Bæjarins besta - 13.06.2001, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2001
GÆSLUVÖLLUR VIÐ TÚNGÖTU
Gæsluvöllur við Túngötu á Ísafirði
opnar 15. júní og verður opinn frá kl.
13:30-17:00 alla virka daga í sumar.
Daggjald á gæsluvöllinn er kr. 250.-
Skóla- og fjölskylduskrifstofa
Ísafjarðarbæjar.
FRÁ FÉLAGSMIÐSTÖÐINNI ÍSAFIRÐI
Félagsmiðstöðin á Ísafirði óskar eftir
að ráða starfsmann í fullt starf til þess
að hafa umsjón og eftirlit með ungl-
ingastarfi á Ísafirði. Bæði er um dag-
og kvöldstarf að ræða.
Þá vantar dagstarfsmann til þess að
hafa eftirlit með húsnæði félagsmið-
stöðvarinnar að degi til, gæslu, þrif,
aðstoð í eldhúsi o.fl.
Mötuneyti nemenda grunnskólans er
innan veggja félagsmiðstöðvarinnar.
Þar vantar matselju í 83,4% starf í 9
mánuði ársins. Viðkomandi sér um að
útbúa og selja málsverði fyrir 7.-10.
bekk.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið
störf í síðari hluta ágústmánaðar. Upp-
lýsingar gefur forstöðumaður í síma
456 3808 eða 863 3806.
Félagsmiðstöðin á Ísafirði.
GARÐEIGENDUR ATHUGIÐ!
Vinnuskólinn býður upp á slátt og
garðhirðu. Kostnaður er kr. 1.500 á
klst. Áætla má að sláttur á meðal
garði taki 3 klst.
Hreinsun á beðum, arfahreinsun o.fl.
er á kr. 2.000.- á klst., miðað við að 6-
7 duglegir unglingar starfi að hreinsun
í einu.
Upplýsingar og pöntun í síma 456
3808.
Vinnuskólinn.
Ísfirðingar á leið til hjálparstarfa í Serbíu og Bosníu
„Börn sem þekkja
ekkert annað en stríð“
Í næstu viku halda tveir Ís-
firðingar til hjálparstarfa í Ser-
bíu og Bosníu. Þetta eru hjón-
in Guðmundur Sigurðsson,
starfsmaður sorpbrennslunnar
Funa og Kolbrún Dagbjört
Sigurðardóttir, starfsmaður á
Bræðratungu. Þau fluttu til
Ísafjarðar fyrir sex árum og
komu þá frá Galtavita þar sem
þau voru vitaverðir í tvö ár.
Móðurfjölskylda Kolbrúnar
býr fyrir vestan, en hún er
hálfsystir ljósmyndarans
Spessa eða Sigurþórs Hall-
björnssonar eins og hann heit-
ir fullu nafni. Guðmundur og
Kolbrún stofnuðu og hafa rek-
ið Vitann, kristið sjómanna-
starf síðan þau fluttu til Ísa-
fjarðar.
Oak Hall samtökin
„Við höfum starfað að Vit-
anum, kristnu sjómannastarfi
og höfum lengi haft áhuga á
að fara í einhverskonar hjálp-
arstarf. Nú er svo komið að
við eigum bæði stórafmæli í
ár og við ákváðum að gera
eitthvað gefandi fyrir okkur
og aðra og fórum að líta í
kringum okkur að einhverju
sem okkur litist vel á og þá
kom þetta tækifæri upp í
hendurnar á okkur. Oak Hall
samtökin í Englandi, er í raun
kristinn bresk ferðaskrifstofa.
Þeir eru með ferðir út um allan
heim, til Spánar, Ítalíu, og til
Íslands einu sinni á ári og þá
um Suðurlandið, en við ætlum
einmitt að nýta tækifærið
meðan við erum úti og benda
þeim á möguleika á ferðum
til Vestfjarða. Júgóslavía er
eina landið þar sem þeir eru
með hjálparstarf. Þeir hafa far-
ið í rútum og haft með sér
hjálpargögn í flutningabílum.
