Fréttablaðið - 17.02.2021, Síða 6

Fréttablaðið - 17.02.2021, Síða 6
Það er ekkert kraftaverk á ferð- inni hér. Dr. Shahid Jameel veirufræðingur INDLAND COVID-19 faraldurinn er á niðurleið á Indlandi samkvæmt fréttum frá Associated Press og BBC. Nú greinast um 11 þúsund ný smit á dag í landinu en voru 100 þúsund á dag þegar faraldurinn stóð sem hæst. Í miðri síðustu viku voru engin dauðsföll skráð í meira en helmingi 28 fylkja Indlands og á þriðjudag var ekkert dauðsfall skráð í Delí í fyrsta sinn í 10 mánuði. Alls hafa greinst tæplega 11 milljón smit í Indlandi og meira en 155.000 dauðsföll, þó vísindamenn telji að dauðsföll séu f leiri en opin- berar tölur gefa til kynna. Faraldurinn var sérstaklega slæmur síðastliðið haust og voru virk smit milljón í september 2020. Í nóvember sama ár voru 90 prósent allra gjörgæsluplássa með öndun- arvél upptekin í höfuðborginni Nýju-Delí en aðeins 16 prósent á þriðjudaginn í síðustu viku. Indverska ríkisstjórnin hefur viljað rekja niðursveif luna til árangurs í sóttvarnaaðgerðum en grímuskylda er á almannafæri í öllu landinu. Ýmsir sérfræðingar vilja þó meina að ekki sé hægt að rekja orsökina til þess, þar sem greina megi hana þvert yfir landið, jafnvel þar sem grímunotkun sé ábótavant. Ekki sé heldur hægt að rekja niður- sveif luna til bólusetninga þar sem Indverjar hafi ekki hafið þær fyrr en í janúar. Einhverjir vilja rekja þetta til hjarðónæmis en það er sagt verða að teljast afar ólíklegt þar sem nýj- ustu rannsóknir á mótefnum bendi aðeins til þess að 21 prósent fullorð- inna og 25 prósent barna hafi þegar sýkst af veirunni. „Orsakasamhengið liggur ekki fyrir, en við vitum að Indland sem þjóð er langt frá því að öðlast hjarð- ónæmi,“ segir Bhramar Mukherjee, prófessor í lífmælingum og faralds- fræði við Háskólann í Michigan. Ein tilgáta er sú að Indverjar séu betur í stakk búnir til að takast á við COVID-19 vegna þess hversu útsettir þeir eru fyrir öðrum smit- sjúkdómum á borð við kóleru, taugaveiki og berkla en ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. Þó að faraldurinn sé á undan- haldi á Indlandi er ljóst að of snemmt er að hrósa happi. Sumir sérfræðingar óttast að smit muni aukast með komu monsúntíma- bilsins sem byrjar í júní og markar upphaf f lensutímabilsins í landinu. Aðrir telja  jafnvel að ekkert óvanalegt sé við niðursveif luna sem endurspegli kúrfu faraldursins víðs vegar um heim. „Það er ekkert kraftaverk á ferð- inni hér,“ segir veirufræðingurinn Dr. Shahid Jameel. – þsh Sérfræðingar undrast indverska niðursveiflu Niðursveifla COVID-19 faraldursins á Indlandi vekur furðu sérfræðinga. Engin dauðsföll voru skráð í rúmum helmingi indverskra fylkja í síðustu viku. Ekk- ert dauðsfall vegna veirunnar var í Delí á þriðjudag í fyrsta sinn í tíu mánuði.  