Bæjarins besta - 06.03.2002, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002
LEIÐARI
Vestfirsk stóriðja
Umboðs-
aðilar BB
Eftirtaldir einstaklingar sjá um
sölu og dreifingu á BB á þétt-
býlisstöðum utan Ísafjarðar:
Bolungarvík: Nikólína Þor-
valdsdóttir, Hjallastræti 38,
sími 456 7441. Súðavík: Sindri
V. Gunnarsson, Holtagötu 11,
sími 456 4982. Suðureyri:
Deborah Anne Ólafsson, Aðal-
götu 20, sími 891 7738. Flat-
eyri: Gunnhildur Brynjólfsdótt-
ir, Brimnesvegi 12a, sími 456
7752. Þingeyri: Selma Rut
Sófusdóttir, Hlíðargötu 40, sími
456 8269.
Frá útgefendum:
Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 • Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is • Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, netfang:
bb@bb.is• Ritstjóri netútgáfu: Sigurjón J. Sigurðsson • Fréttastjóri: Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sími 456 4448, netfang: gudfinna@bb.is. Blaðamenn: Haukur Magnússon, sími 695
8158, netfang: haukur@bb.is, Kristinn Jónsson, sími 456 3068, netfang: blm@bb.is• Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is • Fréttavefur:
www.bb.is • Lausasöluverð er kr. 200 eintakið m. vsk. • Áskriftarverð er kr. 170 eintakið • Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti
Happdrætti Háskóla Ís-
lands hefur fjarlægt alla spila-
kassa „Gullnámu“ fyrirtæk-
isins á Ísafirði í kjölfar „inn-
brots“ í þá fyrir stuttu. Að
sögn lögreglunnar á Ísafirði
voru spilakassarnir opnaðir
með kúbeini eða álíka verk-
færi og þeir fjármunir sem
þar voru, teknir ófrjálsri hendi.
Þrír spilakassar voru í Sjall-
anum og tveir á veitingastað-
num Á Eyrinni en „innbrotin“
munu hafa átt sér stað á opn-
unartíma veitingastaðanna.
Enginn hefur verið handtek-
inn vegna málsins.
Spilakassarnir voru fluttir
til viðgerða í Reykjavík og að
sögn Guðmundar Sigurbergs-
sonar, umsjónarmanns Gull-
námunnar, stendur ekki til að
senda þá aftur til Ísafjarðar.
Hann segir kassana ekki hafa
verið nýtta sem skyldi á Ísa-
firði og því hafi sú ákvörðun
verið tekin að setja þá upp á
öðrum stað þar sem fleiri komi
til með að nýta sér þá.
Spilakassar
Gullnámunn-
ar fjarlægðir
Ísafjörður
Framboðslisti Framsóknar-
flokksins í Ísafjarðarbæ vegna
bæjarstjórnarkosninganna í
vor, verður kynntur á fundi
félagsins fimmtudaginn 7.
mars nk. í Holti í Önundar-
firði.
Að sögn Guðna Geirs Jó-
hannessonar, oddvita flokks-
ins, hefur uppstillingarnefnd
verið að störfum í talsverðan
tíma og nokkuð er síðan lokið
var við uppröðun á listann.
Endanleg ákvörðun verður þó
ekki tekin fyrr á fundinum í
Holti og í framhaldi af því má
gera ráð fyrir að listinn verði
birtur opinberlega.
Ísafjarðarbær
Framsóknar-
menn kynna
framboðslista
Halldór Jónsson, fiskverkandi á Ísafirði
Óskar eftir að fram fari opinber
rannsókn á brottkasti á loðnu
Halldór Jónsson, fiskverk-
andi á Ísafirði, hefur snúið sér
til Fiskistofu og embættis Rík-
islögreglustjóra og óskað eftir
því að fram fari opinber rann-
sókn á brottkasti á loðnu nú á
vertíðinni. Segir Halldór sög-
ur vera á kreiki um umtalsvert
brottkast um borð í loðnuskip-
unum og staðfesting á því hafi
fengist á myndum sem sýndar
voru í sjónvarpinu á sunnu-
dagskvöld. Bréf Halldórs,
sem stílað er á Þórð Ásgeirs-
son Fiskistofustjóra og Harald
Johannessen Ríkislögreglu-
stjóra, er svohljóðandi:
,,Heiðruðu embættismenn.
Eins og yður mun kunnugt
um hefur komist upp um
nokkur mál er varða ólöglegt
brottkast afla frá fiskiskipum.
Hafa þau mál að sjálfsögðu
gengið sína leið hjá embætt-
um yðar.
Svo virðist, að þrátt fyrir að
komist hafi upp um mál af
þessu tagi og hlutaðeigandi
hafi verið refsað samkvæmt
lögum, sé töluvert um að enn-
þá séu framin brot af þessu
tagi. Að undanförnu hafa
gengið sögur af umtalsverðu
brottkasti afla frá loðnuskip-
um. Samkvæmt sögum þess-
um er miklu magni af hrygn-
ingarloðnu kastað þar frá
borði á ýmsan hátt. Má þar
nefna sem dæmi að skipin hafi
fyllt nætur sínar svo mjög að
ekki hafi nýst nema hluti afl-
ans, þrátt fyrir að þau hafi
gefið afla úr nótinni eins og
heimilt er samkvæmt lögum.
