Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.09.2003, Síða 13

Bæjarins besta - 24.09.2003, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 13Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Junior Chamber International Gísli Úlfarsson forseti JC Vestfirðir heiðraður International að Gísli sé eldhugi í félagsstarfi og sannur leiðtogi. Undir persónulegu kjörorði sínu, Allt er hægt, hafi hann orðið öðrum innblástur og jafn- framt sé hann fyrirmynd fyrir verðandi leiðtoga. Gísli sat Heimsþing JC í Las Vegas á síðasta ári og Evrópuþing JC í Birming- ham á þessu ári. Síðar í þessum mánuði verður Landsþing Junior Chamber haldið á Ísafirði hjá Gísla og klúbbi hans, Junior Chamber Vestfirðir. – hlynur@bb.is Hið milda árferði síðustu misserin segir til sín Fornir skaflar á Snæfjalla- strönd láta undan síga Snæfjallaströndin norðan Djúps var á þessu hausti svipdaufari vegna snjóleysis en elstu menn rekur minni til áður. Myndin var tekin í síðustu viku áður en fyrsta mjöll vetrarins breytti ásýndinni. Glöggir menn veittu því athygli að skaflar á Snæfjalla- strönd rýrnuðu mjög í sumar – og þurfti raunar ekki mjög glögga menn til. Fannirnar sem eftir lifðu voru ekki lengur snæhvítar heldur dökkleitar enda kemur ýmiskonar gömul drulla upp úr kafinu þegar snjórinn bráðnar. Þannig var sjálfsagt um að litast víða og hafa kunnuglegir smájöklar þurft að láta undan síga í mildu tíðarfari síðustu misseri. Gísli E. Úlfarsson. Gísli Elís Úlfarsson fram- kvæmdastjóri, sem jafnan er kenndur við Hamraborg á Ísa- firði, hefur hlotið heiðurs- viðurkenningu forseta al- þjóðasamtakanna Junior Chamber fyrir hugmynda- auðgi og frumkvæði í starfi sínu innan JC. Frá þessu er greint á vefsetri Junior Chamber International. Gísli hefur verið félags- maður í klúbbnum Junior Chamber Vestfirðir frá því að hann var endurvakinn árið 1998. Hann er nú forseti klúbbsins og segir á vef JC International frá eldlegum áhuga hans á starfseminni sem hrífi aðra með. Þannig hafi Junior Chamber Vestfirðir eflst svo mjög undir stjórn Gísla að klúbburinn sé nú hinn fjölmennasti á Íslandi. Þegar hafi hann hlotið viðurkenn- ingu frá landsforseta JC á Íslandi fyrir árangur sinn í starfi forseta JC Vestfirðir. Greint er frá því að Gísli og Junior Chamber Vestfirðir hafi gengist fyrir fjölbreyttum námskeiðum og jafnframt byggt upp tengsl við fyrirtæki á svæðinu til þess að útbreiða starfið. Sagt er á vef JC Aðspurður hvort þessi snjór sem nú blasti við kunni jafnvel að vera ævaforn sagði Jón Reynir Sigurvinsson, jarð- fræðingur og fyrrum aðstoðar- skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, að erfitt væri að aldursgreina þessa smájökla þar sem engin öskulög væru á Vestfjörðum sem hægt væri að miða við. „Það hefur mikið verið leit- að í jarðvegi á Vestfjörðum en engin öskulög fundist. Hugs- anlega væri hægt að segja til um hvort snjórinn væri frá því fyrir eða eftir árið 1955 þegar vetnissprengjan var sprengd.“ Jón Reynir segir vel hugsan- legt að elsti snjórinn í þessum sköflum sé frá því um 1600. „Þá hefst litla ísöldin. Eftir 1600 kólnar mikið og snjór fer að safnast saman en það nær hámarki um 1890.