Stefnir - 01.02.1970, Qupperneq 17
ISLAND I ERLENDLM BOKUM
Cyrus L. Sulzberger: A Long Row
of Candles, Memoirs and Diaries
1934—1954, — New York 1968.
Rætt við Trygve Lie, utanríkisráð-
herra. Osló, 14. nóv. 1945.
Eisenhower og Sulzberger rœðast
við:
„Lie sagði: Mér lízt ekki á hugmynd-
ina um skandinaviska blokk. Við mun-
um starfa með Svíum og Dönum, en
ekki í blokk. Blokk líkist um of banda-
lagi. Við viljum ekki ganga svo langt.
Norræn blokk — okkur líkar alls ekki
orðið skandinaviskur — mundi að engu
gagni koma. Kannski mundu stóru rík-
in misskilja það og halda að því væri
beint gegn iþeim. Að því er Finna
snertir — þeir eru meira og minna upp
í horni. Þeir eru í striði við Banda-
menn.
Ef unnt væri að mynda þau innan
ramma sáttmála Sameinuðu þjóðanna
— viðurkennt af öBum stórveldunum
og með blessun þeirra — mundum við
vilja ganga í vestræn samtök. En ef
einhver mótmæli kæmu frá einhverju
stórveldanna (átti sýnilega við Rússa)
þá mundum við endurskoða málið.
Við viljum vinna sameiginlega með
Allir gerðu grín að Hap Arnold hers-
höfðingja, þegar hann byrjaði á keðju
flugvalla yfir Norður-Atlantshafið um
Nýfundnaland, Grænland og ísland.
Samt gerðu þessar framsýnu áætlanir
Svíþjóð, Danmörku, íslandi og jafnvel
Finnlandi, að þróun löggjafar okkar
hinnar norrænu löggjafar, sem þjóð-
þingin fallast á. Við gætum einnig bætt
samvinnu okkar á sviði flugsins, kvik-
mynda, menningarmála og réttinda
hvers þjóðernis um sig í hinum lönd-
unum.
Hvað snertir Atlantshafsblokk —
hugmyndin var rædd 1940 og 1941.
En það er ekki tímabært að ræða það
mál. Það eru of mörg vandamál uppi
milli þríveldanna. Samkomulag meðal
þríveldanna er þýðingarmest af öllu —
þýðingarmeira en San Francisco er
Atlantshafssáttmálinn. — Atlantshafs-
blokkin mundi verða bezta blokkin. I
henni gætu verið Bandaríkin, Kanada,
írland, Stóra-Bretland, Frakkland, Sví-
þjóð, Noregur og jafnvel Sovétríkin,
svo og önnur ríki“. — (Bls. 272).
okkur kleyft að senda þúsundir orr-
ustuflugvéla til Evrópu á eigin vélar-
afli og sparaði okkur þannig stórkost-
legar fjárhæðir, sem þurft hefði til að
flytja þær með skipum. — (Bls. 685).
ísland í dagbók Georgs VI., 19.
ágúst 1941.
(Eftir undirritun Atlantshafssamn-
ingsins 12. ágúst).
(Brian Gardner: Churchill in his
tíme, London 1968 — bls. 131).
„Forsætisráðherrann kom til hádegis-
verðar. Hann skýrði mér ítarlega frá
fundi og viðræðum þeirra FDR og
þeim, sem hann átti með yfirmönnum
Bandaríkjahers. FDR tjáði honum að
hann mundi ekki á þessu stigi málsins
lýsa yfir styrjöld, en að hann muridi
heyja stríðið með okkur gegn Þýzka-
landi, eins og sjá mætti, með því að
annast skipalestirnar til íslands. W.
hreyfst mjög af honum og kemur til
baka með það á tilfinningunni, að hann
þekki hann.
Minnisgreinar frá Felix Frankfurt-
er til FDR. Sent frá Washington
DC 15. júní 1941.
(Roosevelt & Frankfurter: Their
correspondence 1928—1945. —
London 1968. (Bls. 608—610).
1. 1 þessum minnisgreinum er geng-
ið út frá því, að aðgerðir, sem snerta
einhverja af Atlantshafseyjunum falli
miklu betur innan landsvarnarhugtaks-
ins, sem skilgreint var í ræðunni 27.
maí, heldur en aðgerðir á meginlands-
svæðum Evrópu eða Afríku. Almenn-
ingsálitinu hefur verið kennt að skilja
verndaraðgerðir sem snerta slík áreytn-
islaus eyjalandsvæði.
2. Hernám íslands og uppbygging
þess sem bandarískar miðstöðvar fyrir
millilendingar bæði á sjó og í lofti, er
einkar heppilegt sem fyrsta skrefið.
Það er dirfskufullt skref en sakleysis-
legt þar sem það skapar ekki bráða
hættu á átökum.
Þegar bandarískir hermenn höfðu
setzt að á íslandi skrifaði Frankfurter
til Roosevelts:
„Það fór með Island eins og þú
hafðir rétt til að búast við — raun-
verulegur og vaxandi stuðningur í
landinu, ósigur andstæðinga heima og
heiman. Ég finn innst inni að nýtt
skeið baráttunnar er runnið upp —
skeið ekki mjög fjarlægs sigurs. ..."
17