Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2021, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2021, Side 10
10 FRÉTTIR É g elska hvað hann er mikill villingur en um leið þægilegur,“ segir Ellý. „Ef þú myndir spyrja fyrr- verandi konuna mína hvort ég væri þægilegur myndi hún örugglega segja nei en þetta er ferðalag og maður lærir,“ segir Hlynur, en þau Ellý hafa verið saman í þrjú ár. Hlynur er fæddur og uppal- inn í Vesturbænum og uppal- inn á veitingastaðnum Horn- inu sem foreldrar hans eiga og hafa átt frá stofnun staðarins 1979. „Ég flutti til Bandaríkj- anna 19 ára og lærði að búa til og hljóðblanda tónlist,“ segir Hlynur, sem hefur starfað sem plötusnúður auk þess að framleiða sína eigin tónlist, taka upp og útsetja fyrir aðra. Þegar Hlynur var 28 ára flutti hann heim og fór að vinna í fjölskyldufyrirtækinu. „Ég hef í raun aldrei unnið neins staðar annars staðar þó ég hafi alltaf verið að spila með og sé með stúdíó úti á Granda þar sem ég vinn tón- list. Mér finnst tónlist vera allt. Alls konar tónlist,“ segir Hlynur, sem hefur meðal ann- ars tekið þátt í að útfæra lög fyrir undankeppni Eurovision. „Músík og Hornið. Það hefur verið líf mitt.“ Hlynur og Ellý eru fædd sama ár og urðu því bæði fimmtug á síðasta ári – þó andinn segi eitthvað allt ann- að. Þau sitja afslöppuð við eld- húsborðið, lyfta kaffibollunum með húðflúruðum handleggj- unum og brosa. Ellý virðist hafa gert annan samning við guðina en við hin því hún hef- ur ekki elst um dag frá því að hún var þrítug. Hlynur á dóttur og son en Ellý á tvo syni og 13 ára dótt- ur. Öllum börnunum lyndir vel saman og mikil lukka er í fjölskyldunum yfir samein- ingunni. Sá hann aldrei Ellý og Hlynur drekka ekki og stunda líkamsrækt af kappi. Ellý hefur aldrei verið mikið fyrir sopann og hefur alltaf auðveldlega getað sleppt því. Hlynur kláraði kvótann, fór í meðferð og hætti að drekka þrítugur. „Ég hef enga sorgar- sögu að segja af slæmu upp- eldi sem leiddi mig út í neyslu. Þetta var bara djamm sem var orðið súrt. Ég var orðinn elsti gæinn í partýinu og þetta var bara búið,“ segir Hlynur, sem skildi við djammið en ekki plötusnúðastarfið. „Ég er mest að spila í veisl- um í dag. Ég var áður að spila á öllum þessum helstu stöðum Casablanca, Tunglinu, Nelly‘s, Thorvaldsen, Astró og Nasa.“ „Og ég vissi aldrei hver hann var,“ skýtur Ellý inn í. Það er kannski ekki að undra því Ellý hefur aldrei stundað skemmtanalífið af neinni alvöru þó hún sé vissulega sólgin í að dansa. „Hlynur var að spila í brúð- kaupinu hjá Kötu Júl. vinkonu (Katrín Júlíusdóttir fyrrver- andi ráðherra – innsk. blm.) og ég sá hann aldrei. Dansaði bara beint fyrir framan hann.“ Þau hlæja bæði. Fór sem fór – og baksýnisspegillinn fær ekkert líf hjá þeim hjóna- leysunum. Þau eru hér í dag, saman. Allt leitar jafnvægis. „Það er ekkert diskótek til á Íslandi lengur,“ segir Hlynur og bendir á að það sé ekki auð- sótt að komast á dansgólfið í Reykjavík. „Nasa var með dansgólf. Apótekið var með danstónlist og dansgólf en það er ekkert í dag.“ Parið hefur þó leyst það með því að halda danspartý heima fyrir sem þau senda út í gegn- um samfélagsmiðla í þeirri von að dansþyrstir landsmenn stígi sporin heima fyrir, sér- staklega á meðan á lokunum stóð. „Ég hef líka spilað á Bar- ion – það gæti orðið diskótek,“ segir Hlynur, sem vonast til þess að danssenan nái sér á strik. Vantaði málverk á veggina Aðspurður um hvort Hlynur hafi ekki vitað hver Ellý var – þó hún hafi ekki komið auga á hann áður, gefur hann ekki mikið út á það enda meira að spá í raftónlist en huggulega þulu með ungabarn. „Ég man bara eftir að hafa séð viðtal við hana þar sem hún var að tala um leigu- markaðinn en ég las það nú ekki allt.“ „Já, þá var ég að væla um hvað það er erfitt að fá íbúð á leigu,“ segir Ellý, en hún hélt átakanlegt erindi á Hús- næðisþingi árið 2017 sem vakti mikla athygli og varpaði ljósi á þungbæra stöðu fólks á leigumarkaði. „Það er mamma hans Hlyns sem ber ábyrgð á þessu. Hún kallaði á eftir mér niðri í bæ og fór að ræða við mig um myndlist og hvað hún væri hrifin af myndunum mínum. Mamma hans er líka mynd- listarkona – þess vegna skilur hann allt þetta,“ segir Ellý og bandar höndunum að veggjum stofunnar sem geyma málverk eftir hana í öllum stærðum og gerðum. „Svo bara stakk hún upp á því að ég og Hlynur myndum hittast.“ „Mamma lætur mig vita að hún hafi hitt Ellý. Ég er ný- fluttur í íbúð niðri í bæ og mamma skrifar hjá mér á Face book: Nú átt þú bara eftir að fá þér málverk á veggina og konu. Þá skrifar Ellý undir: þið eruð frábær. Þá hringi ég í mömmu og fer að spyrja hana út í Ellý.“ Niðurstaðan er sú að systir Hlyns er látin í málið og send- ir Ellý skilaboð þar sem hún spyr hvort það sé ekki í lagi að Hlynur hafi samband við hana. „Ég sagði að hann mætti hringja. Ég var laus og liðug að jafna mig eftir erfiðan skilnað og hafði fengið alls konar skilaboð eins og gerist ef maður gefur færi á sér. Ég var alveg til í að kynnast einhverjum, en ég vildi ekki byrja með manni. Mér leidd- ist en ég vildi ekki samband. Hann gat bara hringt ef hon- um var einhver alvara.“ Úr varð að hjónaleysin möl- uðu í símann í klukkustund. „Þetta var ekkert mál, það var ekkert mál að tala við hana. Við töluðum um myndlistina og börnin. Hún var með dóttur sína helgina á eftir og ég hugs- aði bara um hvað ég þyrfti að bíða lengi eftir að hitta hana. Ellý og Hlynur hafa aldrei gift sig þrátt fyrir að eiga löng sambönd að baki, en ætla að gifta sig við fyrsta tækifæri. Ellý Ármannsdóttir spá- og listakona er engri lík. Orkan, jákvæðnin og einlægnin lýsir upp allt í kring- um hana. Hlynur Jakobsson tilvonandi eiginmaður hennar er eins einlægur og opinn og Ellý. Þau settu sér skýrar reglur strax í byrjun sambandsins. Heiðar leiki og falleg samskipti eru mikilvægust. Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is Ástarsaga úr miðbænum 12. FEBRÚAR 2021 DV Förðun: Elín Reynisdóttir Myndir: Sigtryggur Ari Jóhannsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.