Vinnan - 01.02.1997, Blaðsíða 9
Dranmnrinn,
veruleikinn
og eilifa leitin
Rafiðnaðarsambandið rekur, ásamt atvinnurekendum í rafiðnaði,
skóla sem býður í senn upp á fagnám fyrir félagsmenn og tölvu-
námskeið fyrir almenning. Uppgangur Rafiðnaðarskólans hefur
verið með ólíkindum. Starfsemin hófst árið 1985 f 70 fermetra
leiguhúsnæði en fer nú fram í 1000 fermetra húsnæði skólans
sem varla dugir til. Vinnan leit inn f Rafiðnaðarskólann f Skeif-
unni og bað skólastjórann, Jón Árna Rúnarsson, að kynna starf-
semina.
Jón Árni segir umsvif skólans
stöðugt hafa verið að aukast, en að
meðaltali sé aukning milli ára frá
1992 um 25-30%. Skólinn hafi árlega
þurft að bæta við sig húsnæði en þrátt
fyrir það séu sumar kennslustofumar
nýttar 80 kennslustundir á viku, það
er frá hálf níu á morgnana til hálf tíu
á kvöldin. Sem dæmi um þessa miklu
aukningu nefnir hann að árið 1995
vom fag- og fagtengd námskeið 107
og þátttakendur á þeim 1021, en árið
1996 voru þau orðin 164 og þátttak-
endur 1687. Sömu sögu má segja um
almennu tölvunámskeiðin. Árið 1995
voru haldin 130 námskeið og á þeim
voru 1316 þátttakendur en árið 1996
vom námskeiðin 239 og þátttakendur
2145. Þess ber þó að geta að sumir
sækja kannski fleiri en eitt námskeið.
„Það sem er ánægjulegast,“ segir
Jón Ámi, „er að eftir því sem fólkinu
fjölgar sem kemur til okkar í skólann,
þeim mun meira áberandi verður um-
talið úti á vinnumarkaðinum um hvað
raftðnaðurinn leggur mikla áherslu á
menntun.“
Tölvuiðnaðurinn er hluti aí
rafiðnaðarumhverfinu
Jón Árni segir að námskeiðum skól-
ans sé skipt í þrennt. I fyrsta lagi fag-
og fagtengd námskeið, þá rekstur og
stjómun og loks almenn tölvunám-
skeið. „Við emm orðnir mjög sterkir
í tölvunámskeiðunum,“ segir hann,
„og ástæðan er sú að þeir sem stjórna
skólanum álíta að tölvuiðnaðurinn sé
hluti af rafiðnaðarumhverfi og eigi
hvergi að vera vistaður annars staðar.
Stefnan er því að gera Rafiðnaðar-
skólann að stærsta tölvuskóla lands-
ins. Til þess að styrkja þessa stefnu
höfum við verið að taka upp nýjung-
ar til að mæta þörfum fólks, svo sem
stutt hagnýtt tölvunám. Við finnum
að fólk sækir meira í stutt nám en
námskeið. Mörgum finnst erfitt að
taka eitt og eitt námskeið og sam-
tvinna svo. Með heildstæðu námi er
yfirfærsla milli þátta miklu betri.“
Jón Árni segir að rafiðnaðarmenn
sem sæki fagnámskeið njóti mestrar
ávöxtunar af þeirri ákvörðun skóla-
stjómarinnar að vista tölvuiðnaðinn í
skólanum. „Segja má að eftir að raf-
iðnaðurinn fór að vista tölvuiðnaðinn
höfum við getað lækkað námskeiðs-
gjaldið á fagnámskeiðin um 100%.
Það kostar nú 8.000 krónur með
gögnum að sækja 40 stunda fagnám-
skeið en miðað við verðlag hefði það
átt að vera komið í 15.600. Skráð
verð á almenn námskeið er 12.000 kr.
en flest stéttarfélög hafa samið við
okkur um afslátt svo félagsmenn
þeirra greiða 8.000 kr. fyrir 20
kennslustunda námskeið.“
Menn verða að
lylgjast með nýjungum
„Þau fyrirtæki sem eru með mark-
vissa menntastefnu senda sína menn
reglulega í eftirmenntun, til að
mynda erum við stöðugt með menn
frá Landsvirkjun á námskeiðum,“
segir Jón Árni. „Mjög mörg fyrirtæki
reka markvissa menntastefnu, en þau
fyrirtæki sem senda menn á eitt og
eitt námskeið eru kannski frekar að
friða mannskapinn.“
En þrátt fyrir síaukna áherslu
fyrirtækja á menntun bendir Jón Árni
á að könnun sem gerð var meðal
þeirra sem sóttu námskeið hafi leitt í
ljós að flestir komu af persónulegum
áhuga og ávinningi til að geta verið
með í umræðunni um nýtækni.
„Menn gera sér grein fyrir að þeir
detta út ef þeir fylgjast ekki með
nýjungum,“ segir hann. „Tæknin í
dag getur verið úrelt á morgun."
