Stefnir - 01.02.1970, Síða 11
að niðurstöðu. Þess var og krafist að
reikningi WAY við FYSA yrði tafar-
laust lokað, en við þeirri kröfu var
ekki orðið, þar sem það hefði haft í
för með sér að WAY hefði misst
stærsta tekjustofn sinn og því ekki get-
að framkvæmt þau verkefni, sem þeg-
ar höfðu verið ráðgerð. Það var ekki
fyrr en í júní 1968 að lokun reikn-
ingsins fór fram.
Fleiri gagnrýnispunktar hafa verið
settir fram, svo sem að erfitt hefur
verið að fá upplýst hvaðan tekjur sam-
takanna væru komnar, ennfremur að
stjórnunin væri of samandregin, eðli-
legra væri að einhvers konar svæða-
skrifstofa væri í hverri álfu, þar sem
verkefni þau sem samtökin ætluðu að
heita sér fyrir væru hönnuð og með
þeim fylgzt. Fleira mætti telja, eins
og ásakanir í garð aðalritarans, þess
efnis að hann hefði allt of mikil völd.
Einnig Ihafa samtökin verið sökuð uin
að vilja ekkert samband hafa við önn-
ur fjölþjóðasambönd.
Hvað þessa gagnrýni snertir, þá er
því til að svara, að því er varðar
tekjustofna, þá hefur forystan viður-
kennt, að einkum eigi og verði leitað
til sérstofnana S.Þ. eftir fjármagni, en
einnig að heimilt sé að taka við styrkj-
um frá viðurkenndum sjóðum og stofn-
unum, sem ekki láti leynd hvíla yfir
tekjuöflun sinni. Hvað snertir svæða-
skrifstofur, þá hefur nú verið samþykkt
að opna skrifstofu fyrir Afríku í Accra
í Ghana, en þar verður séð um alla
starfsemi WAY í þeirri álfu, einnig
hefur verið opnuð upplýsingaskrifstofa
í Delhi fyrir Asíu. Hvað snertir vald
aðalritara, þá hefur opnun svæðaskrif-
stofa það í för með sér, að hann hef-
ur ekki eins mikið að segja og áður.
Hvað snertir samskiptin við önnur
fjölþjóðasamtök, þá er því til að svara,
að lengstum hefur samband WAY við
þessi sambönd verið allgott, nema
WFDY, en nú virðist ýmislegt benda
til þess, að þessi samtök geti í fram-
tíðinni unnið saman, því þau hafa
hafið samstarf á nokkrum sviðum.
Norðurlönd og WAY.
Æskulýðssamtökin á Norðurlöndum
hafa öll verið aðilar að WAY, nema
Finnar, því þar er ekkert æskulýðssam-
band. Danir eru eina .þjóðin, sem tók
þátt í stofnun WAY árið 1949, en hin
hafa öll gengið í samtökin það árið,
sem viðkomandi samtök hafa verið
stofnuð.
Fulltrúar Norðurlanda hafa verið
mikils metnir á vettvangi WAY. Marg-
ir hafa stjórnarmennirnir frá Norður-
löndunum verið og tveir Svíar gegnt
starfi aðalritara rúmlega helming ævi-
skeiðs samtakanna. En Norðurlöndin
hafa einnig verið gagnrýnust. Gagn-
rýni þeirra hefur verið á öllum þeim
sviðum, sem gagnrýnd hafa verið, en
þótt þau hafi verið gagnrýnin þá hafa
þau alltaf unnið vel í þágu samtakanna,
enda eru þau mikils metin af t. d. þró-
unarlöndunum innan WAY.
Nú hefur það hins vegar skeð, að
sænska æskulýðssambandið hefur sagt
sig úr WAY, norska WAY-nefndin
leyst upp, og ÆSÍ einnig ákveðið að
segja sig úr WAY, þannig eru Danir
einir, eins og þeir voru við stofnun
samtakanna 1949.
Aðild ÆSÍ að WAY.
Æskulýðssamband íslands var stofn-
að árið 1958, sem einhvers konar WAY-
nefnd á íslandi. Var það fyrir tilstuðl-
an þáverandi aðalritara WAY, sem
kom hingað gagngert árið 1957 til þess
að hvetja til stofnunarinnar.
Æskulýðssam'bandið gekk í WAY
strax á fyrsta ári, á 3. þingi WAY,
sem haldið var í Nýju Delhi í ágúst
1958.
