Bæjarins besta - 06.03.2002, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002
Stakkur skrifar
Út með svindlarana – nú er komið nóg Netspurningin
Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls
ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Aðeins er tekið við
einu svari frá hverri tölvu.
Niðurstöðurnar eru síðan
birtar hér.
Spurt var:
Ertu ánægð(ur)
með nýtt frum-
varp sjávarút-
vegsráðherra um
breytingu á lög-
um um stjórn
fiskveiða?
Alls svöruðu 348.
Já sögðu 38 eða 10,92%
Nei sögðu 278 eða 79,89%
Óvissir voru
32 eða 9,20%
Davíð Oddsson hefur með einkar hógværum hætti kynnt þjóðinni að hon-
um hugnist ekki að forstöðumenn stofnana ríkisins, hverju nafni sem nefnast,
maki krókinn við skyldustörf sín og ætli sér rýmri hlut en þeim er reiknaður
samkvæmt lögum og reglum. Davíð á þakkir skilið fyrir að víkja Guðmundi
Magnússyni úr starfi tímabundið sem forstöðumanni Þjóðmenningarhúss.
Guðmundur sýndi reyndar af sér þá fádæma fávisku að skrifa í blöð og þakka
forsætisráðherra traustið eftir að Davíð hafði umsvifalaust tekið upp skriffærin
og ávítað hann fyrir hátternið, þótt með óformlegum hætti
væri. Þjóðin las skrif forstöðumannsins agndofa og skildi
hvorki upp né niður í neinu. Þjóðin vissi vart sitt rjúkandi ráð.
En þá hafði Davíð engar vomur á og út skyldi Guðmundur
Magnússon, sem hafði ekki einu sinni til að bera það skynbragð að þegja eftir
ávíturnar, sem virtust eiga fullan rétt á sér.
Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður og félagi Guðmundar í því að maka
krókinn með útskrift reikninga, sagði af sér sem formaður stjórnar Þjóðmenn-
ingarhúss, en þeir félagarnir unnu í verktöku hvor fyrir stofnun hins og munu
ekki hafa skorið sjálfdæmd laun ekki við nögl. Auðvitað fær þjóðin nóg af
þessu hátterni og sennilega hefur á þeim andartökum sem þetta mál og mál-
efni Landsímans voru mest rædd í þjóðfélaginu verið hvað grynnst á þolinmæð-
inni gagnvart Davíð Oddsyni forsætisráðherra og ríkisstjórninni. Almenningi
var einfaldlega nóg boðið og reyndar miklu meira en svo.
Í málefnum Landsímans hafa skilaboðin greinilega náð eyrum hins ágæta
manns Friðriks Pálssonar, en afskipti hans og hegðan sem stjórnarformanns
Landsímans hafa komið mörgum, sem töldu sig þekkja til hans, verulega á
óvart. Nema Davíð hafi einfaldlega borið Friðriki eða látið bera honum þau
skýru skilaboð sem hann tilkynnti þjóðinni um síðustu helgi, að þeir sem sætu
í stjórn Landsímans yrðu að njóta trausts ríkisstjórnarinnar og hollast, eðlilegast,
heilbrigðast og hreinlegast væri að skipta um alla stjórnina,
þótt flestir og þar á meðal nefndur Friðrik hefðu reyndar gert
eitthvað gott í stjórninni. Þórarinn er farinn þótt dýr reyndist
hann. Með þessu er Davíð einfaldlega að segja að þeir menn
sem ætli sér að njóta trausts hans skuli halda sig á mottunni og muna að eftir
leikreglum skal farið. Þeir sem ekki treysta sér til þess verði hreint og beint
látnir flakka. Vafalaust á eitthvað enn eftir að koma í ljós þegar sú ágæta og
mjög svo þarfa og vaxandi stofnun Alþingis, Ríkisendurskoðun, fer að fletta
upp ríkisteppinu víðar og kíkja undir það. Hætt er við að ekki séu öll kurl kom-
in til grafar. Freistingin er greinilega mjög sterk og eins og gamli málshátturinn
segir: Það þarf sterk bein til að þola góða daga.
En boðskapurinn er skýr sem betur fer. Sjálftökumenn, sem ekki fara að
reglum, skulu ekki sitja í skjóli Davíðs Oddssonar. Hafi hann þakkir fyrir.
Fjölmargir hafa lýst
áhuga á nýjum húsum sem
Múrkraftur ehf. í Ísafjarð-
arbæ hyggst reisa í nýju
íbúðahverfi sem skipulagt
hefur á Tunguskeiði á Ísa-
firði. Hermann Þorsteins-
son, annar eigenda Múr-
krafts ehf. sagðist í samtali
við blaðið vera bjartsýnn á að
framkvæmdir gætu hafist um
leið og búið væri að ganga frá
sölu á fyrstu húsunum og frost
væri farið úr jörðu. Hann sagði
ennfremur að eftir ætti að
hæðarmæla svæðið og þegar
niðurstaða þar lægi fyrir, yrði
hægt að gefa út endanlegt verð
á húsunum.
