Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.06.2001, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 13.06.2001, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2001 9 anum á Ísafirði. Þeir fengu styrk frá bænum til að borga sér og leikstjóranum einhver laun. Ráðamenn bæjarins voru mjög hrifnir af þessu og úr varð að bærinn ákvað að starfrækja svipað leikhús. Morrinn hefur fengið mikla athygli á landsvísu, sem er mjög gott fyrir sveitarfélagið allt. Það er nefninlega ekkert algengt og þykir heldur ekkert sjálfsagt að svona mikið sé gert fyrir ungt fólk. Þess vegna finnst mér mjög gott hvernig þetta dregur athygli manna að því góða sem gerist í bænum.“ Leiklistin númer eitt Nú fer í hönd þriðja sumarið sem Elvar Logi stýrir Morr- anum. Hann gerir væntanlega lítið annað í sumar, eða hvað? „Ætli það, undanfarin ár hefur allavega verið fullt að gera hjá okkur og vonandi verður það þannig í sumar líka.“ En hvað hefur Elvar Logi verið að gera í vetur? „Ég hef verið í hinu og þessu. Ég byrj- aði í vetur á því að leikstýra hinu nýupprisna Stúdentaleik- húsi og setti upp með þeim leikritið Stræti. Á sama tíma, og reyndar í allan vetur, var ég að kenna leiklist í Grunn- skólanum á Ísafirði og á Flat- eyri og í Menntaskólanum. Sem betur fer var haustið gott og alltaf hægt að fljúga, þann- ig að maður komst alltaf á milli. Svo var ég með leiklistar- námskeið í Listaskóla Rögn- valdar sem mér finnst alveg stórsniðugur skóli sem bráð- nauðsynlegt er að hlúa að. Eftir áramótin leikstýrði ég leikritinu „Land míns föður“ í Menntaskólanum. Sýningin tókst vonum framar og að- sóknin var ótrúlega góð. Einn- ig las ég vestfirskar þjóðsögur inn á hljóðsnældu sem Vest- firska forlagið gaf út. Sögur- nar eru bæði gamlar og nýjar. Þær gömlu ritaði Jón Árnason og félagar en nýju sögurnar ritaði Gísla Hjartarson. Þetta mæltist bara nokkuð vel fyrir og má því eiga von á fleiri vestfirskum þjóðsögum á hljóðformi um næstu jól. Maður hefur verið að dútla við hitt og þetta undanfarið. Leiklistin hefur alla tíð verið aðaláhugamálið mitt og mér finnst alveg meiriháttar gaman að geta starfað við hana líka og vona bara að það verði þannig áfram.“ Elvar Logi Hannesson. Pétur Albert Sigurðsson múrari var búinn að koma sér nokkuð vel fyrir á höf- uðborgarsvæðinu síðasta vetur. Hann og heitmey hans, Margrét Ósk Jónas- dóttir, höfðu keypt sér ein- býlishús í Hafnarfirði og unnið að því að gera það upp þegar þau ákváðu í vor að flytja aftur á heimaslóðir vestur á fjörðum. Pétur keypti sig inn í fyrirtækið Múrkraft á Ísafirði sem hann rekur nú ásamt Her- manni Þorsteinssyni, múr- arameistara og hundafang- ara, en Margrét fór að starfa hjá Löggiltum endurskoð- endum á Vestfjörðum. Þau búa nú á Flateyri og líkar vel. „Það hefur þó engin ákvörðun verið tekin um það hvar við ætlum að búa í framtíðinni. Ég er Ísfirðing- ur og Margrét er Flateyr- ingur og mér líkar vel að vera á Flateyri og henni líkar Ísafjörður ágætlega þannig að ég býst ekki við miklum átökum um það hvar við búum.“ Þénaði eins og vitleysingur Pétur er sonur Sigurðar Gunnarssonar bifvélavirkja á Ísafirði og Lindu Krist- jónsdóttur, starfsmanni Landsbanka Íslands. „Ég ólst upp á Ísafirði en flutti suður átján ára gamall. Sumarið 1994 kynntist ég nefnilega Margréti, en hún ætlaði suður í Verslunarskól- ann um haustið. Að sjálfsögðu neyddist ég til að elta hana til Reykjavíkur. Fyrst um sinn vann ég hjá byggingafyrirtæki í Reykja- vík, en kom vestur sumarið eftir til að vinna hjá Vegagerð- inni eins og ég hafði gert sumr- in þar á undan. Svona gekk þetta í tvö ár eða svo, en þá fór ég að læra til múrara. Ég kláraði námið og samninginn fyrir nokkru og vann þá um tíma hjá fyrirtæki sem heitir Gler og Speglun, en múraði alltaf á kvöldin og um helgar, enda var miklu meira en nóg að gera fyrir iðnaðarmenn í góðærinu. Ég þénaði alveg eins og vitleysingur, enda vann ég á tímabili ekki minna en 300 tíma á mánuði.