Vinnan


Vinnan - 01.06.1944, Síða 15

Vinnan - 01.06.1944, Síða 15
Hér er upptalið það sem Vinnulöggjöfin liefur að segja um sambönd stéttarfélaga, og af því veröur ekki villzt um eftirfarandi: 1. Sem samband stéttarfélaga byggir Alþýöusam- band íslands tilveru- og starfsrétt sinn á hinum skýlausa lagalega rétti verkalýösfélaganna til aö stofna „stéttar- félagssamband í þeim tilgangi að vinna sameiginlega aö hagsmunamálum verkalýösstéttarinnar og launtaka yfir- leitt“ (1. gr.) og lagalegri heimild stéttarfélaga til aö „gera meö sér samning um gagnkvæman stuðning (13. gr.). — Lög Alþýðusambands íslands eru einmitt þessi samningur um gagnkvæman stuðning. 2. Einstaklingar og félög eru bundin löglega gerð- um samþykktum sambands þess, sem þau eru meðlimir í, og stéttarfélög „ráða málefnum sínum sjálf, með þeim takmörkunum, sem sett eru í Vinnulöggjöfinni; einnig ráða þau því, hvort þau eru í stéttarsambandi eða ekki. Ekkert hefur Félagsdómur bent á, í hinum gagn- kvæma samningi verkalýðsfélaganna, þ. e. lögum Al- þýðusambandsins, er brjóti í bága við ákvæði Vinnu- löggjafarinnar um stéttarfélagasambönd eða ganga út yfir nein takmörk, er hún setur (3. og 13. gr.). 3. Vinnulöggjöfin gerir á ótvíræöan hátt ráð fyrir því, að sambönd stéttarfélaga séu sjálfstæöur aðilji í verkföllum, á annan hátt er ómögulegt að skilja ákvæði 18. greinarinnar, þar sem hún segir: „félaga eða sam- bands, sem að vinnustöðvuninni standa.“ — Auk þessa mælir Vinnulöggjöfin svo fyrir í 45 gr„ að yfirleitt skuli sambönd stéttarfélaga reka mál fyrir félagsdómi fyrir hönd meðlima sinna, og í sjálfum Fé- lagsdómi skal Alþýðusamband Islands, hvorki meira né minna, skipa einn mann. Hér gera nefnd lög ekki aðeins ráð fyrir starfandi samböndum stéttarfélaga, heldur slá því beinlínis föstu, að hér sé átt við Alþýðusam- band íslands sem fulltrúa íslenzkra verkalýðsfélaga yfirleitt. A hinn bóginn finnst ekki eitt einasta orð í Vinnu- löggjöfinni sem véfengir á nokkurn hátt lagalegan rétt Alþýðusambandsins til að leiða kaupdeilur sambands- félaga sinna samkvæmt eigin lögum né setur því reglur um starfsaðferðir. Það mun og algengt, enda mjög eðli- legt, að lög og hefðbundnar starfsvenjur gamalla fé- lagssamtaka séu látnar gilda þar sem ákvæði löggjafar eru ekki fyrir hendi. Til að ganga úr skugga um sekt eða sýknu Alþýðu- sambandsins í þessu máli, virtist liggja beint við að rannsaka lög þess og hefðbundnar starfsvenjur í vinnu- deilum, til að fá úr því skorið, hvort nokkuð af þessu færi í bága við ákvæði Vinnulöggjafarinnar varðandi sambönd stéttarfélaga, og í annan stað, ganga úr skugga um hvort Alþýðusambandið hefði í undirbúningi vega- vinnudeilunnar brotið á einhvern hátt lög sín eða starfs- venjur. — Þá mætti og ætla að hver heilbrigð réttar- BJÖRNSTJERNE BJÖRNSSON: VERKAMANNA- MARS Fram, Fram, fylking haldið! Festan er þar sama og valdið. Gerir okkur alla að einum, óttann knýr úr hjartans leynum, kennir gömlum, kennir ungum, hvernig velt er björgum þungum, veitir jafnt þeim veika, sterka viljaþrek til afreksverka. Fram, Fram, fylking haldið! Festan er þar sama og valdið, þó að fari feiminn hópur, flissar enn þd sérhver glópur, þegar saman þúsund fara þd er betra sig að vara. Þegar hundrað þúsund geysast; þá fyrst munu fjötrar leysast. Fram, Fram, fylking haldið! Festan er þar sama og valdið. Tengist allar hendur harðar Horni frá til Seyðisfjarðar, fylgi hugur heill og glaður hvar sem ertu, verkamaður, upp er runninn undrafagur okkar mikli vonadagur. Sigurður Einarsson þýddi VINNAN 123

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.