Bæjarins besta - 06.03.2002, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002
„Mun alltaf bera hlýjan
hug til Bolungarvíkur“
– segir Herbert Guðmundsson poppari og fyrrverandi Bolvíkingur
Popparinn síungi, Herbert Guð-
mundsson, sem nú starfar sem sölu-
og markaðsstjóri hjá Íslensku vega-
handbókinni var í viðskiptaerindum á
Ísafirði fyrir stuttu. Blaðið hitt Her-
bert að máli og féllst hann á að segja
lesendum frá tónlistarferlinum, árun-
um í Bolungarvík, aðdáendaklúbb-
unum og fleiru. Herbert er fæddur í
Reykjavík árið 1953. Sautján ára
gekk hann til liðs við hljómsveitina
Tilveru sem var ein vinsælasta hljóm-
sveitin á þessum árum. Þá starfaði
hann með ýmsum öðrum þekktum
hljómsveitum s.s. Eik og Pelican.
Hann dró sig út úr poppinu undir lok
áttunda áratugarins, en hefur átt
nokkrar eftirminnilegar endurkomur
síðan, m.a. með bolvísku hljómsveit-
inni Kan, sem gaf út plötuna „Í rækt-
inni“. Árið 1996 sló hann síðan í
gegn í annað sinn á rúmum tíu árum
er lagið hans „Can´t Walk Away“
rauk upp vinsældalistana. Herbert var
fyrst spurður út í nýjustu afurðina,
diskinn „Ný spor á íslenskri tungu“
sem kom út fyrir síðustu jól.
Með landsliðið
til aðstoðar
„Sú plata spannar ferilinn
frá a til ö. Á henni tek ég lög
sem ég hef sungið á íslensku
á öllum tímum tónlistarferils
míns. Ég tek t.d. tvö Kan lög
á plötunni, lagið „Steypa og
gler“ og smellinn „Megi sá
draumur“ auk nýrra laga.
Þessi plata endurspeglar því
sjöunda, áttunda, níunda og
tíunda áratuginn að ógleymdu
því sem ég er að gera í dag.
Öll eldri lögin eru unnin upp
á nýtt en byggja þó á sömu
tónsmíðum.
Platan er vel unnin og þakka
ég það einna helst samstarfs-
mönnum mínum, þ.e.a.s.
landsliðinu eins og ég vil kalla
þá, þeim Jóa Ásmunds úr
Mezzoforte, Ingólfi Sigurðs-
syni úr SSSól, Jóni Elvari úr
Stjórninni og Þóri Úlfarssyni
sem er í hljómsveit Gunnars
Þórðarsonar í þættinum „Milli
himins og jarðar“ í Ríkissjón-
varpinu.“
Sungið í pottinum
Herbert segir nýju plötuna
vera að gera góða hluti og
þakkar það laginu „Svaraðu“
sem jafnt ungir krakkar og
þeir eldri þekkja og syngja af
hárri raust. „Ég lenti einmitt í
skemmtilegu atviki varðandi
það lag hér á Ísafirði í heim-
sókn minni nú. Þannig var að
ég var staddur hjá í Stúdíó
Dan og sat frammi og las blað
á meðan ég beið eftir Stefáni
Dan. Allt í einu heyri ég tvær
raddir syngja „Svaraðu! –
Kallaðu!“ hárri raust og kom
söngurinn frá nuddpottum
líkamsræktarstöðvarinnar. Ég
hafði gaman af þessu og ákvað
að gera smá sprell í strákun-
um, þannig að þegar viðlaginu
lauk, gægðist ég inn í herberg-
ið til þeirra og sagði: „Ég er
kominn strákar!“ Undrunar-
svipurinn á þeim var alveg
óborganlegur, enda ekki á
hverjum degi sem söngvari
tekur undir þegar maður er að
raula lögin hans í baði.“
Svaraði
kallinu vestur
–Þú fluttist til Bolungarvík-
ur árið 1980, eftir að hafa verið
fjarri sviðsljósinu í nokkurn
tíma og bjóst þar í fjögur ár.
Hvernig kom það til að fyrr-
verandi poppstjarna og sjó-
maður úr Reykjavík ákvað að
flytja til Bolungarvíkur?
„Á þessum tíma var verið
að stofna hljómsveitina Kan
og þá vantaði söngvara. Finn-
bogi Kristinsson, bassaleikari
sveitarinnar hafði frétt af því
að ég væri nýskilinn, svo hann
hringdi í mig og bauð mér
söngvarastöðuna og sagðist
einnig geta reddað mér vinnu
og húsnæði. Mig langaði að
reyna eitthvað nýtt eftir skiln-
aðinn og ákvað því að fara
vestur, fara að rokka á ný.“
Stofnendur Kan voru þeir
Finnbogi Kristinsson bassa-
leikari, Magnús Hávarðarson
gítarleikari, Haukur Vagnsson
trommuleikari og Kristinn
Elíasson hljómborðsleikari.