Þeir hafa verið þarna síðan
stríðið hófst og voru meira að
segja á þessum slóðum á
meðan á loftárásunum stóð
og er ferðin sem við erum að
fara í 39. ferðin sem þeir gera
út til Júgóslavíu.
Dæmigerð innkaup
vísitölufjölskyldu
Við höfum valið að eyða
sumarfríinu okkar í þessa ferð
sem tekur hálfan mánuð. Við
ætlum að slást í för með ensk-
um trúsystkinum og er förinni
heitið til hjálparstarfa í Serbíu
og Bosníu. Við förum út til
Englands 18. júní og dveljum
í bækistöðvum Oak Hall í
Kent. Við förum svo frá Eng-
landi að morgni 21. júní með
rútu sem leið liggur til Júgó-
slavíu. Við komum til með að
búa í heimahúsum og í bækl-
ingnum erum við beðin um
að þiggja ekkert af fólkinu
sem við búum hjá heldur
kaupum við okkar eigin mat-
vörur og hópurinn fær lánaða
krá til með að elda mat. Einnig
erum við beðin um að koma
með matarpakka handa fjöl-
skyldunni sem við verðum
hjá. Við fengum uppskrift af
þeim pakka en hann saman-
stendur af hreinlætis- og mat-
vörum. Við sjáum ekki betur
en að þetta séu dæmigerð
innkaup vísitölufjölskyldunn-
ar hér á Íslandi.
Biblíuskóli í Backy
Petrovec
Bækistöðvar okkar verða í
Backy Petrovec í Serbíu, þar
sem Englendingar hafa komið
á fót biblíuskóla sem heitir
Ces og núna á seinni árum
hafa Serbar farið að sækja
þennan skóla. Þeim finnst
betra að vera þarna heldur en
í flóttamannabúðum og hafa
þá eitthvað fyrir stafni því allt
nám og allt viðurværi er ger-
samlega í molum þarna niður-
frá. Þó svo að stríðið sé búið
þá er ennþá mikil neyð og
fólk hefur raunar engin tæki-
færi. Þess vegna hafa Serbar
tekið því fegins hendi að geta
farið í þennan biblíuskóla og
nú er skólinn farin að senda
nemendur víðsvegar um Júgó-
slavíu til þess að vinna þessi
sömu verk, boða trú og hjálpa
fólki.
Börn sem þekkja
ekkert annað en stríð
Með í för verður flutninga-
bíll með 40 tonn af hjálpar-
gögnum, matvælum, klæðn-
aði, lyfjum og öðrum nauð-
synjum og við munum gera
út frá þessum skóla en við
munum búa meðal innfæddra
í heimahúsum. Dvalið verður
á þessu svæði í átta til níu
daga og munum við heim-
sækja flóttamannabúðir, sem
eru nokkrar á þessu svæði,
skóla og kirkjur og taka til
hendinu þar sem þarf. Í baka-
leiðinni verður farið í gegnum
Bosníu. Þar er meira óráðið
hvað gert verður, en þetta er
þriðja ferð Oak Hall samtak-
anna þangað. Þar er ástandið í
raun eins, en það er svona
meira óvissuferð því samtökin
hafa ekki komið sér fyrir þar.
Við munum dvelja þar í þrjá
til fjóra daga við það að færa
fólki nauðsynjar, von, hlýju
og kærleika frá Guði. Við höf-
um rætt við Bryndísi Frið-
geirsdóttur hjá Rauða kross-
inum á Ísafirði en þau eru í
samstarfi við Rauða Kross
deild sem er sunnar í Serbíu.
Samkvæmt því sem hún sagði
mér, þá er mjög mikil neyð á
þessu svæði og mörg börn
hafa dvalið í flóttamannabúð-
um alla sína ævi, eða sjö til
níu ár. Læknishjálp og skóla-
ganga er í algeru lágmarki.
Þarna er fólk sem hefur kann-
ski upplifað tvær heimstyrj-
aldir og svo borgarastyrjöld í
ofanálag sem og börn sem
þekkja ekkert annað en stríð.
