Stefnir - 01.02.1970, Side 13

Stefnir - 01.02.1970, Side 13
ST J ÓRNMÁLAMENT'J Lciðtos’imi og: mcinlioriiið Eflaust hefur það valdið heilabrot- um einhverra, að Magnús Kjartansson ritstjóri Þjóðviljans, tók sér fvrir hendur að leggja blaði sínu til það lesefni, sem kostar hann meiri fyrir- höfn og fyllir minna rúm, en annað, sem ’kemur frá æfðum atvinnupenna hans, og einmitt á sama tíma og á hann hlóðust margvísleg önnur störf og áhyggjuefnum innan flokks hans fjölgaði. Hér er átt við smádálkinn, „Frá degi til dags“, — meinhornið, eins og ritstjórinn nefnir það stundum. Magnús var að taka við forystu kommúnista af Einari Olgeirssyni, þingsæti hans og hlutverkinu sem stefnumótandi leiðtogi. Bandalag komm- únista og Hannibalista var að liðast sundur og kommúnistaflokkurinn að klofna í frumeindir alþjóðlegrar hrevf- ingar Marx-Leninista. Sameiningartil- raunir Einars Olgeirssonar höfðu mis- heppnazt. Merkið, sem hann reisti á Alþingi íslendinga, var hálffallið. Stefna flokksins og innihald málefna- legrar umræðu hans, var úrelt að veru- legu leyti. Við Magnúsi blasti það erfiða hlut- skip'i að neyta krafta sinna til að reisa merki kommúnistaforystunnar á Al- þingi, endurnýja málefnalegt framlag kommúnista út á við, og að ná ótví- ræðri forystu í málefnum flokksins inn á við. Magnús Kjartansson tók að rita heil- síðugreinarnar, „Á hvíldardaginn“, til málefnalegrar endurnýjunar. Þetta voru greinar, sem áttu að gefa and- stöðu kommúnista gegn ríkisstjórninni og stefnu hennar nýtt innihald, og stefnu kommúnistaflokksins nútíma- legra yfirbragð. Þá var að snúa sér að jaðrafólki kommúnistaflokksins, S’alinistunum, öfgafólkinu. hatursöflunum. Persónu- legar svívirðingar um andstæðinga bafa löngum verið veigamikill báttur í aróðri kommúnis*a. Á misjöfnu bríf- ast börnin bezt. Þessi báttur áróðurs- ms hafði löngum verið helzta frónn kommúnista meðan ofsfækinu héldu engin bönd. Viðreisnars^efnan. friáls- hyggian, hafði á nvian leik vakið upp hatrið, sem flokkurinn reyndi um skeið mikið til að Ihalda niðri, vegna þess að öfgar voru þá komnir úr tízku. Gamli byltingarhugurinn hafði stung- ið upp kollinum víðsvegar í flokknum og var nú meira áberandi en nokkru sinni áður, síðan á bernskuárum komm- únistaflokksins. Það kom hins vegar ekki til greina, að kommúnistaflokkur- inn færi að innleiða óþvegna bylt- ingarhyggju í málefnalega baráttu sína, a. m. k. á meðan flokkurinn héldi tök- um sínum á verkalýðshreyfingunni nokkurn veginn óskertum. Magnús Kjartansson valdi beinustu leiðina til jaðrafólksins, hatursaflanna: Pólitískar svívirðingar. En með minnkandi persónulegum illdeilum milli stjórnmálaflokka var orðið úrelt að leggja andstæðinga í ein- elti. Til að ganga ekki í berhögg við við þessa þróun ákvað ritstjórinn að íklæða hatursbroddinn meinlegum um- búnaði fyndinnar illkvitni. Meinhornið, smádálkurinn „Frá degi til dags“ varð til og gerði „stormandi lukku“, svo sem Magnús Kjartansson hafði ástæðu til að reikna með. Um skeið leit út fyrir að ný öld væri risin í kommúnistaflokknum. Flokkurinn skartaði stjórnspeki hvíld- ardagsins eins og nýjum buxum. Það slaknaði á stríðum dráttum í andlit- um hatursfólksins þegar það sá í mein- horninu, að ritstjóranum hafði tekizt að koma vænu kjaftshöggi á einhvern þeirra borgaralega sinnuðu. Sennilega kom mörgum á óvart að Magnús Kjartansson hætti að geta risið undir öllu sem hann ætlaðist til af siálfum sér. Mennirnir með stirnuðu andlitin fluttu sig í eigið félag, bar- áttan á Alþingi missti allan kraft og hvíldardögunum, sem Magnús varði til málefnalegrar endurnýjunar fækk- aði. Kommúnistar misstu af hverju tækifærinu effir öðru til að hafa frum- kvæði í mikilvægum málum, t. d. á sviði menntamála. Jafn skipulögð her- ferð og sú, sem farin var gegn mennta- málaráðherra meðan hann var erlendis rann út í sandinn, þegar hann kom heim, og gerði grein fyrir máli sínu — naumast búinn að jafna sig á Reykja- nesröstinni. Fjögur þingsæti kommúnista eru í hættu. Allt og sumt sem Magnús Kjart- ansson hefur uppskorið, er viðurkenn- ing á hæfileikum þeim sem hann á sammerka Benedikt Gröndal gamla. En þetta verður þá ekki í fyrsta sinn, sem Magnús Kjartansson hyggur á sig- ur, hæfileika og metnaðar í Heljar- slóðarorrustu sinni við öfugsnúið um- 'hverfi — og verður að láta undan síga. Perlur Gagnrýnendum gekk erf- iðlega að flokka síðustu bók Thors Vilhjdlmssonar, Fljótt, fljótt, sagði fuglinn. Þeir lýstu bœði því sem var og því sem var ekki í bókinni, til þess að lýsa henni. Og menn voru engu nœr. Nýlega gerði Thor þessar tilraunir broslegar, því hann veit ekki sjdlfur hvemig á að flokka framleiðsluna — nema þá ef vera skyldi undir prósa. Alþýðublaðið spurði Thor hvort von vœri á nýrri skáldsögu: „Ég er alltaf eitthvað að reyna að smíða," svaraði skáldið. „Hvað?" „Ja, ég," „já, ég er nú að reyna að ljúka við nokkuð stórt skáldverk." „Skáldsögu?" „Ég veit ekki hvað ég á að kalla það, maður lendir stundum í vandrœðum með þessi orð, það er annarra að skilgreina það. Ég er bara í því að vefa. Ég reyni að finna hœfilegt form fyrir það sem ég er að búa til. Svo er mér sama hvað þeir ka'Ia það." Fmhver hefði nú sagt eitthvað, ef hann Bjöggi hefði látið þetta út úr sér. 13

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.