Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1909, Blaðsíða 10

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1909, Blaðsíða 10
8 Árið 1909 var fullgerð vatnsveitan í Reykjavík og farið að nota vatnið úr henni á miðju sumri. — Taugaveiki hlýtur að vísu ávalt að gera vart við sig i svo stórum bæ, hlýtur að berast þangað við og við úr öðrum hjeruðum, en úr þessu getur hún aldrei orðið háskaleg fyrir bæinn. Taugaveikin hefir hagað sjer i Reykjavík sem hjer segir: Ár ........... 1907 1908 1909 1910 Sjúklingar... 83 73 55 19 í sveitum lánast nú því nær ávalt að stöðva veikina, svo að hún berst ekki bæja i milli, en hins vegar hefir ekki enn tekist að kenna fólki þá varúð, sem til þess þarf, að veikin berist ekki úr fyrsta sjúklingnum í aðra á sama heimili. Er það enn mjög algengt, að margir sýkjast á hverju sóttarheimili. 6. Kvefsótt Ár .......... 1907 1908 1909 1910 Sjúklingar... 1722 3029 1975 2473 Það er augljóst, að þessi landlægi sjúkdómur og afar-algengi er nú orðinn miklu vægari yfirleitt, en hann var áður, fram á síðari hluta 19. aldar. Mun það efalaust stafa af því, að þjóðin á nú við betri kjör að búa, betri húsakynni, holl- ara viðurværi og allur þrifnaður aukist að miklum mun. 7. Iðrakvefsótt. Ár .......... 1907 1908 1909 1910 Sjúklingar... 1450 1398 1235 1334 Það er enn sem fyr ómögulegt að segja hversu mikill manndauði stafar af þessum algenga sjúkdómi; það eitt er víst, að hann er ekki algengari hjer en víða i öðrum löndum og heldur ekki mannskæðari. V. Bólusetningar. (IX. og X. skrá). Árið 1909 voru 2513 börn frumbólusett, og kom bólan út á 1690 (67 */<>)• Endurbólusett voru 2533 börn, og kom bólan út á 1084 (43 °/o). Árið 1910 voru 2370 börn frumbólusett, og kom bólan út á 1479 (62 °/»). Þá voru endurbólusett 1945, og kom bólan út á 686 (35 °/«)-

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.