Stefnir - 01.02.1970, Side 5

Stefnir - 01.02.1970, Side 5
BÓKMENNTIR HÓPWÍMSK 4 OKÍ GA«MR¥HI EFTIR ÁSMUND EINARSSON „Margt bendir til þess, að krufning félagslegs og pólitísks vanda í skáldskap fari vaxandi, bœSi í leikritun, skáldsögum og í viss- um mceli Ijó'öurn. Sú hefur a. m. k. verið þróunin í nágranna- lóndum okkar. Ég hygg það tvímœlalaust hollara að þau skáld, sem takast á við slílcan vanda, velji sér hlutverk hrópandans í ey'Simörkinni, séu vakandi samvizka og gagnrýnið auga þess sam- félags, sem þau byggja fremur en þau gerist einhvers konar aug- lýsingastjórar eða sölumenn kerfisins.“ (Sveinn Skorri Hösknldsson: íslenzkur prósaskáldskapur 1968 — Andvari 1969). Fátt hcfur .liaft skaðlegri áhrif á íslenzkar bókmenntir nokkurra síðustu áratuga en hópmennska sú sem ástunduð hefur verið með klikkustarfsemi og kunningjabanda- lögum skálda og rithöfunda. Eflaust hafa margir talið sér stoð í 'þess háttar banda- lögum, en tæpast nema af ótta við að standa einir, og aðallega í von um aukiö brautargengi. Klikkur kunna að auðvelda mönnum að koma hókum sínum á framfæri, en þær hvorki örva til dáða eða styrkja sérkenni skálds eöa rithöfundar, nema í hreinum undantekningartilfellum. Hin daglega gagnrýni ellegar skoðanamyndun innan þess- ara hópa, eru beinlínis til þess fallnar að vekja upp ótta við tilraunir og fyrirfram myndaða sannfæringu um að eitthvað reynist ekki nægilega gott. Einstaklingar í klikkum kunna margir 'þá list að rífa hvern annan niður án þess að slíta öll bönd um leið. Þetta er alþekkt fyrirbæri í öllum listamannahópum. Pólitísk áhrifaöfl hafa löngum reynt að skipa bókmenntamönnum okkar í fvlk- ingar, eins og öllum er kunnugt. Þeim hefur tekizt þetta nokkurn veginn fullkom- lega. Innar þessara fylkinga eru svo kunningjabandalögin og klikkurnar. Rithöf- unar eru í tveim félögum á íslandi og geta alls ekki unnið saman að hagsmunamál- um sínum. Háð hefur verið hörð barátta um einstaka efnilegar sálir meðal rithöf- unda og skálda, með slæmum afleiðingum fyrir einstaklinginn, sem að þessu leyti geldur hópmennskunnar dýrasta verði, eigin sjálfstæði. Upp úr þessum jarðvegi fylkinga, klikkna og kunningjabandalaga sprettur enn eitt bandalagið, sýnu verst, vegna þess hvernig stöðu þess og hlutverki er háttað; bandalag bókmenntagagnrýnenda. Þessir menn, sem ættu vegna stöðu sinnar að standa utan við allar meginhreyfingar í bókmenntum og listum, a. m. k. á opin- berum vettvangi, hafa þegar látið 'þann boðskap út ganga hvers konar bókmenntir þeir taki fram yfir allar aðrar. Og orðum sínum til áherzlu hafa sumir þessara manna verið ófeimnir við að benda skáldum og rithöfundum á það, að hvaða leyti þeir hafi ekki uppfyllt óskir hins nýja bandalags. Þannig fær Halldór Laxness ádrepu hiá Sveini Skorra Höskuldssvni í Andvara 1969: „Vera má að Kristnihald undir jökli sé einhvers konar tilraun til að skrifa hina hreinu skáldsögu með tcekni segulbands og íþrótt ævintýrs. Svo mikið er víst, að mikið af skopskyni höfundar beinist gegn fyrirbœrum, sem láta nútímavanda með öllu ósncrtan.“ Svo er því bætt við að Laxness hafi svikið æskuhugsjónir sínar og sé sennilega farinn að skrifa sjálfan sig upp, eins og gamalmennum meðal rithöf- unda hætti til að gera. Þessari þvingunartilraun hefur Laxness nýlega svarað eftirminnilega í sjónvarpi. Skoður. Sveins Skorra Höskuldssonar, Ólafs Jónssonar, Árna Bergmanns og Sig- urðar A. Magnússonar er í grundvallaratriðum sú, að íslenzkir bókmenntamenn verði að taka J)jóðfélagslega afstöðu í verkum sínum, ekki með heldnr móti ríkjandi þjóðfélagskerfi. Þeir eru í aðalafriðnm andvígir borgaralegu þjóðfélagi, borgara- legri hugsun og gildismati af borgaralegum toga spunnu. Tit lesenda Óhjákvœmilegar breytingar hafa nú verið gerðar á Stefni, eins og sjá rná frá og rneð þessu eintaki. Breytingin miðar að því að draga verulega úr kostnaði við útgáfuna og gera hana svo einfalda sem framast er unnt. Hvort tveggja skapar Sambandi ungra Sjálfstœð- manna möguleika til að senda blaðið oftar frá sér en áður, og eru þá einhverjar líkur til að tíma- ritið geti orðið sá tengiliður við ungt fólk, sem ritið þarf að vera. Það má geta þess, að á þessu sumri mun koma út sérstakt hátíða- blað Stefnis í tilefni af 40 ára af- mœli Sambands ungra Sjálfstæðis- manna og 20 ára útgáfu Stefnis á vegum SUS. Það er eindregin von útgefenda að Sjálfstæðismenn sjái sér hag í því að hlynna að blaðinu með kaupum á því, enda verður kapp- kostað að hafa hverju sinni í blað- inu eitthvað, sem máli skiptir fyrir alla. Hlutverk Stefnis hefur sjald- an verið stærra, en það er nú og forsenda þess, að blaðið geti gegnt því hlutverki, er að Sjálfstæðis- menn kappkosti útbreiðslu þess. 5

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.