Um er að ræða átta, svo-
kölluð kubbahús, en í þeim er
steinsteypu rennt í mót þar
sem einangrun er bæði að utan
og innan. Bílskúrar verða við
hvert hús. Hér verður um
fyrstu nýbyggingar íbúðar-
húsnæðis í nýju hverfi á Ísa-
firði um langt árabil. Slíkar
lóðir hafa ekki verið fáanlegar
á Ísafirði allt frá því nýja Selja-
landshverfið dæmdist úr leik
eftir snjóflóðið á Seljalands-
dal um miðjan síðasta ára-
tug. Að sögn Hermanns eru
næg verkefni hjá Múrkrafti
um þessar mundir og
nefndi hann í því sambandi
byggingu sjö bílskúra í
Bolungarvík sem fyrirtæk-
ið stæði fyrir.
Framkvæmdir hefjast um
leið og frost fer úr jörðu
Styttist í byggingarframkvæmdir í nýju íbúðahverfi á Tunguskeiði
Í grenndarkynningu sem
nýlega var gerð vegna Hjalla-
vegar 11 á Ísafirði komu ekki
fram neinar athugasemdir við
breytta notkun eignarinnar.
Næstu nágrönnum hafði verið
gefinn frestur til 15. febrúar
sl. til að koma á framfæri at-
hugasemdum við byggingar-
fulltrúa Ísafjarðarbæjar við þá
fyrirætlan Flísarinnar sf. að
nýta húsið sem geymslu í
tengslum við starfsemi sína
en fyrirtækið keypti húsið fyrir
skömmu af Björgunarfélagi
Ísafjarðar. Eigendur sex húsa
við Hjallaveg fengu sent bréf
vegna málsins en engar at-
hugasemdir bárust bygging-
arfulltrúa utan þess að tveir
húseigendur höfðu samband
og tjáðu honum að þeir gerðu
ekki athugasemd við þessa
notkun hússins.
Var grenndarkynningin
framkvæmd í samræmi við
bókun bæjarráðs Ísafjarðar-
bæjar 14. janúar sl. þar sem
ákveðið var að ósk Flísarinnar
sf. um gerð lóðaleigusamn-
ings vegna umræddrar lóðar,
yrði sett í grenndarkynningu
áður en að bæjarráð tæki af-
stöðu til bókunar umhverfis-
nefndar sem hafði lagt til að
gerður yrði lóðarleigusamn-
ingur við fyrirtækið.
Áður hafði íbúi sem búsett-
ur er í nágrenni við húsið gert
athugasemd við að húsið
skyldi hafa verið selt. Vísaði
umræddur íbúi til þess að á
þeim tíma þegar íbúðarhúsin
við Hjallaveg voru byggð hafi
bæjaryfirvöld lofað að húsið,
sem þá var áhaldahús Vega-
gerðarinnar, yrði keypt og rifið
við fyrsta tækifæri. Ekki fund-
ust nein skrifleg gögn sem
studdu þessa fullyrðingu en
hún var hins vegar studd af
númerum lóða við götuna.
Engar athugasemdir
í grenndarkynningu
Húseignin að Hjallavegi 11 á Ísafirði
Húseignin að Hafnarstræti 17 á Ísafirði
Ísafjarðarbær eignast
húsið eftir áratuga bið
Ísafjarðarbær hefur geng-
ið að tilboði Halldóru Guð-
mundsdóttur vegna sölu á
eignarhluta hennar í Hafn-
arstræti 17 á Ísafirði. Um er
ræða íbúð á neðri hæð í tví-
býlishúsi, ásamt bílskúr og
tilheyrandi hlutfallslegri
sameign og eignarlóð. Sölu-
verð er kr. 6.500.000 og
greiðist við undirritun kaup-
samnings en afhending
eignarinnar verður sam-
kvæmt nánar samkomulagi.
Tilboðið er samþykkt af
Halldóri Halldórssyni, bæj-
arstjóra, með fyrirvara um
samþykki bæjarstjórnar
Ísafjarðarbæjar.
Stefán Brynjólfsson,
byggingafulltrúi á tækni-
deild Ísafjarðarbæjar, segir að
deiliskipulag fyrir þetta svæði
sé komið nokkuð til ára sinna
og áratugir síðan fyrst var farið
að ræða um kaup á Hafnar-
stræti 17. Árið 1971 keypti
Ísafjarðarkaupstaður efri hæð
hússins, hálfan kjallarann og
helminginn í eignarlóðinni en
ekki náðist samkomulag um
kaup á eignarhluta Halldóru
fyrr en nú í síðustu viku. Stef-
án segir að skv. skipulagi hafi
aldrei staðið neitt annað til en
að húsið yrði fjarlægt enda sé
þarna gert ráð fyrir byggingar-
lóðum sem og annars staðar á
svæðinu sunnan við Hafnar-
stræti. Gatan verður þá lagfært
þannig að hlykkurinn sem nú
er vegna hússins hverfur og
sömuleiðis er gert ráð fyrir
að Mjallargatan nái alla leið
niður að Pollgötunni þannig
að gatnamót verða nokkurn
veginn á þeim stað sem hús-
ið stendur núna.
Halldór Halldórsson,
bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar,
segir að ekki sé búið að
taka ákvörðun um framtíð
hússins. Hins vegar hafi
óformlega verið rætt um að
bjóða það til sölu til flutn-
ings en áður þurfi þó að
liggja fyrir hvaða lóð sé
hægt að bjóða viðkomandi
kaupanda að flytja á. Húsið
verði því vonandi ekki rifið
enda eitt af þessum virðu-
legu, húsum á Ísafirði sem
eiga sér merka sögu.
Auglýsingar og áskrift 456 4560