Stefnir - 01.02.1970, Side 9
draumsýna Kings og Kennedybræðranna
hefðu Bandaríkin tæpazt stigið þau fáu
skref, sem tekin voru til bættra lífsskilyrða
á sjötta áratugnum. Við höfum sennilega
flest gert okkur grein fyrir hvert Bandaríkin
og heimurinn allur hefði náð, ef þessir
menn hefðu fengið að lifa, og sækja fram
i átt að fyrirmyndarrikjum (utopium) sín-
uin. Robert Jungk hafði rétt fyrir sér, þegar
hann sagði: ,,Frumdrög að seinni tíma raun-
veruleika, sem ganga lengra en sú vitneskja,
sem unnt er að sanna á tilteknu augnabliki,
eru aldrei í fullkomnu samræmi við þann
raunveruleika, sem birtist siðan, meðfæri-
legur og áþreifanlegur. Engu að siður mundu
slík frumdrög verða talin hafa rutt braut-
ina að raunveruleika morgundagsins.“ —
Og Johan Fjord Jensen bendir réttilega á
í bókinni „Homo Manipulatus" að með þvi
að gefa ekki rómantiskum draumum og þrá
nokkurt svigrúm, séum við aðeins að gera
okkur að „þrælum hinnar sögulegu nauð-
synjar, hversu sannfærðir sem við annars
erum um að hafa sigrazt á henni.“
Vilji stjórnmálaflokkur ekki vita af utopi-
um (fyrirmyndarríkjum) vinnur hann eins
og löggildingartæki og verður fórnarlamb
þeirrar utopiu, sem aðrir flokkar berjast
fyrir. Slikur flokkur er ekki liklegur til
þess að hafa varanleg áhrif á samfélagið, sem
er í myndun og það samfélag sem er. Það
hefur sett svip sinn á stjórnmálin að stjórn-
málamennirnir hafa verið önnum kafnir við
lagfæringar á settum lögum og hafa við
það misst sjónar á markmiðunum. Sé maður-
mn ste/nulaus skortir viðmiðanir í öllum
leiðréttingum sem ste/nulaust verða afleiðing
þessarar lagabreytinga. Þetta er auðvitað
meiningarlaus pólitik. Dinamik þjóðfélagsins
og sprengikraftur bíða þess ekki að stjórn-
málamenn finni hvað þeir vilja, en gerir
þá á hinn bóginn að leiksoppum þróunar-
innar, sem þá er hagstæð eða óhagstatð eftir
atvikum. stefnulaus eða skipulögð af öðrum
öflum. 1 öllu sem sett er af stað felst eigin-
leikinn til áframhalds og samanlagt mun
það, sem er til staðar, og það sem sett er af
stað, annað hvort skapa nýja samfélags-
byggingu ellegar lenda í innbyrðis árekstrum,
með þeim afleiðingum að þróun verður
engin, en það veldur afturför i samanburði
við aðrar þjóðir og kreppuástandi. Sú tegund
stjórnmálainanns, sem við þörfnumst einna
helzt, eins og sakir standa, verður að vera
reiðubúinn til að skyggnast um viða, að
dreyma, og hlutverk hans verður að velja úr
þá framtíðarmöguleika, sem hann vill láta
koma til framkvæmda. Þetta getur hann
ekki án grundvallarhugmynda um manninn,
hugmyndar um það við hvers konar kjör
bann vill að maðurinn búi.
I skóla- og uppeldismúlum verður hann
vísvitandi að leggja áherzlu á þau verðmæti,
sem manneskjan verður að ráða yfir, til að
geta staðið sig i því samfélagi sem verður
fyrir valinu. Sören Krarup gerir sig á þessu
sviði að talsmanni skoðana, sem eru alls
ekki i júkvæðum tengslum við samfélagið.
Andspænis útreikningum demokratismans á
manneskjunni setur hann fingurna — burtu-
pólitík: „Sérhver vandbundin og meðvituð
meðhöndlun manneskjunnar er óheimil. Þeg-
ar á allt er litið getur ein manneskja ekki
hjálpað annarri, þvi hún megnar ekki að
bera ábyrgð annarrar manneskju." Þetta
er siðfræðilegt vandamál, og spurningin, sem
feist í þvi er um leið svar við því, hvort
mönnuin beri yfirleitt að reka pólitik i öðru
augnamiði en hinu hversdagslegasta. Vanda-
málið er erfiðara viðfangs vegna þess að við
vitum ekki hvað maðurinn er, en við höfum
okkar hugmyndir um hvað maðurinn vill
vera, og i því felst munurinn á þörf stjóni-
mála og heimspeki. í þessum efnum. Ef við
höfum hugmynd um hvers konar þjóðfélagi
manneskja á að búa i, erum við siðferðislega
skuldbundin til að skapa manneskjunni
möguleika á að ganga inn í þetta samfélag,
að gera það að kosningamáli, hvort einstakl-
ingurinn vill búa i þessu þjóðfélagi eða ekki.
Með því einu að umbreyta þjóðfélaginu og
skipta sór ekki af manneskjunni, verður hún
fórnarlamb framandi ef ekki fjandsamlegra
stjórnmálatilhneiginga. Þvi Krarup gleymir
að maðurinn er stöðugt undir áhrifum af
öllu, sem í umhverfinu er. Foreldrar, skólar
og fleiri öfl færa manneskjuna fram að val-
kostunum. Sé uppeldinu hagað eftir gömlum
reglum. sem miðast við úrelta samfélagshætti
og úrelt viðhorf til mannsins, hefur það
annað hvort svipt barnið valkostunum, af því
það getur ekki valið á milli samfélaga,
ellegar barnið er sett inn i framandi samfé-
lag. Með því að afhafast ekkert, aðhöfumst
við samt. \ ið getum ekki tekið á okkur
úbyrgð annarra, en við getum gætt bróður
okkar. Limhyggjan er fólgin i því að gefa
meðbræðrum okkar valkosti og gera þeim
kleyft að velja sjálfum. Þegar á allt er litið,
getur ein manneskja hjálpað annarri.
(Úr Synspunkter 1 konservatismen:
..Ideologi og utopi", II. kafli eftir
Per Stig Möller. Útgefið í Kaup-
mannahöfn 1968).
LANDi’
^ROVER
FJÖLHÆFASTA
FARARTÆKIÐ
r
A
LANDI
BENZIN EÐA DIESEL
9