Fréttablaðið - 17.02.2021, Page 21

Fréttablaðið - 17.02.2021, Page 21
Evrópuþjóðir líta á það sem þjóðar- öryggismál að hafa um 15% flutningsgetu á milli landa. Eins og ég nefndi áðan, þá erum við með um 5% flutningsgetu innan lands- hluta. Ef það er horft á þetta sem þjóðaröryggismál þá geta flutningar raforku milli landshluta skipt sköpum. Guðmundur I. Ásmundsson, forstjóri Landsnets nágrannalöndunum. Það ber að hafa í huga til dæmis að tilgangur heildsölumarkaðar er að skila hag- kvæmasta verði á hverjum tíma til neytenda. Þá geta neytendur stýrt sinni notkun betur, bæði eftir hagstærðum og verði en líka eftir umhverfissjónarmiðum. Kerfi sem þessi hafa reynst vel víða um heim. Orkustofnun þarf að styðja við þessa uppbyggingu og vera leiðandi í því að koma á regluverkinu.“ Að sögn Guðmundar eru kröfur á raforkuinniviði að vaxa hratt og þar af leiðandi þurfi að gefa í við fjárfestingar. „Ef við fjárfestum bara fyrir afskriftir erum við ekki að fjár- festa fyrir nýjar þarfir. Fjárfestingar okkar þurfa að endurspegla þarfir til framtíðar. Að sama skapi er mikil uppsöfnuð fjárfestingarþörf. Á síð- astliðnum árum höfum við ekki í öllum tilfellum verið að fjárfesta umfram afskriftir, höfum jafnvel verið undir. Ef við horfum til Nor- egs, sem við erum oft borin saman við, þá hefur Statnett lýst því yfir að gjaldskráin muni hækka töluvert á næstu árum þar sem mikil fjár- festing er fram undan, bæði vegna uppfærslu á flutningskerfinu en líka vegna framtíðarþarfa. Statnett er þegar byrjað að hækka gjaldskrána til að safna fyrir fjárfestingum fram- tíðarinnar til að dempa verðhækk- anir framtíðar.“ Minna afhendingaröryggi kallar á sterkara flutningskerfi Uppbyg g ing svok a l laðs N-1 f lutningskerfis um allt land hefur verið gagnrýnd vegna hás kostn- aðar, en N-1 tenging stendur fyrir hringtengingu þar sem ekki verða hömlur á afhendingu rafmagns þó annar leggur af tveimur verði fyrir bilun. „Breytileiki raforkufram- leiðslu er að aukast. Aukning vægis vindorku og sólarorku þýðir að það þarf sterkara f lutningskerfi, enda er minna afhendingaröryggi einn fylgifiska þessara orkugjafa,“ segir Guðmundur. „Rafmagn er alltaf að verða mikil- vægara. Í grænni umbyltingu sem heimurinn er að ganga í gegnum verður rafmagn aðalorkugjafi hag- kerfisins. Allt samfélagið stefnir í þá átt að rafmagn skiptir öllu máli. Hvort það er útfært með hringteng- ingu eða ekki er í raun aukaatriði. Af sömu sökum er mikilvægt að horfa á viðskiptakerfin samhliða upp- byggingu kerfisins, til að við getum nýtt okkur alla þá tækni sem er fram komin. Breytingar eru að eiga sér stað og raforkukerfin verða enn mikilvægari lífæð samfélagsins en þau eru núna.“ Óumflýjanleg hækkun gjaldskrár Stærstu raforkuframleiðendur landsins, Samtök iðnaðarins og aðrir hagsmunaaðilar, hafa sagt að arðsemi sérleyfisfyrirtækja á raf- orkumarkaði, einkum og sér í lagi Landsnets, sé nokkuð umfram eðli- lega ávöxtunarkröfu. Einkum og sér í lagi í því lágvaxtaumhverfi sem nú er við lýði. Hækkun gjaldskrár Landsnets gagnvart stórnotendum upp á 5,5 prósent um síðastliðin áramót vakti að sama skapi mikil viðbrögð. Guðmundur segir að gert sé ráð fyrir því í lögum að arðsemi Landsnets sé innan ákveðinna marka. Eftir því hafi verið farið: „Það má taka umræðuna um hvort að breyta þurfi tekjumörkum eða arðsemismörkum Landsnets. Óháð nefnd sérfræðinga gerði það síðasta sumar og