Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2021, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2021, Page 37
Vatnsdeigsbollur 75 g smjör 2 dl vatn 125 g hveiti 3 egg meðalstór Byrjið á að hita ofninn í 200 gráðu hita. Sjóðið saman vatn og smjör í potti, bætið hveitinu saman við og hrærið vel þar til deigið er glansandi og laust við sleif og pott. Leyfið deiginu að kólna aðeins í um 15 mínútur. Setjið deigið í hrærivélarskál og bætið einu eggi í einu saman við og hrærið vel á milli. Látið deigið á bökunarplötu með skeið eða notið sprautupoka, bara eins og ykkur finnst best. Bakið bollurnar í 20-30 mínútur (alls ekki opna ofninn fyrstu 10 mínút- urnar, þá geta bollurnar fallið.) Takið bollurnar úr ofninum og leyfið þeim að kólna áður en þið setjið sultu, rjóma og hvað sem þið viljið á bollurnar. Ath. Fyrir þá sem eru minna fyrir föndur má sprauta deiginu í tvo hringi. Teiknaðu hringina á smjör- pappír, sprautaðu deiginu eftir því. Una í eldhúsinu Hérna kemur uppskrift að ein- földum og góðum vatnsdeigs- bollum fyrir bolludaginn mikla. Svo er alltaf jafn skemmtilegt að prófa sig áfram í því að fylla og skreyta bollurnar með ein- hverju gómsætu svo sem búð- ingi, bragðbættum rjóma, ís og alls konar sælgæti. MYNDIR/AÐSENDAR Bolla, bolla, bolla! BOLLA 2 Nýi Royal-búðingurinn með bön- unum og hvítu súkkulaði settur í botninn, smá þeyttur rjómi næst og svo skorin jarðaber og mars súkkulaðibitar, toppurinn skreyttur með bræddu mars súkkulaði. BOLLA 3 Lemon Curd búðingur frá Stone- Wall kitchen settur í botninn, næst kemur smá þeyttur rjómi, toppurinn svo skreyttur með saltkaramellu, ferskum hind- berjum og flórsykri. BOLLA 4 Fyllt með Sambó-lakkrís ís ásamt stökku Nóa-kroppi, toppurinn skreyttur með bræddu suðu- súkkulaði og Nóa-kroppi. BOLLA 1 Þessi klassíska fyllt með jarðar- berjasultu, þeyttum rjóma og toppurinn skreyttur með bræddu suðusúkkulaði. MATUR 37DV 12. FEBRÚAR 2021

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.