Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.09.2003, Side 15

Bæjarins besta - 24.09.2003, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 15Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Sælkerar vikunnar eru Ingibjörg Sigfúsdóttir og Jón Víðir Njálsson á Suðureyri Steinbítskinnar, humar og hreindýr Okkur finnst við hæfi að koma með uppskrift af hreindýrasteik þar sem Jón Víðir er nýkominn heim af hreindýraveiðum. Í forrétt viljum við hafa grillaðar steinbítskinnar og humar á spjóti en kinnarnar fáum við frá Siggu systir Ingibjargar og Birni Gíslasyni sem reka JBG fiskverkun í Hafnarfirði. Grillaðar steinbítskinnar og humar á spjóti 500 g steinbítskinnar 2 dl sweet chili sósa 1 lítill ferskur chilipipar 1 msk sítrónusafi 12 stk humarhalar 24 stk sólþurrkaðir tómatar 12 grillpinnar eða sítrónugras Steinbítskinnarnar eru marineraðar í chilisósu, söxuðum ferskum chilipipar og sítrónusafa í u.þ.b. 6 klst. Síðan er kinnin skorin í tvennt eða höfð heil eftir stærð og sett á grillpinna ásamt humarhala og sólþurrkuðum tómötum (mjög gott bragð kemur ef notað er sítrónugras í stað grillpinna). Setjið fyrst kinn, síðan sólþurrkaðan tómat, næst humarhala, aftur sólþurrkaðan tómat og loks aftur kinn. Þetta er síðan sett á grillið í c.a 2-3 mínútur á hvora hlið. Hreindýrasteik með einiberjasósu 2 kg hreindýrahryggur 1 ½ tsk salt ½ tsk pipar 2 tsk mulin einiber Leggið hrygginn í ofnskúffu og kryddið hann með salti, pipar og einiberjum. Hitið ofninn í 125 gráður og stingið kjötmæli í þykkasta hluta vöðvans. Steikið þar til mælirinn sýnir 77 gráður. Slökkvið á ofninum og útbúið sósuna. Einiberjasósa 1 tsk einiber 2 msk smjör 3 msk hveiti 4 dl villikraftur (teningur eða viltfond í flösku og vatn) 3 tsk sojasósa 2 msk mysingur 1 msk rifsberjahlaup 2½ dl rjómi Myljið einiberin, bræðið smjörið í potti og látið berin krauma í 5 mínútur. Bakið upp sósuna með hveitinu og þynnið út með kjötkraftinum. Bætið sojasósu út í og sigtið sósuna yfir í annan pott. Hitið sósuna og setjið mysinginn og rifsberjahlaupið út í. Látið suðuna koma upp og bætið rjóma saman við. Skerið hreindýrahrygginn í þunnar sneiðar og berið fram með einiberjasósunni, léttsoðnu grænmeti og rjómakartöflum. Rjómakartöflur 600-800 g kartöflur ½ blaðlaukur 1 msk smjör ½ tsk tímían salt og svartur pipar eftir smekk 3 dl matreiðslurjómi ½ dl mjólk 1 dl rifinn ostur 3 msk mulinn gráðostur Flysjið kartöflurnar og skerið þær í 3-4 mm þykkar sneiðar. Geymið kartöflurnar í köldu vatni á meðan rjómasósan er útbúin. Saxið blaðlaukinn fínt og mýkið í smjörinu. Kryddið laukblönduna og hellið rjómanum og mjólkinni yfir. Hitið ofninn í 200 gráður. Takið kartöfluskífurnar úr vatninu og setjið út í rjómablönduna og sjóðið í 10-15 mínútur við meðalhita, hrærið í öðru hvoru á meðan. Bragðbætið með meira kryddi ef þurfa þykir. Setjið rjómakartöflurnar í smurt, eldfast mót og dreifið rifna ostinum og gráðostinum yfir. Bakið í 10-12 mínútur. Við skorum á Svanfríði Arnórsdóttur og Jóhann Sigfússon að gefa okkur eitthvað girnilegt í næstu viku. fyrsti bardagi Vargas frá því hann tapaði fyrir Oscari de la Hoya. 00.50 Raven. (Hrafn) Erótísk kvikmynd. 02.10 Dagskrárlok og skjáleikur Sunnudagur 28. september 11.30 Boltinn með Guðna Bergs. Enski boltinn frá ýmsum hliðum. Sýnd verða öll mörkin úr leikjum úrvalsdeildarinnar frá deginum áður. Umdeild atvik eru skoðuð og hugað að leikskipulagi lið- anna. Spáð verður í sunnudagsleikina, góðir gestir koma í heimsókn og leik- menn úrvalsdeildarinnar teknir tali, svo fátt eitt sé nefnt. 12.50 Enski boltinn. Bein útsending frá leik Charlton Athletic og Liverpool. 14.50 Enski boltinn. Bein útsending frá leik Manchester City og Tottenham. 