Vinnan


Vinnan - 01.02.1997, Blaðsíða 8

Vinnan - 01.02.1997, Blaðsíða 8
I! ii í i i) ii ii i) a r s ii iii Imi (I I s I a n (I s \vi lífeyris- sjóðnrinn Lffiðn Um síðastliðin áramót voru Lífeyrissjóðir rafiðnaðar- manna, matreiðslumanna og framreiðslumanna sameinað- ir í einn sjóð; lífeyrissjóðinn Lffiðn. Endanleg sameining mun þó ekki eiga sér stað fyrr en í lok maí þegar búið verður að reikna út trygg- ingafræðilega stöðu sjóð- anna, að sögn Þorsteins Húnbogasonar framkvæmda- stjóra Lífiðnar. Þorsteinn segir að sjóðimir sem sameinuðust hafi staðið vel og því lofi Lífiðn góðu. „I grunn- reglugerð SAL sjóðanna, eða ai- mennu lífeyrissjóðanna, er gert ráð fyrir stuðlinum 1,4 við 67 ára ald- ur,“ segir hann, „en áherslustuð- ullinn hjá okkur er mun hærri eða 1,55. Lífiðn lofar þannig nokkuð háum lífeyri og getur staðið við það, sjóðurinn stendur vel.“ Að sögn Þorsteins fer Lífiðn aðra leið við innheimtu iðgjalda en flestir lífeyrissjóðir. ,,f>að er gjaman þannig að lífeyrissjóðirnir sjá um innheimtu iðgjalda en hér eru það stéttarfélögin sem gera það. Innheimtustofa rafiðnaðar- manna hefur séð um innheimtuna fyrir Rafiðnaðarsambandið og Líf- eyrissjóð þess en innheimtustofa Matvís, sem í eru matreiðslumenn, framreiðslumenn, bakarar og kjöt- iðnaðarmenn, innheimtir af mat- vælageiranum. Þessi leið er farin því kostir sameiginlegrar inn- heimtu stéttarfélaganna eru ótví- ræðir. Það er eðlilegra að þau sjái um innheimtuna þar sem þau era í meiri nánd við félagsmennina.“ Hugmyndin með sameining- unni var sú að vera með stærri ein- ingar og ná hagræðingu í rekstri, en áhættudreifmg skipti lfka máli, einkum fyrir minni sjóðina. Hvað frekari stækkun sjóðsins varðar segir Þorsteinn að slíkt sé á döf- inni. „Það er í samþykktum Mat- vís að öll aðildarfélögin fari inn í þennan sjóð þannig að bakarar og kjötiðnaðarmenn eru á leiðinni,“ segir Þorsteinn Húnbogason að lokum. HOFÐABAKKA 9-112 REYKJAVIK Stofnað 1975 Þjónusta f yfir 20 ár LEIGA OG SALA á vinnupöllum og stigum S567 3399 Eitt af orlofshúsum Rafiðnaðarsamhandsins. Myndin er tekin í Svignaskarði. Dettur ekki úr helgi allt árið Rafiðnaðarsambandið á orlofs- hús víðs vegar um landið og geta félagsmenn tekið þau á leigu í skamman tfma f senn. Þór Ottesen á skrifstofu RSÍ segir að ásóknin í húsin sé mikil. Hann bendir á móti á að þar sem sambandið sé rekið sem eitt félag hafi rafiðnaðar- menn getað eignast óvenju mörg hús. „Hjá öðrum lands- samböndum eru það oft aðeins fáein stór félög sem geta átt orlofshús. Við eigum hins vegar um þrjátíu orlofshús sem allir félagsmenn hafa jafnan aðgang að,“ segir Þór. Þór segir að nýting orlofshúsanna sé mjög góð. Um leið og sumar- leigunni ljúki sé orðið upptekið allar helgar fram í október-nóvember og síðan ráði veðrið miklu um framhald- ið. Yfirleitt detti þó ekki úr helgi á vinsælustu stöðunum. Það þurfi að vera eitthvað verulega mikið að veðr- inu til að þess. „Vinsælustu staðimir era húsin þrjú í Brekkuskógi og svo húsin tvö í Svignaskarði, en þau eru öll með heitum potti,“ segir hann. „Potturinn virðist skipta miklu máli og þegar eru komnir heitir pottar við átta hús. Þá verða húsin á Kirkju- bæjarklaustri stöðugt vinsælli, það er lítið mál að renna þangað og eftir að flóðið féll sækir fólk mikið austur. Nú erum við að bæta við húsi í Varmahlíð í Skagafirði sem verður mjög spennandi að sjá hvemig kemur út. Það er nýtt 60 fermetra hús sem sendum til Súðavíkur þegar hörm- ungarnar dundu yfir þar. Lóðin er inni í hverfi sem er tilbúið og gróið land allt í kring og því ætti að verða auðvelt að koma húsinu í fulla notk- un.