Haukur og Kristinn helltust
fljótt úr lestinni og í þeirra
stað komu Hilmar Valgarðs-
son frá Skagaströnd og Alfreð
Erlingsson frá Ísafirði. Her-
bert segir Kan upphaflega hafa
verið bílskúrshljómsveit sem
spilaði „brennivínstónlist“ en
það hafi fljótlega breyst eftir
komu hans.
„Ég hafði alið manninn í
stærri böndum eins og Pelican
og Eik þannig að ég gat ekki
sætt mig við neinn hálfkæring.
Við komu mína vestur hóf
hljómsveitin að æfa meira, við
keyptum söngkerfi og lögðum
mun meiri metnað í allt, enda
var það ætlunin hjá strákunum
þegar þeir fengu mig til liðs
við hljómsveitina, að setja
meiri metnað í hlutina.
Fólk vildi
lifandi tónlist
Spiluðu þið mikið á böll-
um?
„Vissulega, oftast tvö kvöld
í viku. Ballmenningin á þess-
um tíma var mun meiri en nú.
Fólk vildi lifandi tónlist, það
vildi gera sér glaðan dag og
dansa. Pöbbarnir hafa breytt
þessu mikið á síðustu árum,
það er helst á menntaskóla-
böllum sem maður er minntur
á þessa gömlu góðu daga.“
– Á hvaða stöðum voru þið
helst að spila?
„ Við spiluðum mest í Bol-
ungarvík og okkur tókst að
halda uppi góðri ballmenn-
ingu þar, lágmarkið var tvö
böll á mánuði í Víkinni. Svo
spiluðum við í öllum félags-
heimilum s.s. í Hnífsdal, í
Súðavík, á Flateyri, Þingeyri
og á Suðureyri. Stútungsböllin
á Flateyri voru fræg því svitinn
lak niður veggina á þeim. Eins
voru hestamannaböllin á
Þingeyri árviss viðburður í
spilamennsku okkar.“
Beðinn um að nefna eftir-
minnilega atburði frá þessum
tíma, nefnir Herbert tvo dans-
leiki sem haldnir voru í Fé-
lagsheimilinu í Hnífsdal. „Ég
man vel eftir flottu hlöðuballi
sem við héldum með hljóm-
sveitinni Grafík. Satt best að
segja er ég mjög hissa á því
að ball sem þetta hafi verið
leyft. Við fengum lánaða hey-
bagga til að hafa á sviðinu af
því að þetta átti að vera alvöru
hlöðuball. Í dag áttar maður
sig á því að það hefði vel
getað gerst að einhver fullur
krakki hefði í gríni borið eld
að þessu eða rekið logandi
sígarettu í heybaggana og
þannig stefnt ballgestum í
mikla hættu. Við spáðum nátt-
úrlega ekkert í þetta, enda ung-
ir og vitlausir. Sem betur fer
gerðist ekkert þrátt fyrir að
um 700 manns hefðu verið á
ballinu. Reyndar var þessi
góða mæting uppreisn æru
fyrir mig, því sama kvöld var
Pelican með ball í Sjallanum
og þar varð hálfgert messufall.
(Herbert skildi ekki sáttur við
hljómsveitina á sínum tíma.
Innsk blm).
Í annað skipti áttum við að
spila í Hnífsdal á Gamlárs-
kvöld. Upp úr miðnætti héld-
um við af stað til Hnífsdals
og þegar við vorum búnir að
keyra hálfa Óshlíðina, kemur
stórt snjóflóð úr fjallinu og
lokar veginum. Við gátum
náttúrlega ekki verið þekktir
fyrir að mæta ekki á okkar
eigin ball og því urðum við að
labba yfir flóðið, og setja okk-
ur þar með í lífshættu fyrir
eitt ball. Báðar þessar sögur
tel ég vera til marks um hversu
grænir við vorum í þá daga.
En maður eldist sem betur
fer.“
Fann ástina í Víkinni
Herbert endurnýjaði ekki
aðeins kynni sín af tónlistar-
gyðjunni á meðan hann var í
Bolungarvík, heldur komst
hann einnig í kynni við annars
konar gyðju. „Ég var svo
gæfusamur að kynnast ungri
stúlku fljótlega eftir að ég
kom. Hún var úr Reykjavík
eins og ég og við fórum fljót-
lega að slá okkur upp. Innan
skamms tíma vorum við búin
að leigja okkur íbúð og þá var
ekki aftur snúið. Nú er þetta
konan mín til margra ára. Þess
vegna ber ég alltaf hlýjar
minningar til Bolungarvíkur,
þar kynntist ég konunni minni
sem ég elska innilega og á
þrjú börn með.“
Draumur hverrar hljóm-
sveitar er að setja mark sitt á
heiminn með plötuútgáfu.
Hljómsveitin Kan var þar eng-
in undantekning og meðlimir
hennar fóru fljótt að leggja
inn á „plötusjóð“ ákveðna
prósentu af innkomu hvers
dansleiks. Ekki þurftu þeir að
safna lengi og héldu þeir fljótt
í hljóðver. Afrakstur þeirrar