Stefnir - 01.02.1970, Blaðsíða 7
bók dagskrárstjóra sjónvarpsins, ævisögu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, er naum-
ast minnst á efnismeðferð eða eitt og annað það, sem Ólafur fjallar annars um
þegar hann skortir sérþekkingu á efninu. Otkoman verður jákvæð fyrir dagskrár-
stjórann — og væntanlega Ólaf líka.
Annnars er spurn hvers vegna Ólafur er yfirleitt að skrifa um bækur, sem hann
segist ekki hafa þekkingu til að skrifa um. Getur það verið, að ein afleiðingin af
því að bókmenntagagnrýnendur eru fastráðnir, sé sú að þeir verði að skrifa um
það sem þeir hafa ekki vit á?
Ólafur Jónsson skrifar einnig eins konar menningarleiðara í Vísi um þessar
mundir. Þar getur m. a. að finna eftirfarandi athugasemd, í greininni Málavetur,
30. jan. sl.: „Hve fjarri því fer að um þessi mál verði rœtt af því hispursleysi sem
til þarf, kom broslega vel í Ijós á fundinum um kvennskólamáiið af innilegri hneyksl-
un ýmsra ráðsettra rœðumanna á slagorSum sumra ungra baráttumanna um „kyn-
ferSislegan fasisma“ og fleira í þeim dúr, andakt þeirra yfir „siSleysi“ mótmœl-
endanna gegn frumvarpinu.“
Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart þótt Ólafur Jónsson taki í streng með Æsku-
lýðsfylkingunni. En það er engu líkara en hann hafi áhuga á því að sjá þjóðfélags
umræður komast á 'hugrenningaplan Guðbergs Bergssonar. Hvers vegna að gera
hlægileg andmæli gegn svona orðalagi, ofstækisfullu og efninu óviðkomandi, í
landi almennrar skólagöngu. Er það kannske vegna þess, að Sigurður A. Magnús-
son samdi plaggið, sem vitnað er til? Er það kannske vegna þess, að Ólafur Jóns-
son og Sigurður A. Magnússon eru skoðanabræður í fjölmörgum efnum, sem snerta
andóf gegn borgaralegu þjóðfélagi?
Þegar Ólafur Jónsson og Árni Bergmann, bókmenntagagrýnandi Þjóðviljans
töldu báðir ritgerðir Skúla Guðjónssonar á Ljótunnarstöðum hafa heimildagildi,
var verið að gera Skúla gamla greiða. Þegar Ólafur Jónsson hringsnýst í ritdómi
sínum um síðustu bók Kristmanns Guðmundssonar, er hann að hagræða sér til að
þurfa ekki að vera jákvæður á nokkurn hátt. Það er ekki einu sinni viðurkennt,
að Kristmann Guðmundsson kunni að byggja upp frásögn flestum íslenzkum höf-
undum betur, heldur stöðugt klifað á því að hann hagnýti ekki möguleika, sem
Ólafur sér í efninu. Og úr því að minnst er á Kristmann. Ætla þessir ungu bók-
menntagagnrýnendur virkilega að láta gamlar væringar, frá tíma, þegar þeir voru
naumast komnir á legg, hafa áhrif á afstöð sína til þeirrar staðreyndar, að Krist-
mann Guðmundsson er enn þá einn af kunnustu höfundum Islands og að bækur hans
koma út í allstórum upplögum erlendis, nú síðast í Asíulöndum og á Balkanskaga.
Ætla þeir að viðhalda einangrun hans eða leyfa honum að njóta einhvers sann-
mælis? — Þá vil ég vísa til rifdóms vinstri manna um bækur Guðbergs Bergssonar,
Svövu Jakobsdóttur og Thor Vilhjálmssonar og biðja menn — án þess að taka
sjálfur tilvifnanir — að athuga hvernig dregin er f jöður yfir höfuðágalla verka þeirra.