Einnig hafa heyrst sögur um
að við dælingu úr nótum skipa
renni umtalsvert magn hrygn-
ingarloðnu frá borði. Í kvöld-
fréttatíma Ríkisútvarpsins í
gærkvöldi (sunnudagskvöld)
voru sýndar lifandi myndir úr
veiðiferð loðnuskips þar sem
glögglega sást að mikið magn
loðnu rann frá skipinu. Ekki
gat undirritaður komið auga á
um hvaða skip var að ræða í
þessu tilfelli. Þar sem undirrit-
aður telur að áðurnefnt meint
brottkast varði við lög óska
ég þess hér með að embætti
yðar rannsaki mál þessi og
komi þannig í veg fyrir að
lögbrot sem þessi séu stunduð
við umgengni um auðlind sem
er í sameign þjóðarinnar.”
Magnús Þór Hafsteinsson fréttamaður
Hafnar meintu loðnubrottkasti
Magnús Þór Hafsteinsson
fréttamaður hafði samband
blaðið og bað fyrir fyrir birt-
ingu á meðfylgjandi yfirlýs-
ingu þar sem hann hafnar því
alfarið að loðnu hafi verið hent
í sjóinn á loðnuskipinu Grind-
víkingi GK í lok síðustu viku.
Yfirlýsing Magnúsar Þórs er
tilkomin vegna kæru Halldórs
Jónssonar, fiskverkanda á Ísa-
firði og greint var frá á bb.is á
mánudag sem og hér að ofan.
Í yfirlýsingunni segir Magnús
Þór Hafsteinsson:
,,Það er rangt að bendla
myndskeið frá loðnuveiðum,
sem birt voru í Ríkissjónvarp-
inu sunnudaginn 3. mars, við
brottkast á fiski á Íslandsmið-
um. Þessar myndir voru teknar
um borð í loðnuskipinu Grind-
víking GK 606 að morgni
fimmtudagsins 28. febrúar
síðastliðinn. Ég fór í veiðiferð
með þessu skipi ásamt Frið-
þjófi Helgasyni myndatöku-
manni. Við komum um borð
að kvöldi 27. febrúar eftir að
skipið hafði landað afla sínum
í Helguvík og yfirgáfum það
að kvöldi föstudagsins 1. mars
þegar skipið hafði snúið til
sömu hafnar til löndunar eftir
mjög vel heppnaða veiðiferð.
Öll vinnubrögð Rúnars
Björgvinssonar skipsjóra og
áhafnar hans á Grindvíkingi
GK voru til mikillar fyrir-
myndar. Þegar á miðin var
komið varð ljóst að allt moraði
í loðnu. Skipið var nánast fyllt
í fjórum köstum, aðeins vant-
aði nokkra tugi tonna upp á
að ná algeru fullfermi. En
Rúnar skipstjóri lét hjá líða
að taka eitt kast enn. Ástæðan
var einföld. Hann vissi að
mjög líklega fengist miklu
meiri afli í nótina en þurfti til
að fylla skipið. Það hefði þýtt
að áhöfnin hefði neyðst til að
reyna að gefa afganginn eða
hleypa niður úr nótinni ella.
Rúnar kaus að láta vera að
kasta upp á slíka valkosti en
gaf mönnum sínum í stað þess
skipun um að búast til heim-
siglingar.
Á meðan sú vinna fór fram,
voru þau myndbrot tekin sem
Halldór Jónsson og aðrir
veiðina. Sú loðna sem sullað-
ist niður á dekkið fór þangað
fyrir slysni við erfiðar aðstæð-
ur. Þetta var mjög óverulegt í
kílóum talið.
Það hvarflaði ekki að nein-
um að tengja þetta við brott-
kast á þeirri stundu. Hvorki
okkur fjölmiðlamönnum né
áhöfn. Hér voru menn að
vinna sín verk eins og best
varð á kosið miðað við ríkj-
andi aðstæður. Að mínu mati
komust sjómennirnir á Grind-
víkingi GK frá sínum störfum
með miklum sóma.
Mér þykir bæði mjög miður
og ósanngjarnt að þessar
myndir, sem teknar voru um
borð í Grindvíking á fimmtu-
dag, skuli að ósekju tengdar
umræðunni um brottkast á Ís-
landsmiðum. Það vandamál
snýst að mestu um þann vanda
þar sem fiski er hent til að
hámarka aflaverðmæti. Þetta
átti alls ekki við í þessu tilviki
sem menn voru að veiða í
bræðslu og það að missa fisk
í hafið var óhapp með eftirsjá.