“ Fáránlegt fasteignaverð Pétur og Margrét voru nokkuð viss um að þau ætluðu að búa fyrir sunnan. „Við keyptum okkur íbúð á tíundu hæð í blokk í Kópavoginum fyrir þremur eða fjórum árum. Það að íbúðin skyldi vera á tíundu hæð var mikill ókostur þegar við eignuðumst okkar barn fyrir tveimur árum og ákváðum við því að selja hana. Þetta var árið 1999 og fasteignaverðið í Reykjavík og nágrenni var orðið fárán- legt. Við keyptum þessa íbúð á 7,9 milljónir en seldum hana á 13 milljónir tveimur árum seinna. Sú sem keypti var átt- ræð kona sem var að flytja frá Egilsstöðum og hafði þar selt sitt 200 fermetra einbýlishús á 9 milljónir.“ Örlagarík límkaupaferð „Við keyptum okkur rúm- gott einbýlishús í Hafnarfirði og lögðum mikla vinnu í að gera það upp enda átti það að verða okkar framtíðarheimili. En í vor breyttust plönin. Við fórum til Flateyrar til að fara á Stútung, þorrablót Önfirð- inga. Í leiðinni tók ég að mér að flísaleggja eitthvað örlítið í dvalarheimili aldraðra á Flat- eyri. Mig vantaði flísalím og fór því til Hermanns Þor- steinssonar. Við fórum að spjalla og hann spurði mig hvort ég vildi ekki koma vest- ur aftur og fara að vinna með honum. Eftir miklar vangaveltur og þegar við vorum bæði búin að fá vilyrði um örugga vinnu við okkar hæfi fyrir vestan, ákváðum við að flytja. Við seldum einbýlishúsið í Hafn- arfirði og komum vestur.“ Líst vel á sumarið Þau Pétur og Margrét leigðu sér íbúð á Flateyri. Bæði vinna þau á Ísafirði, en Pétur segir lítið mál að aka á milli á hverj- um degi. „Það tekur ekki nema 20 mínútur. Það tók Margréti nú 40 mínútur að keyra frá Hafnarfirði í vinnuna á Stór- höfða í Reykjavík, svo það er lítið mál að keyra frá Flateyri til Ísafjarðar. Þetta er orðið eitt atvinnusvæði eftir að göngin komu.“ Pétur vinnur ekki sem launamaður hjá Hermanni, heldur keypti hann sig inn í fyrirtækið. „Kompaníið heitir Múrkraftur. Við ætlum að sinna öllu almennu múrverki, flísalögnum, múrviðgerðum og slíku. Svo verðum við líka að selja fyrir fyrirtæki sem framleiða múrefni, svo sem Steinprýði, S. Helgason, Í- Múr og fleiri. Við erum með aðstöðu í Fjarðarstræti 20, þar sem Daði Hinriksson var með bílaverkstæði, þar sem við geymum okkar græjur og efni. Til stendur að bjóða fólki upp á svokallaðar heildar- lausnir á baðherbergjum. Fólk kemur þá til okkar með ein- hverjar hugmyndir, við hönn- um baðið og smíðum inn í herbergið frá grunni. Að sjálf- sögðu reynum við að kaupa alla vinnu úr heimabyggð og fáum pípara, rafvirkja og fleiri af svæðinu. Við erum búnir að ráða fjóra stráka, verkamenn, sem verða hjá okkur í sumar og sinna háþrýstiþvotti, sandblæstri og svoleiðis. Það verða næg verkefni fyrir okkur alla í sumar og fram á haust.“ Ætlaði varla að þekkja Suðureyri Pétur er hæstánægður með að vera kominn aftur vestur. „Það má segja að það greiðist úr magaflækj- unum þegar maður kemur vestur á firði. Það er ekki sama stressið hér og fyrir sunnan. Okkur líður báðum mjög vel á Vestfjörðum og búumst við því að vera hérna áfram. Það er alveg með ólíkind- um hversu mikil uppbygg- ingin hefur verið á svæðinu, sérstaklega í bæjunum vest- an við Ísafjörð. Mér kross- brá þegar ég fór með Her- manni til Suðureyrar nú í vor, en þá hafði ég ekki komið til bæjarins í fimm ár. Ég ætlaði varla að þekkja bæinn og spurði Hemma hver andskotinn hefði eig- inlega gerst. Það var allt svo miklu líflegra heldur en fyrir fimm árum og miklu meira að gerast. Það sama hefur gerst á Flateyri og Þingeyri. Mér sýnist það hafa verið viss kjarni af mönnum sem hafa rifið þetta áfram og hafa verið að gera virkilega góða hluti.“ Múrari snýr aftur 24.PM5 19.4.2017, 09:349

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.