Þönfin ep mesl
fypin ppaktíska pekkingu
Jón Árni bendir á að í fagi þar sem
tæknibreytingar eru jafnörar séu
menn í senn að taka ákvarðanir sem
virðast draumsýnir, sinna námskeið-
um sem eru til staðar og leita að
nýjum tækifærum. „Stjómunaraðferð
skólans skiptist þannig í þrennt,“
segir hann, „drauminn, veruleikann
og eilífu leitina. Þegar ég kynni skól-
ann segi ég að hann sé sá einn af
fáum skólum, ef ekki sá eini hér á
landi, sem notast við stefnumarkandi
áætlanagerð. í henni felst framtíðar-
sýn og hvaða leiðir skuli valdar. Það
eru til þrjár leiðir, sóknarleið, örygg-
isleið og varnarleið. Við veljum
sóknarstefnuna hér, erum stöðugt að
hugsa upp ný námskeið og bæta ofan
á starfsemina. Margir aðilar, svo sem
hótel og veitingagreinarnar, málm-
og bílgreinarnar hafa tekið ákvörðun
um að koma að framkvæmd kennslu
á grunnnámsstigi. Við höfum valið
þá leið að koma að skipulagningu
grunnnámsins en láta aðra um fram-
kvæmdina; við viljum vera með út-
tektina sjálfir, það er samræmt próf,
en að menntamálaráðuneytið sjái um
eftirlit. í staðinn viljum við snúa okk-
ur að eftirmenntun og framkvæmd
hennar. Við erum með meistaraskóla
innan Rafiðnaðarskólans og í undir-
búningi er sérfræðinám sem verður
að hluta til á háskólastigi. Þannig
erum við að þróa eftirmenntunina
yfir í tæknifræðilegt umhverfi.
í framtíðarsýn okkar teljum við að
vanti frekar mannskap með praktíska
þekkingu en fræðilega þess vegna
byggjum við ofan á grunnmenntun-
Frá tölvunámskeiði í Rafiðnaðarskólanum. Stefna stjórnenda skólans er að gera
hann að stœrsta tölvuskóla landsins.
Takmark skólans er að rafiðnaðar-
menn hafiþað að markmiði að vinna
til sín öll ný störfsem skapast með
tœknibreytingunum í raf- og
tölvuumhverfinu.
ina. Til að breyta rafiðnaðinum úr
þjónustugrein í framleiðslugrein þarf
meiri praktíska þekkingu.
Að sögn Jóns Árna er verið að
undirbúa sex sérfræðinámsbrautir.
Þær eru á orkusviði, iðnaðarsviði,
raflagnasviði, rafmagnssviði, raf-
eindasviði og tölvusviði. „I raun
erum við að flytja framhaldsnámið
heim að einhverjum hluta,“ segir
hann. „Ef heimild fæst og stuðningur
frá menntamálaráðuneytinu er líklegt
að við getum hafið einhverja kennslu
í haust. Til að byrja með verður þetta
kallað „Nám samhliða starfi“. Fólk
getur unnið með náminu því aðeins
verður kennt tvö kvöld í viku og á
laugardagsmorgnum. Það er lykillinn
að því að ntenn færi þekkingu inn í
fyrirtækin og þurfi ekki að segja upp
til að fara í framhaldsnám," segir Jón
Ámi.
Tæknibpeytingap
tilheypa pafiðnaðinum
„Við njótum góðs af því að rafiðnað-
armenn vinni hjá einhverju fyrir-
tæki,“ segir Jón Árni. „Stór hluti
þeirra fyrirtækja sem eru með rafiðn-
aðarmenn í vinnu láta okkur um að
mennta aðra starfsmenn. Þannig
komu 150 manns frá Islandsbanka á
námskeið hjá okkur því þar vinna raf-
eindavirkjar í tölvudeildinni. Ná-
lægðin við tölvufyrirtækin er líka til
góðs, en þar starfa margir raftðnaðar-
menn. Þau fyrirtæki sem voru með
tölvuskóla áður eru hætt og hafa
tekið upp samstarf við Rafiðnaðar-
skólann."
Kostirnir við það hvað atvinnulíf-
ið er orðið meðvitað um áherslu raf-
iðnaðarmanna á menntamálin eru
margir, að sögn Jóns Áma. „Rafiðn-
aðarmenn eiga til dæmis auðvelt með
að vinna ný vinnusvæði innan fyrir-
tækjanna og það er auðvelt fyrir þá
að fá frí úr vinnu til að fara á nám-
skeið, oft vegna þess hafa einhverjir
aðrir úr fyrirtækinu hafa farið á tölvu-
námskeið hjá Raftðnaðarskólanum.“
Jón Árni segir að enn megi þó
bæta um betur og uppgangi skólans
sé síður en svo lokið. Árangurinn af
því að taka tölvuiðnaðinn inn í skól-
ann sé aðeins fyrsta skrefið. „Tak-
mark skólans er að rafiðnaðarmenn
hafi það að markmiði að vinna til sín
öll ný störf sem skapast með tækni-
breytingunum í raf- og tölvu-
umhverfinu," segir Jón Árni Rúnars-
son, skólastjóri Rafiðnaðarskólans,
að lokum.
RAFRUN
Smiðjuvegi 11 e - 200 Kópavogur
Sími 564 1012
Myndriti 5641021
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI: 581 4670, FAX: 581 3882
Vinnðn
9