Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.02.2002, Page 4

Bæjarins besta - 06.02.2002, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 Óskar Elíasson í hinu nýja húsnæði Víkurbúðarinnar í Súðavík. Víkurbúðin í Súðavík komin í nýtt og glæsilegt húsnæði Verslunarrýmið nær þrefaldast Á fimmtudag flutti Víkur- búðin í Súðavík í nýtt og glæsilegt húsnæði í hinni nýju þjónustumiðstöð Súðvíkinga að Grundarstræti 3 - 5. Að sögn Óskars Elíassonar, eiganda Víkurbúðarinnar, er þetta mikil breyting til batn- aðar en verslunin var áður til húsa í söluskála og bensínsölu Skeljungs að Aðalgötu 1 í Súðavík. Víkurbúðin selur að- allega matvörur og aðrar vörur til daglegra þarfa, en þar er líka myndbandsleiga. Segir Óskar að það hafi verið orðið verulega þröngt um verslun- ina á gamla staðnum en hún var þar í um 95m2 húsnæði. Nú er hún hins vegar komin í 250 m2 húsnæði og því orðið öllu rýmra um vörurnar og sömuleiðis hefur aðgengi við- skiptavina batnað verulega. Aðspurður um opnunartím- ann, þá segir Óskar að opið verði alla virka daga frá klukk- an 10-18.00, á laugardögum frá kl. 11-13 og frá kl. 17 til 19 en á sunnudögum frá kl. 17-19. Segir hann að þetta sé sami afgreiðslutími og var á sínum tíma þegar verslunin var til húsa Kaupfélagshúsinu en hann hafi reynst mjög vel og virtist vera sá tími sem fólk nýtti sér helst þjónustu Víkurbúðarinnar. Um bensín- söluna er það að segja að af- greiðsla Skeljungs verður áfram í söluskálanum við Að- alstræti en Óskar segir vonir standa til þess að hún verði einnig flutt inn að nýju þjón- ustumiðstöðinni þegar fram líða stundir. Eru nú flest þeirra fyrirtækja og stofnana sem hugðust hafa aðsetur í nýju þjónustumið- stöðinni flutt inn, þ.e. spari- sjóðurinn, Súðavíkurhreppur, Íslandspóstur og nú Víkur- búðin. Einnig er fyrirhugað að heilsugæslan verði þarna til húsa en ekki liggur fyrir hvenær af því verður. Nýr bandarískur skíðagönguþjálfari hjá Skíðafélagi Ísfirðinga Finnst landslagið einstakt Bandaríski skíðagöngu- þjálfari, Mike McCarron, er tekinn til starfa hjá Skíðafélag Ísfirðinga. McCarron er 46 ára gamall, hefur undanfarin ár fengist við þjálfun skíða- göngufólks, maraþonhlaupara og fleiri íþróttamanna á heimaslóðum sínum í ná- grenni við Minneapolis í Bandaríkjunum. Hann mun sjá alfarið um þjálfun aldurs- flokka 13 ára og eldri auk þess að hafa yfirumsjón með þjálfun yngri krakka en þar munu þær Sandra Dís Stein- þórsdóttir, Gerður Geirsdóttir og Kristín Ólafsdóttir verða honum til aðstoðar. Aðspurður um hvernig hon- um lítist á aðstæður hér fyrir vestan, svarar Mike því til að landslagið sé einstakt og stór- brotið sé að horfa yfir fjörðinn og á fjöllin ofan af Seljalands- dal. Honum lýst líka vel á skíðasvæðið og segist vera óvanur svona miklu útsýni því á þeim stað sem hann kemur frá í Bandaríkjunum sé mikið af trjám og þar sjái menn yfir- leitt ekki neitt annað. Þetta finnst honum