Bæjarins besta - 26.11.2003, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
Heimavistardvölin þrosk-
andi ekkert síður en námið
Arndís Björnsdóttir er vistarvörður, eins og það er kallað,
við heimavist Menntaskólans á Ísafirði og kennir dönsku við
skólann. Hún hefur tekið á móti þeirri fjölgun sem orðið
hefur á íbúum heimavistarinnar en þeir voru þrefalt fleiri í
haust en í byrjun skólaárs 2001. Hún hefur beitt sér fyrir að
efla yfirbragð og orðspor heimavistarinnar sem hafði verið
fremur fásótt. Tilvist heimavistarinnar þótti jafnvel á skjön
við tíðarandann og sumir framsýnir menn brutu heilann um
hvernig væri hægt að nýta þetta stóra hús þegar það tæmdist
alveg. Þetta er annað ár Arndísar við M.Í. en áður hafði hún
starfað sem unglingakennari í fimmtán ár og íþróttakennari
enn lengur. Hún er margverðlaunaður íþróttamaður og á m.a.
að baki Íslandsmeistaratitil í spjótkasti og landsliðsferil í
handbolta. Að auki er hún liðtæk handavinnukona og hefur
sérstakan áhuga á að endurnýta ýmsa muni sem aðrir teldu
rusl og drasl.
Sjálfsagt hafa margir veitt
henni athygli á göngu um
Ísafjörð og nágrenni en í
tvær klukkustundir á dag
þjálfar hún líkamann og
endurnærir andann í göngu-
ferðum. Hún segir Ísafjörð
hafa tekið vel á móti sér og
sérstaklega njóti hún um-
hverfisins. Strax á fyrsta
degi hafi verið ákveðið að á
Ísafirði vildi hún áfram vera.
„Þegar ég kom hingað í
fyrrahaust voru einungis
tveir dagar þangað til skól-
inn hófst og íbúðin full af
kössum og því hafði ég að-
eins tvo daga til að setja mig
inn í nýtt starf sem vistar-
vörður og nýtt starf sem
kennari auk þess að taka upp
úr kössunum. Ég vissi nátt-
úrlega ekkert hvernig það
gekk fyrir sig að reka heima-
vist en eftir síðasta vetur sá
ég að hér væri hægt að laga
ýmislegt og gera heilmikið
með krökkunum. Þannig hef-
ur róðurinn verið mun léttari
í vetur en í fyrra.“
– Samt eru fleiri nemendur
á vistinni nú en þá.
„Þeir voru frá 18 og upp í
20 síðasta vetur en núna eru
þeir 27. Við getum í raun
ekki tekið við fleirum af því
unnið verður að breytingum
á hluta húsnæðisins í vetur. Í
fyrsta skipti eru pör í tveim-
ur herbergjum á vistinni en
síðan eru hinir einstakling-
ar.“ – Hvaða breytingar
standa fyrir dyrum?
„Í rauninni má segja að til
standi að færa heimavistina
nær nútímanum. Tímarnir
eru alltaf að breytast og þar
með kröfurnar. Sumir skólar
bjóða upp á einstaklings-
herbergi með bað- og salern-
isaðstöðu auk nettengingar
og jafnvel símatengingar.
Við viljum standa okkur í
samkeppni við aðra skóla og
ætlum að bjóða upp á full-
komna aðstöðu. Vonandi
tekst síðan að fullnýta alla
vistina.“
Læra að fötin fara
ekki sjálf í þvott
„Það þarf náttúrlega að
sinni heimavistinni heilmik-
ið. Ég hélt kannski fyrst að
maður yrði aðallega á hlaup-
um með lyklana til að opna
og loka húsinu en starfið er
mun víðtækara. Á vissan
hátt er maður farinn að
hugsa heilmikið um krakk-
ana. Þau koma úr mismun-
andi umhverfi og hafa mis-
munandi bakgrunn – þannig
er allt mögulegt í gangi og
47.PM5 18.4.2017, 13:064