Það er ekki síður að finna sérgæðingshátt meðal hægri sinnaðra bókmenntamanna
en hinna vinstri sinnuðu. Allt eru þetta fullkomin dæmi um þá lágkúru. sem stund-
um þrífst í litlum þjóðfélögum. Baráttan um heiðurssessinn kæfir jákvæða viðleitni,
svo að áhugamenn um bókmenntir neyðast stundum til að flýja á vit erlendra bók-
mennta og láta hinar innlendu lönd og leið, nema þegar þeir verða þess áskynja
af umtali manna að eitthvað forvitnilegt sé á seyði.
Ef til vill er þetta andrúmsloft að kæfa eitt efnilegasta skáld íslendinga af yngri
kynslóðinni, Hannes Pétursson. Og það er betta andrúmsloft sem gerir bað »ð verk-
um, að bókmenntir okkar eru ekki merkilegri en raun ber vitni. Ekki er félevsinu
um að kenna. Hópmennskan hefur náð vfirfökunum, og menn verða að taka að
flvia land öðru sinni til að geta skrifað, ekki vegna félevsis útgefenda eða ljtjls
markaðs, heldur vegna þess, að fáeinir menn hafa innleitt fasismann í íslenzka
bókmenntastarfsemi.
Hinir vinstri sinnuðu rit'höfnndar eru prvðilegir á sinn hátt og siálfsagt að heir
séu látnir í friði fyrir pólitískum öflnm. Þ°?r eru jafnvel vmsir ,.áh’maverð°ri“ Pn
sumir rithöfundar. sem verða að gialda fvrir frama þeirra. En meðan beir lá’a
beita ser fvrir plóg vinstri aflanna á hnnu hátt sem gert hefnr verið. geta toir ekki
talist annað en samábvrgir í þeirri viðleitni að reyna að koma öllum rithöfundum
landsins undir einn hatt.
réttlœtismál. Sá jöfnuSur, sem menn
lengi dreymdi um er ekki hugsan-
legur meSan skortur er ríkjandi.
Jafnvel kommúnistar viSurkenna
þetta, þegar þeir hafa völdin.
★
Hafi eitthvaS skaSaS kjarabaráttu
íslenzkra rithöfunda, þá er þaS rit-
höfundaþingiS sl. ár. Einar Bragi
og nokkrir kollegar hans œtluSu aS
beita jafnaSarreglunni í þágu rit-
höfunda meS þeim afleiSingum a3
enginn — ekki einu sinni rithöfund-
cr — taka aSalhugmyndir þingsins
alvarlega. ASaltilIagan var um aS
ríkiS keypti ákveSin fjölda eintaka
af hverri bók, sem kœmi út, aS vísu
eingöngu góSbókmennir. En rit-
höfundar eru ekki hrifnir af þess-
arri hugmynd, a. m. k. ekki sumir
tízkuhöfundanna, sem finnst þaS
fráleitt a3 vera settir á bekk meS
hinum og þessum „skussum”, sem
kalla sig skáld eSa rithöfunda. A5-
altillögur þingsins hafa nú veriS
jarSaSar í kyrrþey.
★
AndrúmsloftiS á Alþingi hefur
veriS meS daufasta móti í vetur. Hef-
ur þingmenn þó ekki skort vanda-
mál til aS glíma viS. Þeir hafa jafn-
vel tekiS sögulegar ákvarSanir, en
aS vísu án þess aS mórall þing-
manna batnaSi á þeim mikilvœgu
stundum. — Agreiningurinn milli
stjómarflokkanna og Framsóknar-
flokksins var reyndar tilbúinn aS
verulegu leyti. Kommúnistar höfSu
ekki tök á aS gera usla og tíminn
leyfSi ekki umrœSur yrSu dregnar
á langinn.
ÞaS hefur eflaust sín áhrif aS sí-
felld innbyrSis togstreita veldur
verulegri þreytu hjá kommúnistum.
Framsóknarmenn eru hreint eklá
ánœgSir meS Ólaf Jóhannesson,
prófessor í formannssœtinu. Og
sennilega þykir stjómarliSum ekki
j afnskemmti1 egt nú og á veltiárun-
um. En SjálfstœSismenn geta hugg-
aS sig viS a5 loftvogin segir aS al-
menningur treysti þeim betur en
hi’nim flokkunum til aS halda um
stjómartaumana meSan efnahags-
málin eru í tvísýnu.
t