Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.03.2001, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 28.03.2001, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 Stakkur skrifar Glæsileg Þjóðahátíð Vestfirðinga Netspurningin Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Aðeins er tekið við einu svari frá hverri tölvu. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Spurt var: Ferðu á einhvern viðburð Þjóðahátíðar Vestfirðinga? Alls svöruðu 370. Já sögðu 148 eða 40,00% Nei sögðu 165 eða 44,59% Kannski sögðu 57 eða 15,41% Laugardaginn 24. marz síðast liðinn fór lokahátíð Þjóðahátíðarinnar fram í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði, en hún var nú haldin í fjórða sinn. Hugmyndin að baki hátíðahaldanna er góð vegna þess að samfélagið tekur nú miklum breyt- ingum og verður stöðugt alþjóðlegra á Íslandi, ekki síst á Vestfjörðum. Oft hljómar það ankannalega að heyra um atvinnuleysi á Íslandi, þegar litið er til þess að fólk sem er fætt erlendis er 5% íbúa landsins og sinnir mikilvægum störfum, eins og fram kom í máli Páls Péturssonar félagsmálaráðherra á hátíðinni á laug- ardaginn. Jafnframt upplýsti ráðherann að hlutfallið væri mun hærra á Vestfjörðum eða 9%, enda hæst á landinu. Samkvæmt því eru útlendingar nálægt 800 á Vestfjörðum einum. Þjóðahátíð- in er því eðlilegur þáttur í mannlífinu hér og þátttakan sýndi að Vestfirðingar hafa áhuga á því sem þar var fært fram. Kynning á menningu fólks sem runnið er upp í annarri menningu en þeirri sem við eigum að venjast er gagn- leg og nauðsynleg. Íslendingum er hollt að kynnast fjölbreyttri menningu þess fólks sem hefur valið sér að setjast að hér og festa rætur í ólíku umhverfi og aðlaga sig annars konar menningu. Rætur, félag áhugafólks um menningarfjölbreytni á Vestfjörðum, hefur staðið sig með mikilli prýði við þessi hátíðahöld, sem stóðu í rúma viku, en þau hófust laugardaginn 17. mars síðast liðinn í Súðavík. Þetta er í fyrsta skiptið sem hátíðahöldin standa svo lengi, en áður hafa þau verið bundin við einn dag í senn. Þessi nýjung kann að hafa valdið því aðsókn hefði mátt vera betri við setningu hátíðarinnar í Súðavík, því fólk þarf að laga sig að nýjum og breyttum háttum. Páll Pétursson félagsmálaráðherra færði bókasafninu á Ísafirði peningagjöf til kaupa á bókum á tælensku og pólsku, ásamt því að kynna ráðningu forstöðumanns Nýbúamiðstöðvar á Vestfjörðum, en sú er Elsa Arnardóttir. Foseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og unnusta hans Dorrit Moussaieff, heiðruðu gesti á lokahátíðinni með nærveru sinni, en áður höfðu þau heimsótt Þróunarsetrið í Ísfirðingshúsinu og kynnt sér starfsemi þess. Forsetinn ávarpaði hátíðargesti og gerði að umræðuefni þá miklu menningu sem Vestfirðingar búa að og fjölbreytnina sem fer vaxandi með nýju fólki, sem losar um rætur sínar úti í hinum stóra heimi og festir þær að nýju í framandi umhverfi. Eftirtektarvert var hversu mikið hinum nýju Vestfirðingum þótti til um að þjóðhöfðinginn sækti hátíðina heim og hve alþýðleg hann og unnusta hans voru. Þau heilsuðu fólki og gáfu sér tíma til þess að ræða við það um fyrri heimkynni. Nokkrir báðu um mynd af sér með forsetanum eftir slíkt samtal og brást hann ljúflega við því. Þótti þeim mikið til koma og eiga víst öðru að venjast frá heimalöndum sínum. Forsetinn á þakkir skilið fyrir þá umhyggju sem hann sýndi Vestfirðingum á hátíðinni, eldri sem yngri, óháð uppruna þeirra. Rótum og öðrum sem gerðu Þjóðahátíðina mögulega eru færðar þakkir. Hún er komin til að vera. Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður skrifar um flokksþing framsóknarmanna ,,atvinnugrundvöllur sjávarbyggða er fjarri því að vera tryggður“ Ný löggjöf komi í veg fyrir að stétt leiguliða myndist í útgerð Ályktun um sjávarútveg á flokksþingi framsóknar- manna sætir nokkrum tíðind- um. Nýjar áherslur voru lagð- ar og eftirtektarvert er að sam- staða náðist um öll helstu atr- iði ályktunarinnar. Upp úr stendur að flokksþingið tekur undir þau sjónarmið auðlinda- nefndar, að í stjórnarskrá verði sett að fiskistofnarnir séu sam- eiginleg auðlind allrar þjóð- arinnar og eign hennar, svo og að greiða beri gjald fyrir afnot af auðlindinni. Hér er um algert grundvall- aratriði að ræða sem löggjöf um nýtingu fiskistofnanna verður að byggjast á. Útvegs- menn verða leigjendur en ekki eigendur að útgefnum kvót- um. Þá ályktaði flokksþingið að markmið nýrrar löggjafar um stjórn fiskveiða eigi meðal annars að tryggja: * atvinnugrundvöll sjávar- byggða, m.a. með því að auka byggðakvóta. * uppbyggingu fiskistofna og sjálfbæra nýtingu þeirra. * jafnræði aðila í greininni og koma þannig í veg fyrir að stétt leiguliða myndist í henni. * áfram verði byggt á tví- skiptu kerfi, aflamarkskerfi annars vegar og hins vegar á smábátakerfi sem verði bland- að aflamarkskerfi og sóknar- markskerfi. Þessi markmið ásamt stjórnarskrárákvæðinu mynda ramma um stefnu flokksins. Augljóst er að breyta þarf gild- andi lögum því atvinnugrund- völlur sjávarbyggða er fjarri því að vera tryggður, þótt í þeim efnum sé ástandið breytilegt um landið. Jafnræði ríkir ekki í greininni meðan útgerðarmenn afla sér veiði- heimildanna með mjög mis- munandi hætti, allt frá því að fá úthlutun frá ríkinu gegn lágu gjaldi yfir í að leigja allar heimildir á markaði fyrir allt að 120 kr/kg af þorski. Auk þessa ójafnræðis í úthlutun er mikill aðstöðumunur fólginn í því að einn útgerðarmaður geti haft tekjur af öðrum með framleigu aflaheimilda. Þessi staða í greininni stuðl- ar sérstaklega að samþjöppun, sem síðustu ár hefur verið firna hröð, og torveldar nýlið- un þar sem kostnaðurinn við að afla sér veiðiheimilda er hærri en tekjur standa undir. Enda ólíku saman að jafna að þurfa að kaupa allar veiði- heimildir á markaðsverði eins og nýliðinn þarf eða að hafa fyrir veiðiheimildir sem ekki þarf að greiða fyrir og kaupa til viðbótar þeim. Kerfi sem hamlar nýliðun kemur verst við sjávarbyggðirnar. Þar eru helst ungu mennirnir sem vilja hasla sér völl í útgerð og geta tryggt að maður kemur í manns stað. Þá kemur síður að sök þó einn hætti og útgerð hans leggist af því annar tekur við. Í dag er kerfið eins og við þekkjum, að ef einn útgerðar- maður selur sínar veiðiheim- ildir burt úr plássinu og hættir, þá er atvinna margra í upp- námi og þeir sem hefja útgerð neyðast til þess að vera leigu- liðar annarra útgerðarmanna og eiga vart möguleika á að koma