Bæjarins besta - 26.11.2003, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
ÚTGÁFAN
ISSN 1670 - 021X
Útgefandi:
H-prent ehf.
Sólgötu 9, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560,
Fax 456 4564
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson,
sími 892 5362, bb@bb.is
Blaðamenn:
Kristinn Hermannsson
sími 863 1623
kristinn@bb.is
Halldór Jónsson
sími 892 2132
hj@bb.is
Ritstjóri netútgáfu:
Sigurjón J. Sigurðsson
sími 892 5362
Ljósmyndari:
Halldór Sveinbjörnsson
sími 894 6125,
halldor@bb.is
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson og
Halldór Sveinbjörnsson
RITSTJÓRNARGREIN
Nú má enginn skerast úr leikbb.is
pú
lsi
nn
fy
rir
ve
sta
n
Sölustaðir á Ísafirði:
Hamraborg, Hafnarstræti
7, sími 456 3166. Flug-
barinn, Ísafjarðarflugvelli,
sími 456 4772. Bónus,
Ljóninu, Skeiði, sími 456
3230. Bókhlaðan, Hafn-
arstræti 2, sími 456 3123.
Bensínstöðin, Hafnarstræti,
sími 456 3574. Samkaup,
Hafnarstræti 9-13, sími 456
5460. Krílið, Sindragata 6,
sími 456 3556.
Umboðsaðilar BB:
Eftirtaldir aðilar sjá um
dreifingu á blaðinu á þétt-
býlisstöðum utan Ísa-
fjarðar: Bolungarvík:
Sólveig Sigurðardóttir,
Hlíðarstræti 3, sími 456
7305. Súðavík: Sólveig
Gísladóttir, Arnarflöt 7, sími
456 4106. Suðureyri:
Deborah Anne Ólafsson,
Aðalgötu 20, sími 898
6328. Flateyri: Gunnhildur
Brynjólfsdóttir, Brimnesvegi
12a, sími 456 7752.
Þingeyri: Anna Signý
Magnúsdóttir, Hlíðargötu
14, sími 456 8233.
Samræmd próf í grunnskólum á Vestfjörðum
Einkunnir um meðaltal í
7. bekk en undir í 4. bekk
Vestfirðingar eru undir
landsmeðaltali, bæði í íslensku
og stærðfræði, í 4. bekk en
jafnir landsmeðaltali í sömu
greinum í 7. bekk samkvæmt
niðurstöðum samræmdra
könnunarprófa sem haldin
voru fyrir skömmu. Fjórðu
bekkingar fengu 4,8 í stærð-
fræði og 4,6 í íslensku sem er
mjög áþekkur árangur og fyrir
ári síðan en þá var einkunnin
4,7 í báðum greinum.
Einkunnirnar eru normal-
dreifðar og er meðaltal í öllum
greinum fimm. 7. bekkingar
fengu 5 bæði í stærðfræði og
íslensku. Það er sama einkunn
og í fyrra en þá fékk árgangur-
inn 5,1 í stærðfræði.
Í samantekt frá Námsmats-
stofnun kemur fram að jafnan
hafi hallað á landsbyggðinga í
einkunnum. Síðustu ár hafi þó
ekki verið martækur munur á
milli landsbyggðar og höfuð-
borgarsvæðis í 4. bekk en
viðvarandi í 7. Þannig skera
Vestfirðir sig úr og sýna betri
árangur í 7. bekk. – kristinn@bb.is
Hraðfrystihúsið - Gunnvör í Hnífsdal
Stofnar einkahluta-
félag um fjárfestingar
Hraðfrystihúsið - Gunnvör
hf. í Hnífsdal hefur stofnað
einkahlutafélagið Skolla-
borg sem er að öllu leiti í
eigu þess. Tilgangur félags-
ins er meðal annars að fjár-
festa í innlendum og erlend-
um hlutafélögum, verðbréf-
um, skuldabréfum og fast-
eignum.
Að sögn Einars Vals Krist-
jánssonar, framkvæmda-
stjóra HG, færast öll hlutabréf
í eigu HG yfir í hið nýja félag
að undanskyldum eigin hluta-
bréfum. Meðal hluta sem
færast yfir í hið nýja félag er
39% eignarhlutur í Guð-
mundi Runólfssyni hf. og
eignarhlutur í Kötlum sem á
stóran hlut í HG. Heildar-
verðmæti hlutabréfa sem
færast yfir til Skollaborgar
ehf. er um 530 milljónir.
Lausasöluverð er kr. 250
eintakið m.vsk. Áskriftarverð
er kr. 215 eintakið. Veittur
er afsláttur til elli- og
örorkulífeyrisþega. Einnig
sé greitt með greiðslukorti.
Snjóflóðavarnir í Seljalandshverfi í Skutulsfirði
Húsið Seljaland í Skutuls-
firði verður ekki varið fyrir
snjóflóðum samkvæmt ákvör-
ðun Umhverfisráðuneytisins.