tvímælalaust vera kostur því auðvelt er að fylgjast með því sem fram fer á skíðasvæðinu og á æfingum er hægt að hafa auga með krökkunum í slóðinni jafnvel kílómetra í burtu. Honum sýnist allir vera mjög áhuga- samir um að gera sitt besta og segir að krakkarnir virðist bæði kappsamir og duglegir. Varðandi fyrirkomulag þjálfunarinnar þá segir Mike að hann komi til með að nota næstu vikur til að fylgjast með krökkunum og meta getu þeirra og færni. Síðan muni hann bæta við þjálfunina eftir því sem þarf. Hann segist ekki vera með neinar töfralausnir í farteskinu enda grundvallist góður árangur á gönguskíðum á úthaldi og réttri tækni en jafnvægi og sveigjanleiki séu líka þættir sem skipti miklu máli og yfirleitt er hægt að betrumbæta. Að sögn Mike er þetta í fyrsta sinn sem hann starfar sem þjálfari utan USA og verður hann hér a.m.k. fram í maí en þá verður tekin ákvörðun um framhaldið. Mike McCarron, skíðagönguþjálfari. TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL Hafnarstræti 1 – Ísafirði Símar: 456 3940 & 456 3244 Fax: 456 4547 – Netfang: tryggvi@snerpa.is Fasteignaviðskipti : : . Einbýlishús / raðhús Engjavegur 24: 126,4 m² ein- býlishús á tveimur hæðum. Frá- bær sólbaðsaðstaða. Laust 1. ágúst 2001. Áhv. ca. 4,6 m.kr. Verð 7,5 m.kr. Fagraholt 11: 140,6 m² fallegt einbýlishús í góðu standi á einni hæð ásamt bílskúr. Verð 11,3 m.kr. Hafraholt 50: 138,4 m² Hosby einingahús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Verð 12,9 m.kr. Hjallavegur 4: 242 m² einbýlis- hús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Fallegt útsýni. Skipti á minni eign möguleg Tilboð óskast Hjallavegur 19: 242 m² einb.hús á 2 hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Sér íbúð á n.h. Ýmis skipti möguleg. Áhv. ca. 5 m.kr. Verð 10,5 m. Hlíðarvegur 21: 157,5 einbýl- ishús á tveimur hæðum Tilboð óskast Hlíðarvegur 25: 152,6 m² ein- býlishús á tveimur hæðum. Húsið er mikið uppgert. Áhv. ca. 6,4 m.kr. Verð 10,2 m.kr. Hlíðarvegur 37: 185,9 m² rað- hús á þremur hæðum ásamt bílskúr og einstaklingsíbúð. Skipti á minni eign koma til greina. Verð 10,2 m.kr. Hnífsdalsvegur 10: 120,9 m² einbýlishús á tveimur hæðum ásamt grónum garði og eignar- lóð Laust fljótlega. Tilboð óskast Hrannargata 1: 238,9 m² ein- býlishús á 2 hæðum ásamt kjall- ara, háalofti og ræktuðum garði Tilboð óskast Hrannargata 8a: 78,1 m² ein- b.hús á tveimur hæðum ásamt eignarlóð. Húsið er uppgert að hluta. Verð 4,6 m.kr. Lyngholt 10: 151,3 m² einb.hús á einni hæð ásamt 55,2 m² bílskúr. Verð 12,9 m.kr. Seljalandsvegur 48: 188 m² einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Skipti á minni eign koma til greina. Áhv. ca. 2 m.kr. Verð 12,7 m.kr. Seljalandsvegur 72: 112 m² ein- býlishús á tveimur hæðum, góð- ur sólpallur. Verð 8,2 m.kr. Urðarvegur 33: 306,3 m² glæsi- legt einbýlishús á tveimur hæð- um ásamt bílskúr. Verð 16 m.kr. Verð 7,1 m.kr. Mjallargata 1: 82,8 m² íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi, sér inngang- ur, sér geymsla. Verð 6,8 m.kr. Pólgata 6: 55 m² risibúð á 3ju hæð í fjölbýlishúsi. Verð 3,9 m.kr. Silfurgata 11: 56,2 m² (75m² gólfflötur, mikið rými í risi) Björt og glæsileg íbúð með frábæru útsýni. Ótrúlega hagstæð í rekstri. Áhv. ca. 3,4 m.kr. Verð 5,8 m.kr. Stórholt 7: 74,6 m² íbúð á 3ju hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Áhv. ca. 2 m.kr. Verð 5,3 m.kr. Stórholt 9: 80,9 m² góð íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu og sameign. Áhv. ca. 2,4 m.kr. Verð 5,3 m.kr. Stórholt 13: 79,2 m² íbúð á 3ju hæð til hægri í fjölb.húsi ásamt sér geymslu. Skoða öll tilboð. Mögul. að taka bíl uppí. Áhv. ca. 3 m.kr.Verð 5,5 m.kr. Tangagata 16: 66,9 m² íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Verð 4,5 m.kr. Urðarvegur 49: 102,5 m² kjall- araíbúð á neðri hæð í tvíbýlis- húsi. Tilboð óskast 4-6 herb. íbúðir Fjarðarstræti 14: 100 m² falleg 4ra herbergja íbúð á n.h. í tvíbýlishúsi ásamt 60m² kjallara og 27,8 m² geymsluskúr. Baklóð fylgir neðri hæðinni. Áhv. ca. 1,5 m.kr. Verð 5,8 m.kr. Fjarðarstræti 38:3-4ra herb. íbúð að hluta undir risi. Íbúðin er í góðu standi. Tilboð óskast Pólgata 5a: 121 m² 4ra herbergja íbúð á n.h. í þríbýlishúsi ásmt helm. kjallara og eignarlóð. Íbúðin er öll endurnýjuð Verð 6,7 m.kr. Sundstræti 30: 131,9 m² 5 herbergja íbúð á miðhæð í þrí- býlishúsi ásamt bílskúr. Tilboð óskast 3ja herb. íbúðir Hlíðarvegur 33: 79,1 m² íbúð á neðri hæð í fjórb.húsi ásamt góð- um bílskúr. Verð 6,9 m.kr. Hlíf II –Torfensi: 62,5 m² 2ja- 3ja herbergja íbúð á jarðhæði í Dvalarheimili aldraðra. 2ja herb. íbúðir Mjallargata 1: 67,9 m² íbúð í góðu standi á 2. hæð í fjöl- býlishúsi. Áhv. ca. 3,6 m.kr. Verð 6,5 m.kr. Sundstræti 24: 69 m² skemmti- leg og rúmgóð íbúð á jarðhæð í fjórbýlishúsi. Verð 4,5 m.kr. Túngata 18: 53,4 m² íbúð á 1. hæð í nýlega uppgerðu fjölbýlis- húsi ásamt sér geymslu. Verð 4 m.kr. Súðavík Álfabyggð 3: 130,2 m² nýtt og glæsilegt einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr, sólstofu og tveim- ur sólpöllum. Verð 11.5 m.kr. Suðureyri Hjallavegur 11: 138,2 m² ein- býlishús á einni hæð. Verð 3 m.kr. Flateyri Drafnargata 10: 158 m² hlaðið einbýlishús á tveimur hæðum, klætt með timbri og einangrað ásamt bílskúr. Verð 8 m.kr. Ránargata 8: 130,9 m² einbýli á einni hæð ásamt hjalli. Tilboð óskast Bolungarvík Heiðarbrún 3: 224,6 m² ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Tilboð óskast Hlíðarstræti 6: 113 m² einbýlis- hús á einni hæð ásamt bílskúr Verð 7,9 m.kr. Vitastígur 25b: 101 m² fjögurra herbergja íbúð í fjölbýlishúsi. Sér inngangur. Tilboð óskast Atvinnuhúsnæði Mánagata 4 - (Herkastalinn): Gistiheimili og/eða 6 leiguíbúð- ir. Verðhugm. 10 m.kr. Fasteignir í þessari auglýsingu eru aðeins brot af söluskránni. Allar frekari uppl. fást á skrifstofunni.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.