Bæjarins besta - 26.11.2003, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 9Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
Sigmundur Þórðarson, fé-
lagsmaður í íbúasamtökunum
Átaki á Þingeyri segir að Þing-
eyringum finnist röðin vera
komin að verklegum fram-
kvæmdum á staðnum. „Menn
hafa skilning á því þegar sveit-
arfélagið stendur í stórfram-
kvæmdum og að halda að sér
höndum á meðan. Þannig hef-
ur verið haldið unglingalands-
mót Ísafjarðarbæ sem tókst
frábærlega en núna finnst
mörgum að röðin sé komin að
okkur. Auðvitað er af nógu að
taka alls staðar en við höfum
verið mjög þolinmóð“, segir
Sigmundur. Bæjarráð Ísafjarð-
arbæjar fundaði á Þingeyri á
mánudag í síðustu viku og
komu Sigmundur og tveir aðrir
fulltrúar Átaks, þeir Sigþór
Gunnarsson og Steinar R. Jón-
asson, til viðræðna.
Sigmundur segir fundinn
hafa verið afar gagnlegan en
þar var farið yfir helstu mál
sem brenna á Þingeyringum.
„Nú stendur yfir gerð fjárhags-
áætlunar og íbúasamtökin
vildu ræða við bæjarráð mál-
efni sem þau leggja mesta
áherslu á. Íbúasamtökin lögðu
fram óskalista um fram-
kvæmdir strax í upphafi kjör-
tímabilsins og má segja að við
séum að fylgja honum eftir.
Að auki fórum við yfir það
með bæjarráðsmönnum hvar
væri hægt að fá fjárveitingar
m.a. til lagfæringa á gömlum
húsum en mörg verkefni liggja
fyrir á því sviði“, segir Sig-
mundur.
Hann segir atvinnumálin
vera ofarlega í huga flestra
íbúa og mikilvægt að menn
standi saman um að treysta
undirstöðurnar. Eins segir
hann heilbrigðismálin brenna
á Þingeyringum og séu menn
ósáttir við að hafa ekki lækni
á staðnum. Sá málaflokkur
heyri reyndar ekki undir Ísa-
fjarðarbæ en mikilvægt sé að
hafa stuðning sveitarstjórnar-
manna. Sigmundur segir
spennandi ár framundan á
Þingeyri þegar fagnað verður
hundrað ára afmæli íþróttafé-
lagsins Höfrungs og ætli marg-
ir íbúar að fegra híbýli sín af
því tilefni.
„Það er metnaðarmál manna
að fegra umhverfið á svona
tímamótum og ég veit að bær-
inn ætlar að standa þétt við
bakið á okkur í þeirri viðleitni.
Margt jákvætt er í gangi en
það er mikið af verkum sem
þarf fjármagn til að hreyfa við.
Af nógu er að taka t.d. frágangi
á skólalóð, umhverfi íþrótta-
hússins og lóð við heilsugæsl-
una. Að auki þarf að klára
gamla pakkhúsið og standa vel
að baki vélsmiðju Guðmundar
J. Þannig er nóg af málum til
að taka á. Í rauninni var þetta
allt of stuttur fundur með
bæjarráðinu en ég vona að
hann hafi verið til marks um
það sem koma skal“, sagði
Sigmundur. – kristinn@bb.is
Íbúasamtökin Átak á Þingeyri
Röðin komin að fram-
kvæmdum á Þingeyri
HUNDAEIGENDUR Í ÍSAFJARÐARBÆ
Hin árlega hundahreinsun í Ísafjarðar-
bæ, framkvæmd af dýralækni á Ísa-
firði fer fram fimmtudaginn 27. nóv-
ember nk. í áhaldahúsi Ísafjarðarbæj-
ar á Stakkanesi á Ísafirði milli kl.
16:00 og 17:30.
Hundaeigendur eru hér með hvattir
til að koma með hunda sína til hreins-
unar á auglýstum tíma. Vinsamlega
takið með og framvísið kvittun fyrir
greiddu leyfisgjaldi ársins 2003.
