Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.11.2003, Síða 12

Bæjarins besta - 26.11.2003, Síða 12
1 2 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Vill flýta framkvæmd- um við Stranddalaveg Hreppsnefnd Hólmavíkur fagnar áhuga Leiðar ehf. á að flýta undirbúningi veglagningar milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar um Arnkötludal og Gautsdal, svonefndan Stranddalaveg. Þetta kom fram á fundi nefndarinnar í síðustu viku. Hreppsnefndin hvetur til að þess að ákvörðun vegarlagninguna verði tekin sem fyrst svo hægt verði að setja framkvæmdina í umhverfismat strax á árinu 2004 og framkvæmdir geti hafist um áramót 2004-2005. Var sveitarstjóra falið að koma sjónarmiðum hreppsnefndar á framfæri við þingmenn. – kristinn@bb.is Prentvillupúki á ferð: Önundur ekki að hætta Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Ísafirði segist ekki vera að láta af störfum en fyrir nokk- ru birtist auglýsing í dagblaði og á starfatorg.is um að staða yfirlögregluþjóns á Ísafirði væri laus til umsóknar. Önundur segir að þarna sé um prentvillu að ræða. Í framhaldi af auglýsingunum hafa skapast nokkrar um- ræður í bæjarfélaginu um hvað Önundur hyggist fyrir. „Ég er síður en svo á förum úr mínu starfi“, sagði Ön- undur sem hefur gegnt starfi yfirlögregluþjóns á Ísafirði um árabil. – hj@bb.is Ágúst og Flosi buðu lægst í íþróttahúsið Ágúst og Flosi ehf. á Ísafirði áttu lægsta tilboð í 2. áfanga byggingar íþróttamiðstöðvar á Hólmavík. Tilboð þeirra hljóðaði upp á tæpar 67,4 milljónir króna og er það 85 % af kostnaðaráætlun sem var rúmar 79 milljónir króna. Önnur tilboð sem bárust komu frá Múrkrafti ehf. á Ísafirði að upphæð 70,5 milljónir og Trésmiðju Guð- mundar Friðrikssonar í Grundarfirði að upphæð 69,8 milljónir króna. Ákveðið hefur verið að ganga til við- ræðna við Ágúst og Flosa ehf. á grundvelli tilboðs þeirra. – hj@bb.is Leikhúsgestir í Hömr- um á Ísafirði á klöppuðu aðstandendum einleiks- ins Steins Steinarr lof í lófa á frumsýningu verksins á laugardags- kvöld sem Kómedíuleik- húsið á Ísafirði setur upp. Var áhorfendum boðið að skála með leik- húsfólkinu að sýningu lokinni enda ekki á hverj- um degi sem atvinnuleik- hús frumsýnir. Einleikur- inn var saminn af þeim Elfari Loga Hannessyni sem fer með hlutverk Steins og Guðjóni Sig- valdasyni sem leikstýrði. Eftirtekt vakti að nær allur texti verksins eru eigin orð Steins Steinarr en Guðjón og Elfar logi unnu hand- ritið upp úr viðtölum við skáldið og verkum hans. Næstu sýningar eru í Hömrum í kvöld miðviku- dagskvöld og á morgun, fimmtudagskvöld kl. 20.30. Miðapantanir eru í síma 456 3022. – kristinn@bb.is Einleikurinn Steinn Steinarr frmsýndur í Hömrum Frumsýningargestir fögnuðu vel og lengi Guðjón, Elvar Logi og Friðþjófur hneigja sig að sýningu lokinni. Félag kennara við Menntaskólann á Ísafirði Alfarið á móti styttingu náms til stúdentsprófs Félag kennara við Menntaskólann á Ísafirði lýsir yfir eindreginni and- stöðu við tillögur mennta- málaráðuneytisins og menntamálaráðherra um einhliða styttingu námstíma til stúdentsprófs eins og þær birtast í skýrslu um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi í félaginu í síðustu viku. Í ályktun félagsins segir m.a: „Boðaður niðurskurður er viðamesta breyting á ís- lensku skólakerfi um áratuga skeið. Slík grundvallarbreyt- ing að frumkvæði yfirvalda menntamála er ekki líkleg til að skila árangri nema hún sé gerð á faglegum grunni og í sátt við nemendur og kennara. Fundurinn lýsir yfir undrun og andstöðu við skyndilega stefnubreytingu ráðuneytisins varðandi sérhæfingu náms og námsbrauta. Í bæklingnum Enn betri skóli. Þeirra réttur – okkar skylda sem gefinn var út m.a. til kynningar á skóla- stefnu menntamálaráðuneytis- ins, til að fylgja úr hlaði nýrri aðalnámskrá, er skýrt kveðið á um að auka beri val, fjöl- breytni í námi og sérhæfingu. Fundurinn telur mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða varðandi undirbúning ungmenna fyrir háskóla- nám. Meirihluti nýstúdenta í nágrannalöndunum taka undirbúningsnám í eitt ár, áður en þeir hefja háskóla- nám. Duglegir og þroskaðir nemendur hér á landi, hafa möguleika á að ljúka námi í framhaldsskóla á styttri tíma í áfangakerfinu ef þeir vilja. Fundurinn tekur eindregið undir og lýsir fullum stuðn- ingi við álit og ályktanir Kennarasambands Íslands og Félags framhaldsskóla- kennara um tillögur mennta- málaráðuneytisins um stytt- ingu náms til stúdentsprófs.“ Upplesararnir Jón Páll Halldórsson, Sjón, Vigdís Grímsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson og Guðmundur Steingrímsson. Fjölsótt bókmenntavaka í Edinborgarhúsinu Þéttsetið var á bók- menntavöku í Edinborgar- húsinu á laugardag. Þar lásu fjórir aðkomnir höf- undar upp úr nýútkomn- um verkum sínum, þau Guðmundur Andri Thors- son, Sjón, Guðmundur Steingrímsson og Vigdís Grímsdóttir, auk Jón Páls Halldórssonar á Ísafirði sem las upp úr bók sinni „Fiskvinnsla í sextíu ár“sem kom út fyrir stuttu. Fisk- og rækjuvinnsla var stunduð í Edinborgarhús- inu á árum áður og vakti athygli þegar Jón Páll las upp kafla þar sem m.a. var sagt frá saltfiskþurrkun í salnum sem upplesturinn fór fram í. Boðið var upp á kaffi undir bóklestrinum. Kom fram að tónlistar- menn sem höfðu ætlað að leika á upplestrinum voru forfallaðir en Guðmundur Steingrímsson brást vel við beiðni forsvarmanna menningarmiðstöðvar- innar Edinborgar og hafði harmónikuna með í för. – kristinn@bb.is Eggert Jónsson, Áslaug Alfreðsdóttir, Ólafur Ólafsson og Sigríður Kristjánsdóttir voru á meðal gesta á kynningunni. Herdís Hübner, Ásta Esradóttir, Guðmundur Kristjánsson, Rúna Esradóttir, Örn Elías Guðmundsson og Eyvindur Eiríksson. 47.PM5 18.4.2017, 13:0612

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.