Eins og kunnugt er standa yfir
miklar framkvæmdir við
byggingu snjóflóðavarna við
Seljaland með það fyrir augum
að verja hús í Seljalandshverfi.
Húsið Seljaland er utan garðs-
ins. Samkvæmt upplýsingum
blaðsins reyndu eigendur
Seljalands í upphafi að fá
hönnun snjóflóðavarnanna
breytt á þann veg að bærinn
yrði varinn. Það tókst ekki og
er því bærinn óvarinn og því á
svokölluðu hættusvæði C með
Íbúðarhúsið Seljaland ekki varið
tilliti til ofanflóða.
Hefur því framtíð Seljalands
verið í nokkurri óvissu að
undanförnu. Umhverfisráðu-
neytið hefur nú ritað Ísafjarð-
arbæ erindi um málefni Selja-
lands. Þar kemur fram að við
tilkomu snjóflóðavarnanna
eykst áhætta íbúa Seljalands
og að óhagkvæmt sé að reisa
varnarvirki til þess að verja
húsið þ.e. að kostnaður við
varnir sé meiri en að kaupa
upp núverandi húseignir og
leggja af búsetu.
Í framhaldi af bréfi umhverf-
isráðuneytisins ákvað bæjar-
ráð Ísafjarðarbæjar að óska
eftir því við Ofanflóðasjóð að
hafið verði svokallað upp-
kaupaferli þ.e. að húsið verði
keypt og byggð þar lögð af.
Samkvæmt þessu stefnir í það
að búsetu sem um aldir hefur
verið að Seljalandi ljúki vegna
byggingar nýtísku varnar-
mannvirkja.
– hj@bb.is
Seljalandshverfið. Húsið Seljaland er lengst til hægri.
Ertu orðin(n) áskrifandi?
,,Stundum er nauðsynlegt að fara óhefðbundnar leiðir til árangurs“, sagði Soffía
Vagnsdóttir í Bolungarvík í bréfi til Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra á Ísafirði,
23. október á bb.is þar sem hún hvatti hann til að ganga fram fyrir skjöldu, bjóða öll-
um Vestfirðingum til hátíðar á Ísafirði á afmælisdegi Hannibals heitins Valdimars-
sonar, 13. janúar og boða stofnun Háskóla Vestfjarða á Ísafirði.
Postulanefndin svokallaða, sem gekkst á sínum tíma fyrir undirskriftasöfnun
meðal allra Vestfirðinga til stuðnings stofnunar menntaskóla á Ísafirði varð ekki til
með hefðbundnum hætti, fyrir tilstuðlan félagasamtaka eða opinberra aðila eða yfir
höfuð á einhvers vegum. Nei, tólfmenningarnir skipuðu sig sjálfir í nefnd þegar
þeim þótti lítið miða. Fullyrða má að einhugur Vestfirðinga í undirskriftasöfnuninni
vó þungt á vogarskálunum þegar Alþingi loks samþykkti að menntaskóli skyldi rísa
á Ísafirði.
Þingsályktunartilllaga Kristins H. Gunnarssonar og félaga um stofnun háskóla á
Ísafirði er sannarlega fagnaðar- og þakkarefni. Með henni er fyrsta skrefið stigið.
Viljayfirlýsing gefin um að hér skuli settur á laggirnar háskóli, sem ótvírætt getur
orðið ein af megin undirstöðum öflugs byggðakjarna á Vestfjörðum. Nokkuð, sem
menn virðast á einu máli um að sé forsenda viðsnúnings á þeirri öfugþróun sem við
höfum mátt horfa upp á undanfarin ár með fækkun íbúa í fjórðungnum. Máli sínu
til stuðnings vitna flutningsmenn í ræðu Birgis Ísleifs Gunnarssonar, þáverandi
menntamálaráðherra, er hann mælti fyrir stofnun háskóla á Akureyri, en þá sagði
hann m.a.: ,,Ég hygg reyndar að ekkert sé raunhæfara í byggðamálum en að flytja
menntun út í byggðir landsins.“
Rök Birgis Ísleifs eru enn í fullu gildi. Og þörfin er fyrir hendi. ,,Á skömmum
tíma hefur aðsókn að háskólanámi aukist svo á Vestfjörðum að líkja má við spreng-
ingu. Enginn skóli á háskólastigi starfar í fjórðungnum svo nemendur verða að
stunda fjarmám. Um það bil 130 manns á Vestfjörðum stunda háskólanám við
a.m.k. fjóra háskóla“, segir í greinargerð flutningsmanna með tillögunni.
,,Ísafjörður sem háskólabær er markmiðið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Í þessu
máli þurfa sveitarstjórnir og þingmenn að taka höndum saman, með almenning að
bakhjalli.“ Við þessa hvatningu BB frá í sumar er því að bæta að nú verða allir að
leggjast á árar og róa jafnt á bæði borð svo ekki beri af leið. Endurvekjum samstöð-
una frá baráttunni fyrir Menntaskólanum! s.h.
47.PM5 18.4.2017, 13:062