Pakkar af ást
Meðal þess sem verður
dreift í ferðinni eru litlir pakk-
ar sem heita “parcel of love“
eða pakkar af ást. Þegar við
fórum að skoða innihald
þeirra, brá okkur talsvert því
þetta eru bara litlir skókassar
og í þeim eru hlutir sem okkur
hefði ekki órað fyrir að þau
vantaði. Þetta eru hlutir sem
við notum á hverjum degi,
jafnvel oft á dag og ef okkur
vantar þá förum við bara út í
búð og kaupum þá án frekari
umhugsunar. Það sem á að
vera í pökkunum er ein dós af
niðursoðnum tómötum, ein
dós af niðursoðnum ávöxtum,
tannbursti og tannkrem, fjög-
ur bréf af bollasúpu, súkku-
laðistykki, kexpakki, 16 stk
parasetamól, skrifblokk og
penni, bland í poka, sokkapar,
kaffi eða te, vasaklútur, sápu-
stykki og plástur eða svita-
lyktareyðir. Svona pakkar eru
mikil verðmæti í þeirra aug-
um.
Maður getur ekki ímyndað sér
þegar svona langt er um liðið
frá stríðinu að fólk þurfi á
þessu að halda, að neyðin sé
svona mikil. Manni finnst svo
sjálfsagt að það séu matvöru-
búðir til staðar en á þessum
slóðum er ekki neitt til neins.
Við erum bara saklausir Ís-
lendingar sem förum út í búð
og kaupum það sem okkur
vantar þannig að þetta verður
líka lærdómsríkt fyrir okkur.
Við ætlum núna, í staðinn fyrir
að fara út með fullt af pökkum,
að reyna að kanna landið sjá
hvort það sé hugsanlega hægt
að senda pakka frá Ísafirði
með í næstu ferð sem verður
farin í september.
Geta gefið von
Með þessari ferð viljum við
reyna að opna dyr að hjálpar-
starfi frá Íslandi í samstarfi
við þessi samtök. Ferðin er
byrjun á einhverju sem við
ætlum að halda áfram, við
erum ákveðin í því. Einnig
getur fólk sem hefur áhuga á
að fara í svona ferð talað við
okkur og við getum veitt þeim
allar upplýsingar. Það gæti
verið sniðugt fyrir fjölskyldur
að taka til í einn skókassa og
taka þannig þátt. Við Ísfirð-
ingar erum náttúrulega að taka
þátt í þessu með því að sauma
föt en með svona pökkum get-
um við gert ennþá meira. Við
hljótum að geta séð af þeim.
Svona einfaldir hlutir gefa
þessu fólki mikla von, þeir
gefa þeim þá vissu að heimur-
inn er ekki búinn að gleyma
þeim og það gefur þeim styrk
til að halda áfram að lifa.“
Kolbrún Dagbjört Sigurðardóttir og Guðmundur Sigurðsson.
Nú í byrjun sumars eru
ferðamenn, jafnt innlendir
sem erlendir og þá aðallega
frá Bretlandi og Þýskalandi
byrjaðir að streyma til Vest-
fjarða. Að sögn Sigríðar Ó.
Kristjánsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Vesturferða
ehf. á Ísafirði, lítur út fyrir
gott sumar hvað varðar
fjölda ferðamanna.
Fjöldi pantana hjá Vestur-
ferðum er mjög svipaður í ár
og á síðasta ári en þá voru öll
met slegin hvað varðar fjölda
ferðamanna. ,,Þetta fylgir
mikið veðrinu. Ef veðrið verð-
ur eins gott og í dag (mið-
vikudag í síðustu viku), þá
verður þetta gott sumar hjá
okkur enda ýmislegt hægt að
gera. Nokkrir hópar koma til
Ísafjarðar til að vera þar og
skoða norðanverða Vestfirði
en líkt og áður liggur
straumurinn til Horn-
stranda. Þar eru Íslendingar
í meirihluta en Hornstrandir
eru einnig vinsælar hjá er-
lendum ferðamönnum og
þá einkum Bretum og Þjóð-
verjum,“ sagði Sigríður Ó.
Kristjánsdóttir.
Svipaður fjöldi pantana í ár hjá Vesturferðum
Flestir ferðamenn ætla að
fara til Hornstranda í sumar
24.PM5 19.4.2017, 09:3410