðist sem engar reglur taki nægilega á málum af þessu tagi. – kristinn@bb.is aðeins í undantekningartilvik- um og þá sé gætt ítrustu var- kárni. „Það eina sem ég hef getað gert er að veiða þá í búr fyrir utan húsið en oft hefur verið hleypt úr gildrunum. Einstaka erfiða ketti hefur þurft að skjóta. Ég hef reynt að gæta fyllstu aðgátar en óheppilega vildi til í þetta skiptið. Svo virðist sem þetta sé orðið einhvers konar pers- ónulegt stríð við mig en ég er sendur af stað af heilbrigðis- eftirlitinu af því að kattafarg- anið er enn á ný orðið yfir- gengilegt. Nágrannarnir eru orðnir sjóðandi vitlausir yfir ástandinu.“ Á kjallara Öldunnar er búið að smíða innganga fyrir kettina að sögn Vals. „Þetta er bæði götumegin og sjávarmegin á húsinu svo kettirnir geti valsað inn og út. Ég hef margoft tekið upp kettlinga af götunni sem búið er að keyra á. Það sér hver maður að þetta gengur ekki. Þegar komið er upp að húsinu er lyktin svo megn að það liggur við að fólk þurfi að forða sér“, sagði Valur Richt- er. Íbúi við Fjarðarstræti sagði fólk í nágrenninu margt hvert afar ósátt við kattahaldið í Öldunni, sérstaklega lyktina og sóðaskapinn sem því fylgdi. Rót vandans sagði hann vera að opið væri fyrir kettina inn í kjallara hússins. Hann sagði íbúa við Fjarðarstræti alls ekki hafa neitt á móti heimilis- köttum og síst af öllu vilja standa í nágrannaerjum. Hins vegar væri algerlega óviðun- dýraverndunaryfirvöld því að þeir eru flestir mjög illa á sig komnir. Þetta er kattagreni þarna og búið að vera í mörg ár. Um það bil helmingur kattanna sem ég farga í bænum á hverju ári eru fangaðir þarna við Ölduna“, segir Valur. Lögregla var kölluð til fyrir skömmu þegar meindýraeyð- irinn skaut kött á færi við Ölduna. Þá fór kúla í gegnum hurð á kjallara hússins og hafnaði í teppastranga. Valur segir ketti skotna Valur Richter, meindýraeyðir og kattafangari Ísafjarðar- bæjar. 38.PM5 18.4.2017, 11:4812

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.