Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.08.2002, Qupperneq 12

Bæjarins besta - 08.08.2002, Qupperneq 12
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk bb.is – öflugur frétta- og upplýsingamiðill! Fyrrum framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækja „Rauða hersins“ Fékk skilorðsbundinn dóm en var sýknaður að hluta Ketill Helgason, fyrrum framkvæmdastjóri vestfirsku fiskvinnslufyrirtækjanna Rauðsíðu ehf. og Bolfisks ehf. og fleiri tengdra fyrirtækja („Rauða hersins“) var í Hér- aðsdómi Vestfjarða í síðustu viku dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru fyrir brot gegn tollalögum. Bótakröfu flutningafyrirtækis á hendur honum var vísað frá dómi vegna vanreifunar. Ketill var ákærður og sak- felldur fyrir að hafa í mars 1999 fengið framkvæmda- stjóra Flutningamiðlunarinnar Jóna hf. til að afhenda sér um 6,5 milljónir króna sem fyrir- framgreiðslu fyrir 15 tonn af þorskhnökkum, sem hann lof- aði að Rauðsíða hf. myndi afhenda skömmu síðar, án þess að nokkrar efndir yrðu á því loforði. Einnig var hann ákærður fyrir að hafa í fjögur skipti á tímabilinu frá því í nóvember 1998 fram í ágúst 1999 sem framkvæmdastjóri Rauðsíðu ehf. og framkvæmdastjóri Bolfisks ehf. flutt inn á ólög- legan hátt frosið sjávarfang, samtals liðlega eitt tonn af ýsu og liðlega eitt þúsund tonn af þorski, sem fjarlægt var úr frystigeymslum og tekið ótoll- afgreitt til vinnslu í fiskverk- unum Rauðsíðu ehf. og Bol- fisks ehf. án heimildar toll- yfirvalda. Dómurinn sýknaði Ketil af þeim atriðum ákær- unnar, það eð ekki yrði á því byggt að honum hafi átt að vera það ljóst að honum væri óheimilt að afhenda sjálfum sér fiskinn til vinnslu úr eigin geymslum, þótt tollmeðferð hans væri ekki lokið. Í málinu lá fyrir bótakrafa Jóna-Transport hf. um að ákærða yrði gert að greiða fyr- irtækinu kr 6.496.722 auk þóknunar lögmanns og drátt- arvaxta. Var þar greint að það félag hafi yfirtekið öll réttindi og skyldur Jóna hf., en ekki tilgreint með hvaða hætti það hafi gerst og hvenær, og ekki kennitala og heimili hins nýja félags. Ákærði krafðist frávís- unar bótakröfunnar við munn- legan málflutning, með skír- skotun til þess að yfirlýsing um aðilaskipti að kröfunni væri engum gögnum studd. Á þetta féllst dómurinn og vísaði bótakröfunni frá. Í dómsorði segir að ákærði skuli sæta sex mánaða fang- elsi, en fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dómsins, haldi ákærði almennt skilorð. Vísað var frá dómi bótakröfu Jóna- Transport hf. Ákærði greiði helming sakarkostnaðar, þar með talinn helming málsvarn- arlauna skipaðs verjanda síns, en að öðru leyti greiðist sak- arkostnaður úr ríkissjóði. Vestfirðir 1% atvinnu- leysi í júlí Í byrjun þessa mánaðar voru 46 atvinnulausir skráðir á Vestfjörðum utan Reykhólahrepps, 18 karl- menn og 28 konur. Um ör- litla aukningu er að ræða frá meðalatvinnuleysi í júní og mældist það nú 1% en var 0,9% í síðasta mán- uði. Að sögn starfsmanns hjá Svæðisvinnumiðlun Vest- fjarða má ekki búast við mikilli hreyfingu á mann- afla á þessum árstíma. Ekki