Hundaeftirlistamaður Ísafjarðarbæjar
sími 456 3443
Dýralæknirinn á Ísafirði
sími 456 3350.
Byggingarnefnd um framtíðarhúsnæði Grunnskóla Ísafjarðar
Fyrsta verkið að semja við hönnuði
Kristján Kristjánsson, for-
maður byggingarnefndar um
framtíðarhúsnæði Grunnskól-
ans á Ísafirði, sagði í samtali
við Svæðisútvarp Vestfjarða
að næsta skref hjá nefndinni
yrði að koma á ráðningarsamn-
ingi við hönnuði. Byrjað yrði
á að tala við Einar Ólafsson,
arkitekt, eiganda höfundarrétt-
ar verðlaunatillögu úr hug-
myndasamkeppni um framtíð-
arhúsnæði skólans sem haldin
var á síðasta ári.
Fyrsti fundur nefndarinnar
var haldinn 24. október og var
farið yfir erindisbréf nefndar-
innar sem var skipuð í júní.
Samkvæmt því er hlutverk
nefndarinnar m.a. að semja um
alla hönnun verksins, með fyr-
irvara um samþykki bæjar-
ráðs, og að leggja fram tillögur
að áfangaskiptingu sem lagðar
verði fyrir bæjarráð en nefndin
skal leita heimildar þess fyrir
útboði hvers áfanga.
Nefndinni er falið að stýra
hönnunarvinnu og leita hag-
kvæmustu lausna en henni er
ætlað að leggja til grundvallar
þær skýrslur og tillögur sem
bæjarstjórn hefur samþykkt
vegna verkefnisins.
Á fundinum fjallaði bygg-
ingarnefndin um hvaða fram-
kvæmdir geti farið í gang sam-
hliða hönnun verksins og er
þá einkum horft til viðhalds-
verkefna á Kaupfélagshúsinu,
gagnfræðaskóla og samkomu-
sal. Í sumar var unnið að end-
urbótum á gamla barnaskólan-
um við Aðalstræti.
Síðastliðinn vetur starfaði
undirbúningshópur vegna
framtíðarhúsnæðis Grunn-
skólans á Ísafirði. Verkefni
hans var m.a. að gera tillögur
að áfangaskiptingu fram-
kvæmda á grundvelli verð-
launatillögu arkitektanna Ein-
ars Ólafssonar og Arnar Hall-
dórssonar. – kristinn@bb.is
Flosi Arnórsson stýrimaður frá Ísafirði
Gefur út bók um lífsreynslu
sína í fangelsinu í Dubai
Flosi Arnórsson, stýrimað-
ur frá Ísafirði, sem sætti far-
banni og fangelsun í Sam-
einuðu arabísku furstadæm-
unum í fjóra mánuði frá apríl
á þessu ári hefur ritað bók
um reynslu sína. Hann hélt
dagbók þann tíma sem hann
var í fangelsi. Flosi segist
fyrst og fremst hafa skrifað
bókina fyrir samfanga sína.
„Þetta er nokkur skonar
bæklingur fyrir túrista á leið-
inni til Sameinuðu arabísku
furstadæmanna. Mennirnir
sem ég sat inni með báðu
mig að koma því til skila á
vesturlöndum hvernig kerfið
þar væri og hvernig væri
farið með þá“, segir Flosi.
Hann segir frásögnina nánast
orðrétta upp úr dagbókinni
en hann hafi skrifað um
dagana utan fangelsismúr-
anna eftir að hann kom heim.
Flosi var handtekinn á flug-
vellinum í Dubai á heimleið
með fjórum íslenskum
skipsfélögum sínum eftir að
hafa komið fiskiskipinu
Svani RE til nýrra eigenda.
Hann hafði í fórum sínum
gamlan rússneskan riffil.
Flosi reyndi ekki að leyna
rifflinum þegar hann fór í
gegnum eftirlitskerfið á
flugvellinum í Dubai heldur
lét vita af honum að fyrra
bragði. – kristinn@bb.is
Flosi í eyðimörkinni.
47.PM5 18.4.2017, 13:069