Vinnan


Vinnan - 01.02.1997, Page 11

Vinnan - 01.02.1997, Page 11
Aftur drógu Hollendingar stysta stráið. Það var f formannstfð þeirra f Evrópusambandinu sem ganga þurfti frá hinum erfiða og umdeilda Maastricht-sátt- rnála. Nú hafa þeir aftur tekið við formennskunni og þá bfður frágangur nýs Evrópusáttmála sem virðist ætla að vera allt annað en auðvelt verk. Leið- togafundur ESB í Dublin í des- ember sl. var skref f áttina en erfiðustu úrlausnarefnin bíða. Þau drög að sáttmála sem voru til umræðu í Dublín eru mun læsi- legri og einfaldari en hinn skelfilega skrifræðislegi Maastricht-sáttmáli. I upphafsgreininni segir einfaldlega að Evrópusambandið sé samband fólks í Evrópu og því eigi sáttmáli þess að snúast um það sem skiptir fólkið máli. En ljónin í veginum eru mörg. Hvernig á til dæmis að tryggja Evrópusambandinu völd og tæki- færi til að semja um stækkun en varðveita um leið óskertar hug- myndir einstakra ríkja innan sam- bandsins um eigið fullveldi og áhrif innan ESB? Hefur ESB eitthvað að bjóða Pólverjum, Ungverjum og íbúum Eystrasaltsríkjanna ef skipu- lag þess verður óbreytt? Innan ESB horfa menn fram á það að núverandi stjórnkerfi og ferli við ákvarðana- töku mun trúlega alls ekki virka eftir að aðildamkjunum fjölgar. Viðkvæmar breytingar Þegar rætt er um breytingar á stjórn- kerfinu eru úrlausnarefnin mjög viðkvæm. Þarf ekki að afnema neit- unarvald einstakra ríkja á mun fleiri sviðum en þegar hefur verið gert með Maastricht og taka þess í stað upp ákvarðanir byggðar á vilja meirihlutans? A að byggja atkvæða- vægi í auknum mæli á fólksfjölda hinna ýmsu ríkja? Gengur það að fjölga kommissörum í fram- kvæmdastjórn ESB eftir hendinni svo öll ný aðildarríki fái sæti í þess- ari æðstu stofnun sambandsins? Getur það gengið í sameinuðu ESB að þau ríki sem ná samkomulagi um að auka samstarfið sín á milli geri það einfaldlega á meðan þeir sem ekki vilja vera með sitji hjá, í stað þess að hafa neitunarvald? Jafnvel þótt litið sé framhjá sér- stöðu og andstöðu Dana og Eng- lendinga fer því fjarri að einhugur ríki um hugsanlegar breytingar. Smærri ríki ESB óttast mjög um stöðu sína og möguleika til áhrifa verði atkvæðavægi breytt og hætt að tryggja öllum aðildarríkjum sæti í framkvæmdastjórn. Heyrst hafa hugmyndir sem ganga út á að láta fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu um formann framkvæmdastjórnar- innar og sá formaður sem hlýtur slíka Evrópukosningu fengi síðan að velja sér framkvæmdastjórn í samráði við aðildarríkin. Danir eru efins um hve mikil áhrif ESB eigi að hafa á málefni innflytjenda og flóttamanna og baráttu gegn alþjóð- legri glæpastarfsemi á meðan Frakkar eru á móti því að þing ESB fái aukin völd og vilja ekki frekari útfærslu á Schengen samningum sem myndi þýða raunverulegt af- nám innri landamæra í öllu Evrópu- sambandinu. flhpif kosninga í Bnetlandi Hugsanlega ná ESB ríkin saman um breytingarnar á næstu mánuðum svo leiðtogafundurinn í Amsterdam í júní skili breytingum á Evrópusátt- málanum. En breska stjórnin getur alltaf beitt neitunarvaldi gegn slík- um sáttmála, jafnvel þótt allir aðrir séu sammála. Kosningamar í Bret- landi í vor geta því haft afgerandi á- hrif. Svo virðist sem hægrimenn í I- haldsflokknum telji að eina von flokksins um sigur og áframhald- andi ríkisstjórnarsetu sé að leggja megináherslu á ótta fólks við Evr- ópusamrunann í komandi kosning- um. En tapi flokkurinn völdum, eins uð örugglega beita sér fyrir því í ríkisstjórn að Bretland taki fullan þátt í samvinnu ESB á sviði félags- mála, styðji stækkun og breytingar á stjómskipulagi ESB og taki jafnvei þátt í myntbandalaginu. I tilefni af þessu hefur Evrópu-ritstjóri breska stórblaðsins The Guardian skrifað: „Því neyðast danskir ESB-andstæð- ingar til að taka mið af því að þeir gætu fljótlega misst sína sterkustu bandamenn: Pólitíska arftaka Mar- grétar Thatcher." Byggt á Europa 12196. og óþcegindum. Aubveld leið til að greiða reikninginn. Mikilvægt er að tilkynna flutning tímanlega og fá flutningsálestur. Flutningsálestur á réttum tíma tryggir að hver notandi greiðir aðeins sinn hlut. Ef þú ert að flytja hafðu þá samband við flutn- ingsálestur í síma 560 4630 og tryggðu að þú borgir ekki rafrnagnið fyrir þann sem flytur inn! Það er ekki aðeins þægilegt að greiða rafmagnsreikninga með sjálfvirkum, mánaðarlegum millifærslum. Með boðgreiðslum Visa og Eurocard og beingreiðslum af banka- og sparisjóðsreikningum sparar þú þér einnig peninga. Hver boðgreiðsla veitir þér 19 kr. greiðsluafslátt og hver beingreiðsla 37 kr. greiðsluafslátt. Auk þess færð þú 623 kr. aukaafslátt í byrjun. Vilt þú vita meira? Hringdu í afgreiðslusíma okkar 560 4610, 560 4620 eða 560 4630. 3 RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 108 REYKJAVÍK SÍMI 560 4600 FAX 581 4485 Vinnan 11

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.