Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2021, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2021, Síða 26
R ómantíkin lá í loftinu þann 14. febrúar þar sem Richard Schoeck beið þolinmóður eftir eigin- konu sinni, Stacey. Þau höfðu áformað að hittast í almenn- ingsgarði og skiptast þar á valentínusargjöfum og lík- lega nokkrum kossum. Hann náði þó aldrei að hitta konu sína því þegar Stacey bar að garði var Richard allur. Hann lá á jörðinni í eigin blóði, eft- ir að hafa verið skotinn fimm sinnum í brjóst og höfuð. Eitthvað undarlegt á seiði Í fyrstu leit út fyrir að um tilviljanakennt voðaverk væri að ræða, enda rán í al- menningsgörðum nokkuð al- geng í Bandaríkjunum. Hins vegar runnu á lögreglu tvær grímur þegar hún veitti því eftirtekt að Richard bar enn giftingarhring sinn, úrið, sem og veskið sitt. Þetta gaf til kynna að morðið hefði verið að yfirlögðu ráði. En hver vildi myrða Richard og hvers vegna? Lögreglumaðurinn sem var fyrstur á vettvang, sagði að hann hefði strax fengið á til- finninguna að eitthvað undar- legt væri á seyði. Morðið var of heiftarlegt til að vera til- viljanakennt. „Richard var bara venjulegur maður og auk þess óvopnaður.“ Eins fannst lögreglu nokk- uð undarlegt að Stacey hafði strax á vettvangi brotsins bent þeim í átt að mögulegum geranda, en hún fór óspurð að segja lögreglu frá því að hún hefði um árabil átt í ástarsambandi við samstarfs- félaga sinn, Juan Reyes. Ástmaðurinn undir grun Það gæti útskýrt heiftina. Hafði þetta verið ástríðu- glæpur? Myrti Juan eigin- mann Stacey til að losa sig við samkeppnina? „Þegar við spurðum hana hvort hún teldi að Juan gæti verið gerandinn svaraði hún að hún vildi ekki trúa því að hann væri það, en hún væri þó ekki viss,“ sagði lögreglu- maðurinn í samtali við fjöl- miðla. Lögregla var fljót að hafa hendur í hári Juans. Enda var hann ekki í felum heldur í vinnunni, að vanda. Ósköp rólegur ræddi hann við lög- Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is SAKAMÁL nota börnin hennar. Hún kvaðst byggja þá ályktun á nokkru sem eitt barna henn- ar sagði henni. Hún deildi raunum sínum með vinkonu sinni, Lynitru. „Ég sagði henni að ég vildi ekki flækja lögreglunni inn í þetta, ég vildi heldur ekki skilnað, ég vildi hann dauð- an ef hann væri að misnota börnin mín.“ Viðbrögð Lynitru komu á óvart. Í stað þess að hug- hreysta hana svaraði hún því til að hún þekkti mann sem gæti losað Stacey við Richard varanlega, Herra árangur. Lynitra kom á fundi með Reggie og Stacey og þar sömdu þau um verð fyrir verkið. Í kaupauka ætlaði Stacey að gefa Reggie bifreið ömmu sinnar og afa sem og gefa Lynitru húsið sem hún var að leigja. Viku síðar fóru þau öll þrjú saman í almenningsgarðinn til að kanna aðstæður. „Hann sagði já, þetta er fullkominn staður. Hann meira að segja sagði eitthvað eins og „ég gæti þurft að nota þennan stað oftar,“ sagði Sta- cey við yfirheyrslur. Ætlunin var að láta morðið líta út sem rán. En Reggie klúðraði þar málunum. Hann fattaði ekki að fjarlægja verðmæti af líki Richards og auk þess skaut hann Richard alls fimm sinnum óvopnaðan. Hefði Reggie fattað það þá hefði kannski aldrei komist upp um leigumorðið. Kaldlynd og siðlaus Lögregla ræddi við börn Stacey og komst þannig að því að aldrei hefði verið um neina misnotkun að ræða. Stacey reyndi þá að skipta um afsökun og hélt því fram að hún hefði óttast að Richard ætlaði að skilja við hana og svipta hana forræði barnanna. Fyrir dómi lýsti saksókn- ari Stacey sem kaldlyndri, stjórnsamri og siðlausri konu sem svifist einskis til að ná sínu fram og hikaði ekki við að ljúga. Þrátt fyrir að reyna ýmis- legt til að draga úr hlut sínum í málinu eða rétt- læta gerðir sínar voru þre- menningarnir sóttir til saka og öll dæmd til lífstíðar í fangelsi. Þar geta þau varið