Umræðan um brottkasts-
vandann á Íslandsmiðum er
gríðarlega mikilvæg. Til að
nálgast lausnir á þessum við-
kvæma vanda verða menn að
geta rætt málin af alvöru og á
málefnalegan hátt. Að halda
sjó, gæta landsýnar og varast
illa ígrundaðar upphrópanir.
En margir, sem ættu að vita
betur, hafa villst af leið og
farið í geitarhús að leita ullar
þegar finna skal syndaseli í
brottkastumræðunni. Í því
fúla fjósi má finna bæði Árna
M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra og Guðbrand Sig-
urðsson forstjóra Útgerðarfé-
lags Akureyringa. Og eru þá
bara tveir af mörgum nefndir
til bókar.
Þeir fara að verða ófáir
„sakamennirnir“ sem tyllt hef-
ur verið upp í næsta ljósastaur
án dóms og laga þegar brott-
kastumræðan er annars vegar.
Ég ætla ekki að horfa upp á
saklausa áhöfn Grindvíkings
GK festa upp á slíka gálga að
ósekju fyrir meint brottkast
sem aldrei átti sér stað,“ segir
Magnús Þór.
landsmenn sáu í fréttum á
sunnudagskvöld. Þar mátti sjá
smáræði af loðnu, sem hafði
sullast niður á dekk Grind-
víkings, skolast fyrir borð á
meðan áhöfnin bjó skip sitt
fyrir ferð til löndunar. Grind-
víkingur GK var nánast drekk-
hlaðinn með 1100 tonn um
borð. Það var kaldaskítur á
miðunum og þung velta á
skipinu. Sjálfur stóð ég uppi á
brúarþaki og fylgdist með
vinnubrögðunum þegar
mannskapurinn gekk frá eftir
Magnús Þór Hafsteinsson.
Um það leyti sem það fregnaðist að stjórnvöld hefðu séð að sér og strikað yfir
þann erkibiskupsboðskap að ekki væri rétt að reikna með Vestfjörðum þegar horft
væri til búsetu á Íslandi framtíðarinnar, þinguðu vísir menn úr öllum áttum á Ísafirði
og komust að þeirri niðurstöðu að þorskeldi á Vestfjörðum væri ákjósan-
legur kostur. Ánægjuleg tíðindi á tímum fullvissu um að ótakmarkað
magn sjávarfangs verður ekki lengur sótt með hefðbundnum hætti.
Meðal þeirra kosta sem Vestfirðir eru taldir hafa upp á að bjóða til þorskeldis eru
nálægðin við ein bestu og gjöfulustu fiskimið landsins, skjólgóðir og djúpir firðir og
viðunandi hitastig sjávar. Er þá ótalin sá dýrmæti og mikilvægi þáttur sem felst í
þeirri reynslu og þekkingu sem Vestfirðingar hafa öðlast í gegnum átta ára markvissa
þróun á áframeldi þorsks.
Ef rétt er á málum haldið, áfram unnið á þeirri braut sem mörkuð hefur verið og
stutt við bakið á þeim sem runnu á vaðið, bendir margt til að áframeldi á þorski, og
hugsanlega fleiri fisktegundum, geti orðið stóriðja okkar Vestfirðinga er fram líða
stundir.
Hugmynd Kristjáns G. Jóakimssonar, sjávarútvegsfræðings og vinnslu- og mark-
aðsstjóra Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. um miðstöð atferlis- og eldisrannskókna
á Vestfjörðum, verður að hrinda í fram kvæmd. Að því ber að vinna með öllum til-
tækum ráðum. Sjálfsagt er að frumkvæði Vestfirðinga fái að njóta sín heima í héraði.
Að yfir 70% þess eldisþorsks sem komið hefur til slátrunar á síðustu þremur árum
á landsvísu og 54 af um 70 tonnum á síðasta ári hafa komið frá eldisstöðvum
á Vestfjörðum, segir allt sem segja þarf. Þungamiðjan er sú, að á þessu
sviði eru Vestfirðingar til forustu fallnir ekki síður en þeir hafa verið á
flestum sviðum er lýtur að útgerð og fiskvinnslu í gegnum aldir.
Enda þótt við ölum þá von í brjósti að viðunandi stjórnun komist á hefðbundnar
fiskveiðar og sú atvinnugrein komi til með að skipa stærri sess í atvinnulífi Vestfirð-
inga en nú, er engum blöðum um það að fletta að á þeim vettvagni eigum við litla
möguleika til jafns við þá sem felast í fiskeldinu. Fram hjá því verður ekki horft.
Vestfirðingar hafa eftirlátið öðrum kapphlaupið um álverksmiðjur sem á engan
hátt skal gert lítið úr. Þvert á móti er sjálfsagt að uppbygging slíkrar stóriðju sé liður
í atvinnulífi landsmanna að ákveðnu marki.
Við eigum hins vegar alla möguleika á annars konar stóriðju sem myndi auka
möguleika fólks til búsetu á Vestfjörðum. Þá möguleika eigum við að nýta.
s.h.