17.05 Trans World Sport 18.00 European PGA Tour 2003 19.00 Gillette-sportpakkinn 19.30 UEFA Champions League 20.00 Boltinn með Guðna Bergs 21.15 Under Heaven. (Undirmál) Dramatísk ástarsaga. Cynthia og Buck eru ung og ástfangin en samband þeirra gengur ekki upp. Leiðir þeirra liggja aftur saman þegar Cynthia er farin að starfa fyrir sterkefnaða konu, Eleanor, sem berst við krabbamein. Cynthia ákveður að taka Buck aftur í sátt ef hann kemur sér í mjúkinn hjá Eleanor og tryggir þeim hlutdeild í auðæfum hennar. Aðalhlut- verk: Joely Richardson, Aden Young, Molly Parker. 22.45 Steel Sharks. (Stálhákarlar) Bandarískum sérfræðingi í eiturefnahern-aði er rænt og úrvalsdeild flotans er send inn á óvinasvæði til að bjarga honum. Þessum köppum tekst undir dyggri stjórn Bills McKays að frelsa vísindamanninn en þegar þeir snúa aftur til kafbáts síns ganga þeir í gildru. Þeir eru teknir um borð í óvinakafbát og eru nú orðnir gíslar í milliríkjadeilum. Aðalhlutverk: Gary Busey, Billy Dee Williams, Billy Warlock. 00.20 Enski boltinn (E) 02.10 Dagskrárlok og skjáleikur www.s1.is Föstudagur 26. september 18:30 Popppunktur (e) 19:30 Malcolm in the Middle (e) 20:00 Guinness World Records Heimsmetaþáttur Guinness er eins og nafnið bendir til byggður á heims- metabók Guinness og kennir þar margra grasa. Þátturinn er spennandi, forvitni- legur og stundum ákaflega undarlegur. Ótrúleg afrek fólks af ólíku sauðahúsi eða einfaldlega sauðheimskt fólk. 21:00 Dragnet 22:00 Djúpa laugin Undanfarin tvö ár hefur verið auglýst eftir nýju umsjónarfólki hins sívinsæla stefnumótaþáttar með frábærum árangri. Nokkur pör hafa fengið að spreyta sig í beinni útsendingu og í sumar brá svo við að ómögulegt var að gera upp á milli þriggja efnilegra stjórnenda! Það verða því þrír sundlaugarverðir sem skiptast á að stefna fólki á óvissu-stefnumót í beinni útsendingu í vetur og markmiðið er að búa til fleiri börn! 23:00 Still Standing (e) 23:30 The King of Queens (e) 00:00 Fastlane (e) 00:50 Kingpin (e) Laugardagur 27. september 14:00 Maður á mann (e) 15:00 Guinness World Records (e) 16:00 Djúpa laugin (e) 17:00 Survivor - Pearl Islands (e) 18:00 Fólk – með Sirrý (e) 19:00 According to Jim (e) 19:30 The King of Queens (e) 20:00 Malcolm in the Middle. Frá- bærir þættir um ofvitann Malcolm og snarklikkaða fjölskyldu hans. 20:30 Everybody Loves Raymond. Bandarískur gamanþáttur um hinn seinheppna fjölskylduföður Raymond, Debru eiginkonu hans og foreldra sem búa hinumegin við götuna. Hér er á ferðinni allra fyrsta þáttaröðin um Raymond og fjölskyldu. 21:00 Popppunktur Spurninga- og skemmtiþátturinn Popp- punktur sameinaði fjölskyldur landsins fyrir framan viðtækin síðasta vetur. Þeir dr. Gunni og Felix hafa setið sveittir við að búa til enn fleiri og kvikindislegri spurningar sem þeir ætla að leggja fyrir þá fjölmörgu poppara sem ekki komust að í fyrra. Bryddað verður upp á ýmsum nýjum og umhverfið ,,poppað” upp. Það má búast við gríðarlegri spennu í vetur. 22:00 Keen Eddie (e) 22:50 The Bachelor 3 (e) 23:40 Jay Leno (e) 00:30 Jay Leno (e) Sunnudagur 28. september 12:30 Jay Leno (e) 13:15 Jay Leno (e) 14:00 Dateline (e) 15:00 Listin að lifa (e) 15:30 Listin að lifa (e) 16:00 Judging Amy (e) 17:00 Innlit/útlit (e) 18:00 The Bachelor 3 (e) 19:00 Popppunktur (e) 20:00 Keen Eddie 21:00 The Practice 22:00 Maður á mann. Sigmundur Ernir Rúnarsson er einn reyndasti og fjölæfasti fjölmiðlamaður landsins og kemur sterkur til leiks á SKJÁEINUM. Maður á mann er beinskeittur viðtalsþáttur þar sem Sig- mundur Ernir fær til sín þjóðþekkta einstaklinga í ítarlega yfirheyrslu um líf þeirra og störf, viðhorf og skoðanir. Með hnitmiðuðum innslögum kafar hann dýpra en gert í ,,venjulegum” viðtalsþáttum og sýnir áhorfendum nýjar hliðar af gestum þáttarins. 23:00 Dragnet (e) 23:50 Atvinnumaðurinn (e) 38.PM5 18.4.2017, 11:4815

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.