er von á mikilli breytingu fyrr en seinna í ágúst þegar nemendur fara af vinnu- markaði. Þórður Júlíusson á Ísa- firði greiðir langhæstan eignarskatt og sérstakan eignarskatt einstaklinga á Vestfjörðum samkvæmt álagningu 2002 eða liðlega 2,6 milljónir króna. Næst á eftir koma Sigurbjörg Halldórsdóttir og Friðgeir Höskuldsson á Drangsnesi með kr. 689 þúsund hvort. Í fjórða sæti er Kristjana Ólafsdóttir á Ísafirði með kr. 621 þúsund en síðan koma Sigríður Brynjólfs- dóttir og Ásgeir Guðbjarts- son á Ísafirði með kr. 615 þúsund krónur hvort. Han- sína Einarsdóttir á Ísafirði skal greiða kr. 525 þúsund, Jón Gunnar Stefánsson á Patreksfirði er næstur með kr. 439 þúsund, en síðan koma Ingibjörg Kristjáns- dóttir og Hinrik Kristjáns- son á Flateyri með kr. 403 þúsund hvort. Þórður Júl- íusson greið- ir hæstan eignaskatt Vestfirðir Þórður Júlíusson. Gamall kunningi lögreglunnar að störfum á Ísafirði Braust inn hjá Orkubúinu strax eftir annað innbrot Brotist var inn í höfuðstöðv- ar Orkubús Vestfjarða á Ísa- firði aðfaranótt fimmtudags- ins í síðustu viku. Innbrots- þjófurinn braut opnanlegan glugga við bakinngang húss- ins og fór þar inn. Við þetta fór þjófavarnakerfi í gang og hringdi bjalla á öðrum stað í húsinu. Einnig gerði stjórn- stöð Securitas lögreglu og nokkrum starfsmönnum við- vart. Þjófurinn fór að hringj- andi bjöllunni og lamdi hana sundur. Þá reif hann niður stjórnstöð fyrir þjófavarna- og brunavarnakerfi. Að því loknu fór hann að læstum og rammgerðum skjalaskáp í tölvuherbergi. Innbrotsþjófnum tókst að opna skápinn sem innihélt þó ekkert fé, heldur einungis tölvugögn. Um svipað leyti kom lögregla á staðinn og kom hún að innbrotsþjófnum á efri hæð hússins. Hélt hann þá á tveimur töskum og sínum innbrotstólum. Tjónið sem hann olli í þessu innbroti mun nema milljónum króna. Þjóf- urinn gamall kunningi lög- reglunnar og sá sami og braust tvívegis inn í Vestrahúsið á Ísafirði en fyrr í síðustu viku upplýsti lögreglan á Ísafirði þau mál. Þau innbrot voru framin með um hálfs árs millibili, það fyrra í febrúar en það síð- ara aðfaranótt mánudagsins í síðustu viku. Í báðum inn- brotunum var fjármunum stol- ið sem og ýmiskonar varningi sem í húsinu var geymdur. Í kjölfar síðara innbrotsins handtók lögreglan á Ísafirði mann á fertugsaldri sem grun- aður var um að hafa framið innbrotin. Maðurinn sem hef- ur alloft komið við sögu lög- reglunnar vegna auðgunar- og fíkniefnabrota viðurkenndi að hafa framið bæði innbrotin og vísaði auk þess lögreglu á þýf- ið. Fyrra innbrotið var framið þann 22. febrúar sl. þegar brot- ist var inn í fimm fyrirtæki og stofnanir í Vestrahúsinu. Af verksummerkjum mátti sjá að innbrotsþjófurinn fór þá inn hjá fyrirtækinu Vír og þaðan inn í fyrirtækin Ellingsen- Sandfell og Ísfang. Sömuleiðis var brotist inn hjá Rauða krossinum og inn á skrifstofu útgerðarfélagsins Ísfirðings. Þá var reynt að brjótast inn í umboð Vífilfells en viðkomandi varð frá að hverfa. Þannig var umhorfs á vettvangi í Orkubúi Vestfjarða.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.