Gisp! - 01.06.1991, Blaðsíða 41

Gisp! - 01.06.1991, Blaðsíða 41
Myndasögur bannaðarí Bietlandi? Nýlega var tíðindamaður Gisp! á f erð í London og leit fyrir siðasakir inn í myndasagnabúðina Forbidden Pla- net við New Oxford Street. Þar blaðaði hannm.a. íTheComicsJoumalograkst á eftirfarandi klausu (úrdráttur): „Seint í desember s.l. innkallaði Fleet- way forlagið í Bretlandi öll eintök af nýútkominni myndasögu eftir Garth Ennis sem nefnist „True Faith" („Sönn trú"). True Faith hafði áður birst sem framhaldssaga í myndasögublaði Fleet- way forlagsins„,Crisis". Sagan fjallarum pípulagningamann sem sakar guð um dauða konu sinnar og ræðst af offorsi á kirkjur. Eigandi Fleetway, útgáfurisinn Robert Maxwell, ákvað að innkalla bókina eftir áköf og vel skipulögð mót- mæli evangelísk kristinna trúarhópa. A blaðamannafundi við það tækifæri sagði útgáfustjórinn Jon Davidge: „Sagan reyndist vinsæl og þótti vel heppnuð sem framhaldssaga í tímariti, en í bókarformi opnaðist markaður sem var — Hasarinn við Hlennn Kannski hafa myndasögur náð að skjóta rótum á Islandi. Ný deild í kjallara Bókabúðar Eymundsson við Hlemm virðist a.m.k. renna stoðum undir þann grun því þar er eingöngu að finna myndasögur, vísindaskáldsögur í kilju- formi og ýmsa leiki sem flestir þekkja undir nafninu “Dungeons & Dragons”. Þessi samsetning er algeng í sérhæfðum myndasögubúðum erlendis. Aður hafa verið gerðar tilraunir, árangurslitlar, með myndasögubúðir hérlendis (man einhver eftir þeirri sem var um túna íkjallaranum áLaugavegi?) en þetta erífyrstaskipti semeinafstómbókabúðunum sinnir þessu sérstaklega. Gísli Einarsson er upphafsmaður og innkaupastjóri deildar- innar. Iviðtah viðGisp! sagðihannaðnæstum allt sem væri á boðstólum kæmi frá dreifingaraðilum í Bandaríkjunum, m.a.s. þau blöð og bækur sem gefnar em út í Bretlandi. Evrópskar myndasögur berast í breskum og bandarískum útgáfum en til stendur að panta þær beint og þá á fmm- málinu sem í flestum tilfellum er franska. Alls sagðist Gísli vera með um 200 titla sem koma út reglulega. Af þeim eiga hasar- blaðarisamir Marvel og DC nær helming, 100 koma frá svo kölluðum “sjálfstæðum” útgefendum sem er stór hópUr lítilla útgef- enda og 15 em japanskar sögur í bandarískri útgáfu. Það er helst á meðal “sjálfstæðu” út- gefendanna sem finna má titla er bjóða upp á annað söguefni og frásagnartækni en ofur- mennissögumar. Viðþessa200titlaerráðgert að bæta talsvert á næstunni. Fyrir utan blöðin fást bækur af ýmsu tagi, t.d. “graphic novels” (vandaðri og lengri hasarblöð) eftir Frank Miller, Alan Moore/David Lloyd, Bill Sienciewicz og Neil Gaiman, svo einhveijir séu nefndir; bækur með endurprentunum á gömlum og nýjum dagblaðaseríum (Krazy Kat, L'il Abner, Cal vin& Hobbes); evrópsku sögumar (Moebius, Forest); meistari Will Eisner og gamli sýmhausinn Vaughn Bode. Eina bók eftir krotarann Ralph Steadman er að ftnna og nokkrar fræðimannabækur um myndasöguna. Fagblöð eins og Comics In- terview og Amazing Heroes em í góðu úr- vali og einnig sögur eftir Simpson höfúndinn Matt Groening. Stóm útgefendumir Marvel og DC seljast best en Gísli vildi meina að í heild væri salan jöfn og vaxandi, helst að ýmis konar endur- prentanir úr dagblöðum ættu erfitt updráttar. Kaupendum færi fjölgandi og næsta ömggt að deildin fengi þann tíma sem hún þarf til að sanna sig en forráðamenn Eymundsson vom í byrjun tortryggnir á að þessi tilraun gæti heppnast. I raun er úrvalið ótrúlega mikið þótt auðvitað sé hlutur hasarblaðanna og ensku- mælandi útgefenda of stór miðað við þann fjölda góðra myndasagna sem geftnn er út í öðmm löndum. En það er skysamlegt að byggja á því sem kaupendur hér á landi þekkja fyrir auk þess sem óneitanlega hefur verið mikil gróska í bandarískri mynda- söguútgáfu síðustu árin. Aðkoma er ágæt en plássley si áberandi og þörf á þægilegri rekkum fyrir blöðin. B.H. viðkvæmari fyrir inrúhaldinu. Öll inn- kölluð eintök af bókinni voru eyðilögð og sett í endurvinnslu. Garth Ennis mun um þessar mundir vera að reyna að fá útgáfuréttinn framseldan til annars útgefanda. í kjölfar „True Faith" uppþotsins spunnust talsverðar umræður í bresk- um fjölmiðlum um vanda fullorðins myndasagna. Tlie Economist dró vand- ann þannig saman í hnotskum: „Bresk- ur lögreglumaður veit að ljósmynd af reistum Iim er bönnuð, en ekki texti sem lýsir sama fyrirbæri". Fívað þá um teikningu af Irinu forboðna ásamt texta? Til að vera alveg öruggir, gera breskir tollþjónar nú upptækar allar mynda- sögur sem nálgast „velsæmismörk", þ.á.m. bækur eftir viðurkennda höfunda á borð við Robert Crumb og Gilbert Hemandez. Þrátt fyrir þessi válegu tíðindi mun útgáfa fullorðins myndasagna vera að færast í aukana í Bretlandi. Penguin hefur t.a.m. í undirbúningi 12 -16 bækur undir umsjón Art Spiegelman, þess sem sló í gegn með gyðingasögunni Maus." Ó.E. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Gisp!

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.