komst að niðurstöðu sem gilt hefur það sem af er ári. Nefndin hafnaði meðal annars sumum af þeim athugasemdum sem fram hafa komið." Eignarhald leiðir til vantrausts Góðar  ástæður eru fyrir því að f lestar þjóðir hafi breytt eignar- haldi sérleyfishafa frá aðilum á samkeppnismarkaði. „Það er út af samkeppnissjónarmiðum og svo ákveðnum gagnstæðum hags- munum f lutningsfyrirtækja og orkuframleiðenda. Þessi staða truflar starfsemi Landsnets að því leyti til að það leiðir til ákveðins vantrausts. Ef þú ert stór viðskipta- vinur Landsnets en ekki í eigenda- hópnum, þá hefur það þau óbeinu áhrif að við þurfum að hafa meira fyrir því að vinna traust viðskipta- vina. Það er eðlilegt að kallað sé eftir breytingum á eignarhaldi Lands- nets og núverandi eigendur fyrir- tækisins eru því sammála. Ég vil samt minnast á í þessu samhengi að stórnotendagjaldskrá okkar hefur verið lækkandi frá stofnun fyrir- tækisins, að raunvirði. Umræðan um gjaldskrána hefur mikið snúist um einstakar ákvarðanir í fortíð- inni. Menn geta alltaf valið ákveðna tímapunkta og reiknað sig niður á ákveðna hluti. Hins vegar er það svo að fram að síðustu áramótum höfðum við ekki hækkað gjald- skrána frá árinu 2013 og frá þeim tíma hefur því verið um raunverð- lækkun að ræða. Við viljum halda gjaldskránni stöðugri og helst ekki hækka hana og ég tel að við höfum fylgt þeirri stefnu eins og frekast er unnt frá stofnun fyrirtækisins.“ Forstjórinn er því sammála að núna hafi ekki endilega verið heppi- legur tími til að hækka gjaldskrá, þar sem markaðsaðstæður hafi verið erfiðar frá því að heimsfarald- urinn hóf innreið sína. „Ræturnar liggja í fyrirkomulaginu samkvæmt raforkulögum. Við höfum kallað eftir auknu svigrúmi frá yfirvöldum til að færa tekjur milli ára en höfum ekki fengið. Við vorum því bundin af þessari verðhækkun samkvæmt lögum. Við megum færa tekjur milli ára í báðar áttir og vorum einfald- lega komin að mörkunum í þeim efnum og þurftum að hækka til að vera yfir lögbundnum, neðri tekju- mörkum. Við lögðum til að heimild til f lutnings á tekjum hækkaði úr 10 í 20 prósent um mitt síðasta ár, en það komst ekki í gegn. Þessi umræða kom í kjölfar óveðranna á síðasta ári þar sem áskorun var um að flýta fjárfestingum Landsnets. En til þess að geta f lýtt fjárfestingum hefðum við þurft þetta aukna svig- rúm til að halda aftur af gjaldskrár- hækkunum, en það fékkst ekki. Þar af leiðandi réðumst við í hækkanir. Við sjáum hins vegar mikil bata- merki á orkumarkaðnum núna sem mun vega upp á móti hækkunar- þörf,“ segir Guðmundur. Flöt gjaldskrá bundin í lög Nefnt hefur verið í umræðunni að f löt verðskrá Landsnets sé óskil- virk. Þannig rukki Landsnet sem nemur sex dölum á megavattstund, óháð því um hversu langan veg raf- orkan er f lutt. „Þegar við tölum um verðskrá Landsnets þarf í raun að skipta henni í tvennt. Annars vegar er það rekstur f lutningskerfisins og hins vegar kerfisþjónusta. Hið síðarnefnda kaupir Landsnet af orkuframleiðendunum, þannig að tekjur okkar af hverri f luttri mega- vattstund er í raun um það bil fimm dalir, en ekki sex eins og rætt er um. Það sem út af stendur eru í raun tekjur orkuframleiðendanna. Raun- verulegar tekjur okkar eru um fimm dalir af hverri megavattstund.