Lengst af hefur ÆSl verið óvirkur
aðili í WAY, þótt nokkuð hafi verið
sótt af ráðstefnum og þingum. Það
tímabil, sem ÆSÍ hefur verið virkur
aðili var milli 5. og 6. þings WAY,
en þá átti ÆSÍ fulltrúa í framkvæmda-
ráði WAY, sem fulltrúi Norðurland-
anna.
Ein af ástæðunum fyrir því, hversu
óvirkt ÆSÍ hefur verið, má rekja til
þeirra eilífu fjárhagsvandræða, sem
sambandið á við að etja, ennfremur að
ÆSÍ hefur aldrei reynt að biðja uin
ákveðna hluti, sem gætu virkt ÆSÍ.
Nokkur not hafa samt orðið af að-
ild ÆSÍ að WAY. Eru' þau einkum
fólgin í því, að þeir fulltrúar, sem
sendir hafa verið á náskeið og fundi,
hafa komið heim með reynslu og þekk-
ingu, sem þeir hafa síðan getað miðlað
sínum félögum af.
En hver er ástæðan fyrir því að
ÆSÍ tekur nú þá ákvörðun 'að segja
sig úr samtökunum?
Eins og sagði hér að framan þá hef-
ur flestum gagnrýnisatriðum Norður-
landa verið svarað eða samþvkkt að
starfa í þeim anda, sem þau vilja að
sam’ökin siarfi. Það hefði því verið
langtum skynsamlegra að bíða og sjá
hvort þessi þróun héldi ekki áfram,
enda stakk stjórn ÆSÍ upp á því í
drögum að ályktun, að skipuð skyldi
milliþinganefnd og henni falið að
kanna og fylgjast með öllu starfi WAY,
eftir því sem hægt væri og skila áliti
til 7. þings ÆSÍ, sem haldið verður
vorið 1971. Þá hefði verið hægt að
taka endanlega afstöðu til þess hvort
WAY væri raunverulega sá vettvangur,
sem við viljum starfa á í framtíðinni.
Það er spá greinarhöfundar að þessi
ákvörðun Norðurlanda eigi eftir að
verða þeim dýrkeypt hvað samstarf við
aðrar þjóðir snertir. Eins og sagði hér
að framan þá eru (voru) Norðurlöndin
í miklu áliti hjá mörgum þeim lönd-
um, sem eru innan vébanda WAY, en
hætt er við, að þessi sömu samhönd
fari að líta þau hornauga, þegar
þau nú hlaupast brott, þegar tekið er
til við að starfa eftir þeim sömu lín-
um og þau hafa alltaf viljað að WAY
starfaði eftir.
Það er kunnara en frá þurfi að segja,
að tvö af aðildarsamböndum ÆSl,
Iðnnemasamband Islands og Æskulýðs-
fylkingin, hafa alltaf verið mótfallin
aðild ÆSÍ að WAY og byggðist sú
skoðun á stjórnmálaskoðun þeirra. Nú
hafa hins vegar fleiri sambönd bætzt í
hópinn, Samband ungra jafnaðar-
manna, Samband ungra framsóknar-
manna, Samband ísl. stúdenta erlendis
og Ungmennafélag Islands. Aðalrök
þessara sambanda voru byggð á FYSA-
málinu þrátt fyrir það, að það varð
til í byrjun árs 1967. Síðan hafa verið
haldin tvö regluleg þing ÆSÍ, en samt
hafa þau ekki séð neina ástæðu til þess
að ÆSÍ segði sig úr samtökunum.
Þessi afstaða væri skiljanleg ef sam-
tökin hefðu farið hrörnandi, en það
er langt frá því. Þau hafa aldrei
verið öflugri en einmitt nú og augljóst
er að þeirra hreyfinga sem gætt
hefur meðal ungs fólks um mikinn
hluta heims síðustu ár er einnig farið
að gæ’a innan WAY. Það væri því
mun jákvæðari afstaða, ef einnig væri
horft til framtíðarinnar, en ekki ein-
ungis til fortíðarinnar, en svo er ekki
gert og er ekki hægt að draga aðra
ályknm en þá, að þarna hafi verið að
verki þau öfl, sem alltaf hafa viljað
sam'ökin feig.
Það er eindregin skoðun mín, að
aukaþing Æskulýðssambands Islands
hafi s*igið mjög óheillavænlegt skref
með samþykkt sinni hinn 28. febr. sl.
og mun framtíðin leiða í ljós, hvort
svo hafi verið.
11