Stefnir - 01.02.1970, Blaðsíða 3

Stefnir - 01.02.1970, Blaðsíða 3
FORYSTUGREIN HÆGRI STEffWA Enginn má dylja sig þess, að hægri stefna stendur á kross- götum í íslenzku þjóðlifi. Tími baráttunnar fyrir örum hag- vex'i er liðinn um sinn. Ný verkefni kalla á nýja stefnumótun. Hagkerfi það, sem hægri menn settu á laggirnar sannaði yfir- burði sína — næstum of vel. Þjóðin fékk að reyna til fulls hverju hún getur fengið áorkað í öflun efnislegra verðmæta — þegar henni eru sköpuð rétt skilyrði til þess. Það er ekki laust við, að fólk hafi verið farið að sakna andlegri og mann- legra verðmæta um það leyti, sem umskip'in urðu á högurn hennar. Ytri öfl tóku af okkur það ómak að við ákvæðum sjálf að hægja ferðina. En við urðum ekki laus frá því vanda- verki að endurskoða afstöðu okkar í heild og marka nýja stefnu. Full atvinna, stöðugt verðlag og árlegur hagvöxtur eru markmið, sem allir eru sammála um. Hins vegar greinir menn svo sannarlega á um mikilsverð atriði, sem eru forsenda þess að fyrrgreindum markmiðum verði náð. Auk þess eru náftúru- leg skilyrði og einhliða þróun atvinnuveganna talsverð hindrun. Þá hefur það ósialdan verið talsverður hemi’l á allar um- bætur, að vandamálin eru á opinberum vettvangi aðallega rædd frá sjónarhóli flokkanna, sem slíkra, en heildarhagsmunir eiga undir slíkum kringumstæðum erfitt uppdráttar. Sjóndeildar- hringur íslenzkrar stjórnmálaumræðu er allt of þröngur. Þó hafa flokkarnir stundum getað víkkað hringinn, þegar mikið hefur verið í húfi. Allur almenningur hefur um nokkurt skeið verið sér þess fyllilega meðvitandi að stjórnmálabaráttan verður að breytast. Þetta hafa stjórnmálaleiðtogar fundið og reynt að haga gerðum sínum í samræmi við þann anda, sem hefur verið ríkjandi. Ef til vill eru nú betri skilyrði en oft áður fyrir stjórnmálaflokk- ana til að gefa baráttu sinni enn aukið inntak heildarhagsmuna. Hægri menn ættu alla vega að verða fyrstir til að gefa stjórn- málabaráttu sinni endurnýjað inntak hugsjónalegrar baráttu. Það verður að leitast við að svara spurningum, sem menn hafa ekki í fullri alvöru fengizt við um nokkurt skeið. Spurningar eins og „Hvers vegna byggjum við ísland?“ og „Hvers konar þjóðfélag viljum við hafa á íslandi?“ eru grundvallarspurn- ingar, sem sjálfsagt er að hugleiða, og reyna að svara. Svörin koma ekki af sjálfu sér, ef þau eiga að vera undirstaða skap- andi pólitískrar viðleitni. Þá verðum við einnig að hugleiða í fullri alvöru hvort einstaklingurinn, manneskjan, á að vera dráttardýr í skipulegri viðleitni til að ná efnahagslegum mark- miðum, eða frjáls einsmklingur, sem leggur hönd á plóginn, við sköpun verðmæta. Eins og stjórnmálabarátta er nú háð og eins og markmiðin eru sett fram, er enginn vafi á því að maðurinn gegnir hlutverki dráttardýrsins. Hægri menn hafa of sjaldan haft raunverulegt frumkvæði í stefnumótun innan þjóðfélagsins, þegar um önnur atriði, en hagvöxtinn hefur verið að ræða. En þar hafa þeir einnig sýnt yfirburði sína, svo að naumast verður um deilt. En „það er víðar Guð en í Görðum“ og sjálfsagt að hyggja að því ein- mitt um þessar mundir. Félagsleg verðmæti fá aukið gildi í heimi öryggisleysis og stórkostlegra umbreytinga. Öll þróun hefur verið þróun í átt til fullkomnara samfélags manna, þótt hliðarverkanir eins og styrjaldir hafi stundum skyggt á þessa staðreynd. Og um þessar mundir virðist, sem áherzlan sé lögð á mannleg verðmæti, eftir stórkostlegt átak við sköpun efnis- legra verðmæta, sem lögð voru í rúst á styrjaldarárunum og með hliðsjón af því að nýjustu niðurstöður vísindamanna benda til þess að framtíð mannsins á jarðkringlunni sé stórfelldum hættum undirorpin. Það er stundum rætt um „óánægju“ yngri kynslóðarinnar, og þá gleymist „óánægja“ eldri kynslóðarinnar, sem er ef til vill ekkert minni. Munurinn er aðeins sá að eldri kvnslóðin hefur aðstöðu til framkvæmda, sem yngri kynslóðin hefur stpndum ekki. Þessi óánægja eldri kynslóðarinnar kemur, á Norðurlöndum, m. a. fram í því að henni finnst Norður- löndin ekki hafa þau áhrif á þróun alþjóðamála, sem þau gætu haft, ef eittlhvað væri aðhafst í þá átt. Þess vegna hafa Norðurlöndin leitazt við að skapa sér nokkra sérstöðu á al- þjóðarvettvangi. Sá árangur, sem hefur náðst, og sá árangur, sem mun nást, er smávægilegur, samanborið við það, sem Norðurlöndin gætu náð með framlagi sínu til eflingar lýð- ræðislegra stjórnarhátta í Evrópu sjálfri. Það geta þau að- eins með því að vera sjálf til fyrirmyndar, með því að halda hugsjónum lýðræðis æTð á lofti og með því að sýna innri styrk, sem flest þjóðfélög skortir. Hvað framlag íslands áhrærir, sérstaklega, þá er augljóst að við höfum, sem tiltölulega einfalt þjóðfélag mikla mögu- leika í þessum efnum. En við höfum látið orð glepja okkur, Við erum þjóðfélag of margra skoðana og of fárra hugsjóna, eins og Þórarinn Björnsson, skólameistari, komst einu sinni að orði. Það á að verða hlutverk hægri manna á Islandi að fækka skoðunum, fjölga hugsjónum. Stefnir mun ræða þessi mál ítarlegar og m. a. leitast við að rekja orsakir og afleiðingar þjóðfélagslegrar sundrungar á Islandi, neikvæð áhrif stjórnmálaflokka á skoðanamyndun og uppfræðslu landsmanna, úrelt atriði baráttunnar milli vinstri og hægri afla, og ýmsa aðra þætti endurnýjunar í íslenzku stjórnmálalífi. 3

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.