Mótmælt með hljóðfærum í Mjanmar Hópur mótmælenda lék á hljóðfæri fyrir utan bandaríska sendiráðið í Yangon í Mjanmar í gær og mótmælti þannig á friðsamlegan hátt valdaráni hersins í byrjun febrúar og því að lögð var fram ákæra gegn Aung San Suu Kyi, leiðtoga landsins, í annað sinn. Þúsundir hafa mótmælt í Mjanmar undanfarna daga og eiga mót mælendur yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsis dóm ef þeir standa í vegi fyrir her landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Sextíu pör voru vígð á einu bretti í Kolkata á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY VARNARMÁL Norðmenn munu sinna loftrýmisgæslu í mars með F-35 orr- ustuþotum sínum, en norski f lug- herinn frumsýndi orrustuþotuna á Íslandi fyrir ári síðan. Er þetta í sjötta skiptið sem Norðmenn vakta íslenska lofthelgi en hin skiptin voru árið 2009, 2011, 2014, 2016 og 2020. 130 manns fylgja orrustuþotun- um, bæði hermenn og annað starfs- fólk. Mun það vinna í samstarfi við starfsfólk Landhelgisgæslunnar og Keflavíkurflugvallar. Nokkur spenna hefur verið á norðurslóðum undanfarið. Í síðustu viku greindi Fréttablaðið frá því að þotur norska flughersins hefðu bægt tveimur rússneskum sprengjuvélum frá í Noregshafi, sem virtust stefna á Ísland. Hugsanlegt er að Rússar hafi verið að senda NATO skilaboð um loftrýmisgæsluna og herhæfingar bandaríska f lughersins í Noregi í næsta mánuði. – khg Norski flugherinn kemur aftur til landsins í mars Orrustuþota af gerðinni F-35. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY AUSTURLAND Hættustigi var lýst yfir á Seyðisfirði í gær vegna hættu á skriðuföllum og voru ákveðin svæði í bænum rýmd. Rýmingu var lokið klukkan sjö í gærkvöldi en sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni á Austurlandi voru 46 heimili rýmd og hundrað manns var gert að yfirgefa heimili sín. Fjöldahjálparstöðin í Herðubreið verður opin eins og þörf þykir og búist var við um fimmtíu manns í kvöldmat þar í gær. Staða rýmingar verður endurmetin í dag en búist er við hægt kólnandi veðri á miðviku- dag og á fimmtudag verður aftur komið frost til fjalla. Rýmingin var gerð í varúðarskyni þar sem óvissa ríkir um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin í des- ember 2020 og það hvernig jarðlög bregðast við ákafri úrkomu. Spáð er að uppsöfnuð úrkoma á Seyðis- firði geti jafnvel orðið yfir 60 milli- metrar sem leggst við 70 millimetra úrkomu. – bdj/uö Hundrað manns gert að yfirgefa heimili sín 46 heimili voru rýmd á Seyðisfirði og hundrað manns gert að yfirgefa heimili sín. Í síðustu viku bægði norski flugherinn tveimur rússneskum sprengjuvélum frá í Noregshafi Marsjeppinn Þrautsegja. MYND/NASA TÆKNI Marsjeppinn Þrautseigja, eða Perseverance á ensku, lendir á Mars næsta fimmtudag, þann 18. febrúar, eftir sjö mánaða ferðalag frá jörð- inni, allt samkvæmt áætlun. Þraut- seigja mun leita að ummerkjum lífs á botni ævaforns, uppþornaðs stöðuvatns í gíg sem heitir Jezero. Þyrlan Hugvit, eða Ingenuity, lendir á rauðu plánetunni með Marsjeppanum en með henni ætlar mannkynið að framkvæma sína fyrstu tilraun með loftfari á ann- arri plánetu. Lendingin tekur sjö mínútur og kalla verkfræðingar NASA þennan glugga „sjö mínútur í helvíti“. Geim- farið mun koma inn í lofthjúp Mars á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða og verður að hægja niður í 2,7 kílómetra hraða til þess að geta lent farinu. Margt getur farið úrskeiðis og er ekki hægt að stýra farinu í rauntíma, þar sem upplýsingar taka ellefu mínútur og 22 sekúndur að berast frá Mars til jarðar. – ilk Lenda á Mars á fimmtudag 1 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.