Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.03.2002, Page 6

Bæjarins besta - 06.03.2002, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 Byggðaáætlun – ómerkilegt plagg Bryndís G. Friðgeirsdóttir, bæjar- fulltrúi í Ísafjarðarbæ skrifar ,,Ríkisstjórnin hefur setið alltof lengi við völd án þess að nenna því“ Um fátt er meira talað um þessar mundir hér vestra en þá byggðaáætlun sem nú ligg- ur fyrir Alþingi og þau harka- legu viðbrögð sem íbúar á Vestfjörðum hafa sýnt við henni. Ég varð ekki fyrir von- brigðum, því til þess þarf væntingar. Ég hafði engar væntingar til stjórnvalda um viðsnúning í óbyggðastefnu þeirra. Þau sjö ár sem ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur setið við völd, hafa ekki verið nýtt til að styrkja búsetuskilyrði í landinu. Þvert á móti hefur verið stefnt að því með með- vituðum aðgerðum á bak við tjöldin að veikja byggð í land- inu. E.t.v. má fagna því að stefn- an skuli sett á blað, svart á hvítu, því þannig geta lands- menn loks hætt að tala um að þeir hafi það á tilfinningunni að stjórnvöld ætli sér að láta byggð eyðast af sjálfu sér smám saman. Nú geta flokks- félagar þeirra í sveitarstjórn- um ekki lengur hlaupið í vörn fyrir ríkisvaldið og úthrópað þá vinstri menn sem gagnrýnt hafa stjórnvöld fyrir athæfið. Með því að leggja fram þetta ómerkilega plagg sem á að heita byggðaáætlun fyrir landið allt, er hulunni svipt af þeirri óbyggðaáætlun sem unnið hefur verið eftir um ára- bil. Nú er stefnan orðin sýni- leg, grímulaus og undirrituð í bak og fyrir, þótt sumir þing- menn sem unnu að henni vilji ekki kannast við hana þrátt fyrir að nafn þeirra sé þar und- irritað með feitu prentletri. Okkur er jafnvel talin trú um að plagginu hafi verið breytt á lokasprettinum, e.t.v. í prent- vélunum. Vestfirskir sveitarstjórnar- menn hafa loks séð ástæðu til vinna saman og ákveðið að semja sína eigin byggðaáætl- un og færa stjórnvöldum vit- rænar tilllögur til viðbótar í byggðamálum. Það hefði ein- hvern tímann þótt tíðindum sæta að fulltrúar sveitarfélaga á Vestfjörðum væru sammála um einhver mál. En því hefur verið haldið fram með réttu að það sem þjappi mönnum saman og geri þá sterkari sé að eiga sameiginlegan óvin. Nú hafa sveitarstjórnarmenn loks komið auga á þennan óvin sem í þessu tilfelli er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sú rík- isstjórn er orðin pirruð og lúin á landsbyggðarnöldirnu og þarf á því að halda að komast í frí. Hún hefur setið allt of lengi við völd án þess að nenna því. Byggðaáætlun Vestfirðinga þarf því í raun aðeins að inni- halda eina stutta setningu. Skiptum um ríkisstjórn! Bryndís Friðgeirsdóttir, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ. Leikendur í Gísl ásamt leikstjóranum, Þórhildi Þorleifsdóttur. Sólrisuhátíð Menntaskólans á Ísafirði Leikritið Gísl frum- sýnt fyrir fullu húsi Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi á sunnudag leikverkið Gísl eftir Brendan Behan í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Eins og við mátti búast var fullur salur áhorfenda og virtust þeir skemmta sér hið besta við leikræna tilburði nemend- anna. Á fjórða tug manna kom að uppfærslu leikritsins á einn eða annan hátt, en í ár var bryddað upp á þeirri nýbreytni að ráða sérstakan tónlistar- stjóra til verksins, Tómas Guðna Eggertsson, sem stýrði tónflutningi á fagmannlegan máta. Leikritið fjallar um hóp undirmálsmanna sem hafa aðsetur í pútnahúsi í Dyflinni og viðbrögð þeirra þegar komið er með enskan gísl til vistunar þar. Frelsisstríð Íra setur mark sitt mjög á verkið og er nokkuð sungið af írskum þjóðlögum í sýningunni sem stendur á þriðju klukkustund. Alls eru fyrirhugaðar þrjár sýningar til viðbótar, í kvöld, miðvikudagskvöld, á föstu- dag og á sunnudag. Sýningar- nar eru á sal Menntaskólans en hægt er að panta miða á leikritið á Kaffi Sól í síma 456 5700. Úr einu atriða leikritsins. Jón Gnarr á sviðinu í Ísafjarðarbíói. Grínarinn Jón Gnarr í Ísafjarðarbíói Fullur salur áhorf- enda skemmti sér vel Grínarinn landsþekkti Jón Gnarr fór með gam- anmál í Ísafjarðarbíói á föstudagskvöld fyrir rúmlega fullum sal áhorfenda sem allir virt- ust skemmta sér hið besta. Var það almennt álit að Jón hefði rifið af sér brandarana og verið betri en nokkru sinni fyrr er hann sagði sögur af rifnum augnalokum, vangefnum vinnufélög- um og vanfærum sænsk- um lesbíum. Uppistand Jóns var fyrsti dag- skrárliðurinn af mörg- um er eiga eftir að skekja vestfirskt menn- ingarlíf næstu daga, því hin árlega Sólrisuhátíð Menntaskólans á Ísa- firði er gengin í garð enn á ný með tilheyrandi dýrð. Áhorfendur skemmtu sér hið besta.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.