Gisp! - 01.06.1991, Blaðsíða 27
Samkvæmt dagbókarfærslum hins unga og leyni-
Iega villutrúarmanns (með tegundaheiti heiðn-
innar í hjarta sér) er ýmsum spumingum marg-
faldlega ósvarað. Til dæmis og það er óskiljanlegt
hvað varð um spegilinn sem síðast sýndi barnið á
þessum endurheimtu blaðsíðum. Minn spegill er
sameining bankanna; þeir sendu mér glataða
bemsku mína sem lá gleymd í bankahólfinu. Og
nú er eins og ég heyri suðrænan trompett blása til
hinnar sífelldu ogóréttlátu yfirheyrslu. Hvað varð
um lillabláa blóma-
vasann, dægurlagið sem
lá í Ioftinu? Og austur-
lenska kokkteilhrist-
arann, ógæfuna í h verri
fjölskyldu? Var það
Frank sem hjakkaði
rispaður í gegnum hálfr-
ar nætur svefn eða var
það Herb og Tijuana
Brass með Taste of
Honey? Hver var það
sem kippti nálinni af og
raskaði ró nokkurra einstaklinga sem nauðsyn-
Iega þurftu hvíld? Ó Kanaríeyjar, skilningsríku
lönd! Þar sem amma fékk afgreiddan eldspýtna-
stokk á íslensku. Hvað var það sem raunverulega
gerðist! í dularfullri fyllingu tímans mun setjast
fólk í sófa máðan af leiðindum skammdegisins og
það mun standa upp aftur. Skál af merktum
appelsínum verður óhrekjandi tákn um velmegun
sem fær ekki staðist. Kemur fegurðin endalaust
innan frá, er lyktarskyn hundsins tryggt? Ég er
þess fullkomlega minnugur að hafa gengið eftir
Rieberbahnen og velt þessu fyrir mér - hvar voru
vinir mínir á meðan? Munu uppstöfluð dagblöðin
- fimm ár í lífi manns - tapa merkingu sinni frammi
fyrir korters sjónvarpsútsendingu í lit? Týnast
frændur eða deyja þeir? Er áfengisneysla jóla-
haldsins á einhvern hátt tengd mistökum í sálma-
kveðskap? Verður svipur barna þinna fullorðins-
legri þegar þau kvaka? Er aldrei neitt annað á
boðstólum nema bjúgu og karamellubúðingur?
Snúður og kaffi? Ætla útlínur hins rjómagula
Chevrolets Impala aldrei að þurrkast úr minni
manns? Halda skipin
stöðugt áfram að fyll-
ast af smygluðu áfengi
þegar þau líða eftir
sjóndeildarhringnum?
Og hver er þessi Mad-
ame X sem sögð er hafa
legið undir þekktustu
andlitum síðdegis-
pressunnar og gengur
svo langt að eiga vin-
gott við mann sem fer
reglulega í kirkju? Átti
ég nokkurt erindi í kirkju? Ekki er ég hingað
sendur til að rannsaka smáglæpi prestanna, ég er
bara lítið bam sem skortir hugrekki til að kvarta
undan sígarettureyknum í stofunni og er gabbað
til að taka nokkra sopa af Martini Bianco. Ætlar
fólkið aldrei að standa upp úr stólum sínum!
Hverju má úða yfir hlandlykt ellinnar?
Bragi Ólafsson
27