“ En það eru ekki bara sumarbú- staðir í sveitinni sem fólk sækir í. Þór segir að Rafiðnaðarsambandið eigi einnig þrjár íbúðir í Furulundi á Akureyri og tvær íbúðir í Breiðholt- inu í Reykjavík. íbúðimar í Reykja- vík segir hann að séu mikið nýttar af fólki sem þurfi að leita sér læknis- hjálpar eða hafa viðdvöl í höfuðborg- inni á leið til útlanda. „Kosturinn við okkar hús er að þau em öll nokkuð nýleg,“ segir Þór að lokum, „þau eru vel standsett og vel hugsað um þau sem gerir það að verkum að fólk er mjög ánægt þama. Nýtingin er góð og þannig verður eft- irlitið nánast sjálfvirkt." Erum með öflugan sjúkrasjöð ,,Eg held ég geti fullyrt að sjúkrasjóðurinn hjá okkur býður bætur langt umfram það sem aðrir sjóðir eru með. Við erum yfirleitt langt á undan með nýjungar f bótum og bótareglum, getum leyft okkur þessa hluti sakir þess hvernig rekst- urinn er hjá okkur. Einfaldast er að orða það þannig að verði félagsmaður hjá okkur fyrir fjár- hagslegum skaða vegna eigin veikinda eða veikinda í fjölskyldunni, sem vinnuveitandi eða almannatryggingakerfið bætir ekki, þá styrkjum við hann,“ segir Helgi R. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Rafiðnaðarsambandsins. Helgi bendir á hversu mikilvægt það sé að menn þekki rétt sinn og því þurfi kynningarstarfið að vera öflugt. „Við höfum árlega kallað til alla trúnaðarmenn sambandsins til að fara yfir málin og stefnu og starfsemi sambandsins. Hluti af þessu er að kynna starfsemina fyrir trúnaðar- mönnunum þannig að þeir geti síðan kynnt hana fyrir starfsfólki í fyrir- tækjum. Þetta hefur tvímælalaust verið að skila sér. Eftir að við hófum þessi trúnaðarmannanámskeið hefur fyrirspurnum og umsóknum um bætur úr sjúkrasjóðnum fjölgað mjög. Kynning á því sem sjóðurinn gerir og býður upp á er að skila sér í því að fólk þekkir rétt sinn betur.“ forvarnarstarfið Að sögn Helga hafa stéttarfélögin orðið vör við stóraukna ásókn í sjúkrasjóðina, einfaldlega vegna þess að alltaf er verið að velta meiri kostn- aði heilbrigðiskerfisins yfrr á almenn- Merkileg merkivel brother p-touch 200 Nýja merkivélin hefur sannarlega slegiö í gegn. Þessi frábæra vél er tilvalin fyrir þá sem vilja hafa allt í röö og reglu í kringum sig. Hún hentar jafnt atvinnulífinu og heimilinu. ► íslenskir stafir ► 5 leturstærðir ► 8 mismundandi leturútlit ► 6, 9 og 12 mm prentborðar ► Prentar í tvær línur ► Prentboröar í mörgum litum íf& ö «0 <’■ {'* '*> ^ ^ I nr ''H ^ Nýbýlavegi 28, Kópavogi. Sími 554 4443 ing. Það velti síðan á ákvörðun sjóð- anna hvort þeir taka þátt í að greiða þennan aukna kostnað. „Sumir sjóð- imir gera það en reglurnar eru ekki samræmdar,“ segir hann. „Það þyrfti að samræma þær og menn hafa verið að reyna að vinna að því.“ Rafiðnaðarsambandið er í raun rekið sem landsfélag og því fér nokk- uð stór hluti af útgjöldum sjóðsins í að aðstoða félagsmenn utan af landi sem sækja þurfa læknishjálp til Reykjavíkur. Helgi segir að í slíkum tilfellum taki sjúkrasjóðurinn þátt í að greiða ferða- og dvalarkostnað og menn geti til dæmis dvalið í orlofs- íbúðum sambandsins í Reykjavík sér að kostnaðarlausu. Rafiðnaðarsambandið var þátttak- andi í því að stofnsetja líkamsræktar- stöðina Mátt. Máttur hefur gengið mjög vel að sögn Helga og hefur að- sókn rafiðnaðarmanna vaxið mikið undanfarin ár. Sjúkrasjóður RSÍ greiðir niður æfmgakort fyrir félags- menn og sama gildir um þá sem búa úti á landi og sækja líkamsræktar- stöðvar þar. Atvinnulausir rafiðnað- armenn fá hins vegar kort sér að kostnaðarlausu. „Eg hef trú á því að þetta forvarnarstarf skili sér og það mætti jafnvel setja meira í það,“ segir Helgi að lokum.

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.