sínu fyrirtæki á legg. Þess vegna er alger nauðsyn að breyta núverandi kerfi. Framtíð sjávarbyggðanna hvílir á því. Hvaða leið er best að fara til þess að ná ofangreindum markmiðum er ekki slegið föstu. Tvær leiðir voru lagðar til, fyrningarleið og veiði- gjaldsleið, og ákvað flokks- þingið að skoða þær næstu mánuði ásamt öðrum hug- myndum sem fram kunna að koma og leggja niðurstöður sínar fyrir haustfund mið- stjórnar 2001. – Kristinn H. Gunnarsson. Bókmenntavakan Vestanvindar í Edinborgarhúsinu Að mestu helguð Guðmundi G. Hagalín Salurinn í Edinborgarhús- inu á Ísafirði var þéttsetinn á sunnudaginn þegar í fyrsta sinn var haldin þar bók- menntavaka undir nafninu Vestanvindar. Vakan var helg- uð minningu Guðmundar G. Hagalín rithöfundar en einnig komu þar fleiri vestfirsk skáld við sögu. Margir telja Guðmund Hagalín merkastan þeirra rit- höfunda, sem vestfirskir geta talist, og hafa þungvæg rök fyrir því áliti. Þá er ekki ein- ungis átt við vestfirskan upp- runa hans og búsetu á Vest- fjörðum, heldur ekki síður efniviðinn í ritverkum hans. Hins vegar gæti einnig annar þáttur í lífi Guðmundar verið tilefni þess að hans væri minnst sérstaklega á Ísafirði. Það eru störf hans að bæjar- málum og atvinnumálum. Guðmundur Gíslason Hagalín fæddist árið 1898 að Lokinhömrum við Arnarfjörð. Einhver þekktasta skáldsaga hans er Kristrún í Hamravík, sögukorn um þá gömlu, góðu konu, sem hann ritaði snemma á Ísafjarðarárum sínum og út kom árið 1933. Á Ísafjarðar- tíma sínum ritaði Guðmundur einnig Sturlu í Vogum, hið mikla og magnaða verk sem út kom árið 1938. Ætla mætti að maður sem vann svo mörg stórvirki í bók- menntum sem Guðmundur Hagalín hefði ekki gert neitt annað. Afköst hans á öðrum sviðum voru þó með þeim hætti, að ætla mætti að hann hefði ekki gert neitt annað. Guðmundur settist að á Ísafirði árið 1929. Nokkru áð- ur hafði hann dvalist í Noregi um þriggja ára skeið, ferðast um landið og flutt erindi um Ísland og íslenska menningu. Á Ísafirði stundaði Guðmund- ur kennslu en var einnig rit- stjóri, bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar og var mjög at- kvæðamikill og framsýnn á þeim vettvangi. Hann var ötull frumkvöðull nýjunga í at- vinnumálum og átti sæti í stjórnum margra fyrirtækja. Guðmundur fluttist frá Ísafirði árið 1946. Hann andaðist árið 1985. Á vökunni í Edinborgarhús- inu fjallaði Þröstur Helgason bókmenntafræðingur um há- skólafyrirlestra Guðmundar, Auður Hagalín á Ísafirði, son- ardóttir Guðmundar, sagði frá lífi hans og störfum og Hrafn- hildur Guðmundsdóttir Haga- lín og Gunnar Jónsson lásu úr verkum hans. Eyvindur P. Eiríksson rithöfundur fjallar um siglingalýsingar Guð- mundar. Safnað hefur verið fjölda ljósmynda frá ferli Guðmundar, mynda sem al- drei hafa birst opinberlega, og voru ýmsar þeirra til sýnis. Einnig kynnti Eyvindur Pét- ur Eiríksson eigin verk og skáldin Eiríkur Norðdahl og Inga Dan fluttu nokkur af ljóð- um sínum. Salurinn i Edinborgarhúsinu var þéttsetinn á sunnudag. Hér má meðal annars sjá Auði Hagalín, sonardóttir Guðmundar G. Hagalín (tv.) sem sagði frá lífi hans og störfum og Jónínu Einarsdóttur. 13.PM5 19.4.2017, 09:268

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.