Fréttablaðið - 17.02.2021, Síða 2

Fréttablaðið - 17.02.2021, Síða 2
Tollarnir eru til að vernda innlenda framleiðendur sem anna engu að síður engan veginn eftirspurninni frá blóma- búðunum. Ólafur Stephen- sen, fram- kvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda Við reynum eftir fremsta megni. Við pínum plönturnar aðeins meira og hitum húsin og lýsum lengur, en það dugar ekki upp í eftir- spurnina. Axel Sæland, blómabóndi á Espiflöt Lék á als oddi og á bassa Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fór í gær í góða heimsókn í Borgarholtsskóla. Ræddi forsetinn við skólastjórnendur og starfslið og gekk svo um sali skólans og ræddi við nemendur þar sem þeir voru við störf. Tók Guðni sig meðal annars til og lék á bassa með hljómsveit sem var við æfingar í einni stofunni. Á efnisskránni var slagarinn vinsæli Farðu alla leið. Brot úr f lutningi lagsins má heyra á frettabladid.is. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Faxafeni 11 • Sími 534 0534 • www.partybudin.is Gleðilegan öskudag LÖGREGLUMÁL „Þeir voru þarna saman í hóp,“ segir Björgvin Harð- arson, bóndi á Hunkubökkum, sem kom að ólöglegri netalögn í landi Seðlabanka Íslands í Holtsdal. Björgvin, sem kærði atvikið til lög- reglu, segir þá sem voru í hópnum ekki geta fríað sig ábyrgð á verknað- inum. Fram kom í fjölmiðlum í gær að Ragnar Þór hefði verið gestkomandi í Holti, þangað sem netalögnin var rakin, umrædda helgi en ítrekaði að hann hefði ekki lagt net í ána. Lög- reglan á Suðurlandi staðfesti í gær að Ragnar Þór hafi hvorki stöðu sak- bornings né vitnis í málinu. Í frétt Fréttablaðsins í gær sagði að Ragnar Þór hefði verið í hópi þeirra sem staðnir voru að ólöglegu netalögninni. Haft var eftir honum að málið væri honum algjörlega óviðkomandi. Tekið  er fram að í fréttinni var ekki fullyrt að Ragnar Þór hefði stöðu vitnis eða sakborn- ings í málinu. – þfh Segja Ragnar Þór hvorki vitni né sakborning Ragnar Þór Ingólfsson. BLÓM „Auðvitað væri það draumur ef allar íslenskar konur gætu fengið íslensk blóm á konudaginn, en það er kannski erfiðara að gera en segja,“ segir Axel Sæland, blóma- bóndi á Espiflöt, sem er einn stærsti blóma f ramleiða nd i la nd sins . Skortur er á innlendum blómum og blómabúðir hafa aðeins fengið lítið brot af því sem þær vantaði fyrir stóru blómadagana í febrúar, hinn ættleidda Valentínusardag og sjálfan konudaginn sem er á sunnudag, segir í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda, FA. Vegna aðstæðna þurfi blómabúðir að f lytja inn blóm. Félagið bendir á að tollar á blómum séu gífurlega háir og því miður sé ekkert að frétta af endurskoðun fjármála- og atvinnuvega ráðuneyta á blóma- tollum. „Það verður ekki skortur á blóm- um á konudaginn en þau eru miklu dýrari en þau þyrftu að vera,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri FA. Hann segir að félagið þekki dæmi þess að blómabúð hafi pantað mörg hundruð rósir en fengið 20. Hann segir að ástæðan fyrir háu verði séu háir tollar. Þeir séu í raun rosalegir og máli sínu til stuðnings tekur hann dæmi um rós sem sé keypt á eina evru eða 156 krónur. Ofan á þá 60 sentímetra rós leggist 30 prósenta verðtollur og 95 króna stykkjatollur. „Tollarnir eru til að vernda innlenda framleiðendur sem anna þó engan veginn eftir- spurninni frá blómabúðunum.“ Axel bendir á að eftirspurnin rjúki upp á litlum tíma og þó Espi- flöt fimmfaldi framleiðsluna miðað við venjulegar vikur hafi fyrirtækið einfaldlega ekki undan. „Við reynum eftir fremsta megni. Við pínum plönturnar aðeins meira og hitum húsin og lýsum lengur, en það dugar ekki upp í eftirspurn- ina,“ segir hann. Ólafur bendir á að fjármálaráðu- neytið og atvinnuvegaráðuneytið hafið byrjað vinnu við endurskoð- un á blómatollum í nóvember 2019 eftir að félagið, með stuðningi 25 blómaverslana, sendi ráðuneytun- um erindi þar sem þau sýndu fram á hversu ósanngjarnt, samkeppnis- hamlandi og neytendafjandsam- legt tollaumhverfi blómaverslunar á Íslandi væri. Það hafi hins vegar ekkert frést af þeirri vinnu síðan í júní. benediktboas@frettabladid.is Íslenskar konur munu sumar fá erlend blóm Skortur er á íslenskum blómum í blómabúðum og anna innlendir blóma- framleiðendur ekki eftirspurninni. Þeir þurfa því að flytja inn blóm undir ofurtollum sem Félag atvinnurekenda vill breyta, en fær engin svör. Margir vilja gleðja konurnar í sínu lífi með blómvendi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR LÖGREGLUMÁL Þrír karlmenn voru í gærkvöldi úrskurðaðir í gæslu- varðhald á grundvelli rannsóknar- hagsmuna vegna rannsóknar á morði í Rauðagerði síðstu helgi. Fjórir eru nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins, einn Íslendingur og þrír útlendingar frá Austur-Evrópu. Íslendingurinn hafnar allfarið aðild að málinu að sögn Steinbergs Finnbogasonar verjanda hans, sem hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Fréttablaðið hefur ekki upp- lýsingar um afstöðu annarra sakborninga til sakarefnisins. Íslendingurinn hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið eftir gögn- um úr rannsókn Héraðssaksóknara á meintri spillingu innan fíkniefna- deildar lögrelunnar á höfuðborgar- svæðinu var lekið til fjölmiðla í síðasta mánuði. Gögnin varpa ljósi á samband hans við lögreglumenn. Hefur hann haft hóp útlendra manna sér til verndar að undanförnu af ótta við aðra undirheimamenn. Samkvæmt gögnum sem Frétta- blaðið hefur undir höndum, mun hann hafa hótað öðrum manni því, í byrjun mánaðarins, að siga á hann Litháa, í hefndarskyni fyrir upplýs- ingalekann. Umræddur Lithái var handtekinn um helgina og situr nú í gæsluvarð- haldi grunaður um aðild að morð- inu í Rauðagerði. -aá Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna manndráps Íslendingurinn hafnar alfarið aðild að málinu að sögn verjanda hans 1 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.