“ Hugmyndir um að þeir stór- notendur sem staðsetja sig nær f lutningskerfi, sem dregur úr fjár- festingarþörf á f lutningskerfinu, njóti þess með einhverjum hætti eru góðra gjalda verðar, að sögn Guð- mundar: „Þegar raforkulögin voru samþykkt var tekin ákvörðun um það að flutningsgjald verði hið sama óháð búsetu. Við höfum í sjálfu sér bara unnið eftir þeirri lagasetningu. Auðvitað getur verið skynsemi í því að færa orkufreka starfsemi nær virkjunum til að spara flutninginn. En besta leiðin til að ná fram auk- inni hagkvæmni í þessum efnum er að tilboðsmarkaður með raforku verði byggður upp. Skynsamlegt væri ef fyrirtæki hafa hvata til að staðsetja sig þannig að álag á f lutn- ingskerfið sé minna og verði síður til þess að fjárfesta þurfi frekar í flutningskerfinu. Hins vegar er hægt að leysa mikið af þessum vanda- málum með frjálsari viðskiptum með orku, þar sem neytendur og seljendur rafmagns geta stillt sína notkun af betur. Lögin eru hins vegar þannig í dag að tryggja þarf jafnræði allra með tilliti til f lutn- ingskostnaðar, óháð því hvort þar er um að ræða einstaklinga eða stór- notendur. Okkar fjárfesting er hins vegar að vissu leyti alltaf hin sama, hvort sem notandi kemur upp sinni starfsemi við hliðina á virkjun eða ekki, því við þurfum alltaf að tengja virkjunina inn á f lutningskerfið hvort sem er og vera reiðubúin til þess að flytja alla orkuna frá henni.“ Miða við afl frekar en orku Samkvæmt núverandi samningum Landsnets þurfa notendur f lutn- ingskerfisins að greiða samkvæmt svokölluðum afltoppum. Þeir fjórir mánuðir sem notandinn f lutti til sín mesta raforku mynda þann- ig grundvöll kostnaðar gagnvart Landsneti, jafnvel þó að miklu minni raforka sé f lutt til viðkom- andi hina átta mánuði ársins og það jafnvel þótt Landsnet skerði f lutn- ing vegna álags á kerfið: „Okkar fjár- festingar eru drifnar af afli frekar en orku. Við þurfum að byggja kerfið þannig upp að það ráði við afltopp- ana, þess vegna tekur gjaldskráin mið af fullri notkun. Það mætti alveg snúa þessu við og spyrja af hverju við ættum að miða verð- skrána við orkunotkun? Með þeim hætti væru þeir sem nýta kerfið með rysjóttari hætti þá að njóta niðurgreiðslu frá þeim sem full- nýta það. En ætti Landsnet að greiða þóknanir til þeirra sem verða fyrir skerðingu? „Í stað þess að greiða þóknanir til þeirra sem verða fyrir skerðingu væri betra að taka upp markaðsfyrirkomulag þar sem not- endur og framleiðendur geta brugð- ist við breyttum aðstæðum." Forstjóri Landsnets tekur undir það að nú sé ekki heppilegur tími til að hækka gjaldskrá stórnotenda. Fyrirtækið sé hins vegar bundið af lögum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR tapas.is TAPAS PLATTI 32 STK. Í veisluþjónustu okkar finnur þú frábært úrval veitinga. Veislutilboð, sælkera- og lúxusveislur fyrir sérstök tilefni og svo getur þú líka valið þína uppáhaldsrétti og hannað þína eigin veislu. Skoðaðu úrvalið á tapas.is Pantanir í síma 551-2344 og á tapas@tapas.is • Kolkrabbi með trufflu-kartöflumús og lime-pistasíu vinaigrette í boxi • Marineraðar lambalundir með lakkríssósu í boxi • Djúpsteiktur humar í orly með aioli í boxi • Beikonvafin hörpuskel og döðlur á spjóti með sætri chilli-sósu • Nautaspjót með piparrótarsósu • Kjúklingaspjót með alioli • Tapassnitta með andabringu, aioli og mandarínu • Tapassnitta með serrano hráskinku, piparrótarsósu og melónu FEBRÚAR TILBOÐ 11.900 KR. (FULLT VERÐ: 18.880 KR.) MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 1 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.