“ Hlýskeið síðustu aldar byrj- aði upp úr 1925 og stóð fram yfir 1960. Jón Reynir segir að á þessu tímabili kunni megnið af yngri hluta smájökla að hafa bráðnað. „Árin 1939 og 1948 voru álíka hlý og núna en þetta ár er vafalítið nálægt því að slá metið“, sagði Jón Reynir Sigurvinsson. Skaflar sem jafnan hafa haldist árið um kring á stöku stað í fjöllunum við Skutuls- fjörð sáust ekki lengur áður en fyrstu snjóar haustsins komu um liðna helgi. Elstu menn segjast ekki muna slíkt. Fjáröflunartónleikar 10. bekkjar 60 þúsund komu í hlut Sigurvonar Sigurður Ólafsson, formað- ur Krabbameinsfélagsins Sig- urvonar á norðanverðum Vest- fjörðum, veitti í síðustu viku móttöku nærfellt 60 þúsund krónum (kr. 59.210) sem komu í hlut félagsins af ágóða af góðgerðatónleikum 10. bekkjar Grunnskólans á Ísa- firði. Það var nemandinn Gunnar Atli Gunnarsson sem afhenti Sigurði féð. Á tónleik- unum sem haldnir voru á sal skólans komu fram ýmsar vestfirskar hljómsveitir og rann ágóðinn til Sigurvonar og í ferðasjóð 10. bekkjar. Sigurður afhenti Gunnari Atla í þakklætisskyni viður- kenningarskjal fyrir hönd Sig- urvonar ásamt eftirfarandi bréfi frá stjórn félagsins: Krabbame ins f é l ag ið Sigurvon vill færa öllum þeim bestu þakkir, sem stóðu að hljómleikum sem haldnir voru í sal Grunnskólans á Ísafirði 11 september. Það er ánægjulegt til þess að vita, að ungt fólk skuli taka það upp hjá sjálfu sér að styrkja félagasamtök sem þessi um leð og það kemur saman og skemmtir sér án vímuefna. Peningaupphæð sem þessi skiptir félagið miklu máli, en ekki síður sá hugur sem þarna býr að baki. Við viljum ítreka þakklæti okkar og megi ykkur vel farnast í framtíðinni. – hlynur@bb.is Er mannfólkið búið að týna teygjunum? Fékk ráðuneytisstyrk til að þróa vinnustaðanudd Sigríður María Gunnars- dóttir (Sigga Maja), nuddari og eigandi Sólar og fegurðar við Túngötu á Ísafirði, vinnur að þróun vinnustaðanudds og fékk fyrir nokkru styrk til verkefnisins frá félagsmála- ráðuneytinu. Hún segir mark- mið vinnustaðanuddsins að hjálpa fólki að losa vöðva- spennu úr líkamanum. Ætlun- in sé að fræða fólk og leggur hún áherslu á mikilvægi þess að teygja á líkamanum. „Ég er að byrja á þessu og fæ styrk til að þróa vinnustaða- nuddið. Síðan verð ég að sjá hvernig best sé að taka á þessu, hvort fólki komi til mín eða ég fari inn á vinnustaðina. Ég er þegar farin að kynna verk- efnið.“ Sigríður segir að ætlunin þróunarvinnu. En ég ætla að halda þessu áfram og er byrjuð á vinnustaðanuddinu. Stefnan er að koma mér alfarið í það. Hér eru miklir möguleikar. Bæjarfélagið er að vaxa og kemur til með að vera af því að okkur líður svo vel hérna“, sagði Sigríður María. – kristinn@bb.is með þessu sé að auka starfs- orku fólks. „Manni líður betur ef maður fær hjálp með blóð- flæðið og getur skilað betra verki. Hið grátlega er að við erum búin að týna teygjunum. Þegar við fæðumst erum við alltaf að teygja okkur. Þegar við vöknum er okkur eðilslægt að teygja okkur en í hraðanum í dag erum við löngu farin að troða börnunum í fötin áður en þau hafa teygt sig eða vaknað almennilega. Við eigum að byrja daginn á því að vakna almennilega.“ Sigga Maja segist hafi notið góðrar aðstoðar starfsfólks í Þróunarsetri Vestfjarða við umsóknina um styrkinn sem hún fékk. Það sé mikill heiður að hafa fengið þennan styrk sem sé viðurkenning á þeim hugmyndum sem hún hafi unnið að. Hins vegar er hún ósátt við form styrkjanna. „Þetta er hundrað þúsund króna styrkur. En ég þarf að sýna fram á að hafa varið tvö hundruð þúsundum í verkefnið til að geta fengið styrkinn, jafnvel þó að ég sé búin að stofna fyrirtæki og standa í Sigríður María Gunnarsdóttir. Sigurður Ólafsson tekur við ávísun úr hendi Gunnars Atla og afhendir honum jafnframt viðurkenningarskjal. 38.PM5 18.4.2017, 11:4813

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.