öllum sínum framtíðar val- entínusardögum og hugleitt hvort það hefði nú ekki verið skynsamlegra að kaupa bara blóm eins og aðrir frekar en að leggja í valentínusar-blóð- bað. n reglu og skýrði frá því að ástarsambandi hans við Sta- cey væri svo gott sem lokið, þar sem hann væri að reyna að ná aftur saman við fyrr- verandi eiginkonu sína. Hann samþykkti einnig að gangast undir lygapróf og var þar að auki með fjarvistarsönnun. Ábending sem öllu breytti Rannsóknarlögreglumenn voru ráðvilltir. Ef Juan var saklaus, hver myrti þá Rich- ard? Á vettvangi glæpsins, af- skekktum og lítt förnum stað almenningsgarðsins, fund- ust hjólför þriggja bíla. Bíl Richards, bíl Stacey en einnig eftir þriðja bílinn sem hafði komið á svæðið á undan Rich- ard og farið áður en Stacey kom. Lögreglu tókst að finna út hvaða tegund af dekkjum var undir þriðja bílnum. En ekki hjálpaði það rannsókn- inni þar sem þúsundir bíla notuðu þessa dekkjategund. Rannsóknin virtist hafa siglt í strand. Þá barst ábend- ing sem breytti öllu. Maður sem starfaði við tölvur á vinnustað Stacey átti að fara í gegnum tölvupóst hennar til að eyða þaðan ruslpósti og óværu. En síðast þegar hann gerði það veitti hann því eftirtekt að innhólfið hennar hefði verið hreinsað. Hann sagði að slíkt væri afar óvenjulegt en benti lögreglu á að hann hefði varaafrit af öllum gögnum sem gæti hafa verið eytt. „Og hann spurði hvort við vildum fá gögnin og við svöruðum, „Algjörlega!“, sagði lögreglumaðurinn. Grunsamlegar millifærslur Það var eyddi tölvupósturinn sem kom þeim á rétta sporið. Þar fundust tvær millifærslu- beiðnir þar sem peningar frá læknastofu voru lagðir inn hjá konu að nafni Lynitra Ross. Millifærslurnar námu um 1,2 milljónum króna. Lynitra þessi var starfs- maður læknastofunnar og jafnframt leigjandi Stacey. Þegar lögregla yfirheyrði Lynitru hélt hún því fram að peningarnir væru fyrir við- haldi á leiguhúsnæðinu. En lögregla var ekki sannfærð. Þá barst önnur ábending sem vakti athygli lögreglu. Frænka Stacey, Connie He- arne, bað lögregluna að hafa uppi á bifreið sem Stacey hafði verið falið að selja fyrir ömmu sína og afa, en hvorki bíllinn, né söluandvirðið hafði skilað sér til eigenda bifreiðarinnar. Bíll þessi fannst fyrir utan heimili Lynitru og reyndist vera með sömu tegund dekkja og höfðu skilið eftir sig þriðja farið á vettvangi morðsins. Herra árangur Lögregla fann jafnframt út að símtal hefði borist úr almenn- ingsgarðinum um það leyti sem Richard lét lífið. Símtalið var frá númeri sem var vistað í síma Stacey sem Reggie eða „Herra árangur“ og það sem meira var hafði Reggie þessi verið að hringja í enga aðra en Lynitru. Nú virtist atburðarásin vera að skýrast. Aðeins þremur mínútum eftir að Ly- nitra hafði fengið símtalið frá Herra árangri þá sendi hún skilaboð til Stacey: „Gleymdi að segja þér að ég verð sein á morgun. Meðan ég man, gleðilegan valentínusardag“. Síðar kom í ljós að í skilaboð- unum fólst staðfesting Ly- nitru á að Richard væri látinn og að Stacey væri óhætt að fara að almenningsgarðinum til að „uppgötva“ lík hans. Lögregla taldi sig hafa safnað nægum gögnum til að handtaka þremenningana og við yfirheyrslur var Stacey fljót að játa að hafa ráðið Herra árangur til að bana eiginmanni sínum. Hins vegar taldi hún sig hafa rétt- lætanlegar ástæður. Vildi hann dauðan Stacey sagði lögreglunni að Richard hefði verið að mis- Lynitra kom Stacey í samband við Herra árangur. Herra árangur myrti Richard fyrir rúma milljón. BLÓÐBAÐIÐ Á VALENTÍNUSARDEGI Richard Schoeck bjóst við rómantískri gjöf frá eiginkonu sinni á fyrirhuguðum fundi þeirra á Valentínusardag. Það sem beið hans þess í stað var dauðinn. Richard og Stacey meðan allt lék í lyndi. MYND/ÚR EINKASAFNI 26 FÓKUS 12. FEBRÚAR 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.