Fjarðarfréttir - 07.04.1969, Síða 1

Fjarðarfréttir - 07.04.1969, Síða 1
1. árg. — Hafnarfirði, apríl 1969 — 1. tbl. Hvert stefnir í sorpeyðingarmálum Hafnfirðinga? jrfb Hafnarfjörður er fátækur af skulptur, en þetta fallega girSingarlausa hlið eigum viS HafnfirSingar á öskuhaugunum. | Nú er hún Snorrabúð istekkur... Það er ekki geðsleg sjón, sem blasir við þeim, sem ekur fram hjá sorphaugunum við Krýsuvíkurveg- inn. Bréfadrasl er meðfram vegin- um á löngum kafla, að ekki sé nú talað um óþefinn, sem leggur fyrir vit vegfarandans. Þetta svæði, sem hefur verið mjög vinsælt af mörg- um, er vilja komast í stuttan tíma burt frá hávaða og umferðargný þéttbýlisins, er nú að verða ein allsherjar viðurstyggð, morandi af rottum og óþverra. Þarna var hraunið að gróa upp, litlar hríslur að skjóta upp kollinum hér og þar, og ósjaldan mátti sjá fjölskyldur drekka síðdegiskaffið á sunnudög- um víðsvegar í hrauninu, sem einn- ig var vinsælt berjaland barnanna. Utanbæjarmenn, sem aka þarna um, eiga vart orð til að lýsa undr- un sinni yfir þessum ósköpum, nema ef til vill Kópavogsbúar, sem brosa í kampinn. $ Ytan í bænum. Fyrir skömmu voru nokkrir menn þarna á ferð og höfðu tal af gæzlu- manni sorphauganna. Voru þá að hlaðast upp stórir haugar af sorpi, og sagði gæzlumaðurinn, að ýtan, sem notuð væri til þess að jafna úr sorpinu, væri nú staðsett í bænum við aðra vinnu og ekki væntanleg fyrr en eftir nokkra daga, „og þá verður ástandið nú ljótt“, eins og vörðurinn komst að orði. Ekki var nein girðing umhverfis haugana, sem þó er talið algjört skilyrði þess að hafa sorphauga á víðavangi. Einnig er talið nauðsynlegt að hafa 3—4 m hátt net, sem færa má til eftir vindátt til þess að hefta fok. Ekki var heldur hægt að greina slökkvitæki, sem ættu þó að vera sjálfsögð þarna. | Skýrsla bæjarverkfræðings. Bæjarverkfræðingur hefur tjáð blaðinu, að nú standi til að flytja haugana lengra frá veginum, út fyr- ir svokallað Hamranes. Telja verð- ur, að af tvennu illu sé sá staður skárri. En í skýrslu, sem bæjar- verkfræðingur hefur unnið á veg- urn Reykjavíkurborgar og fjallar um sorpeyðingu á höfuðborgar- svæðinu, má lesa ýmislegt mjög athyglisvert. Það, sem helzt hlýtur að koma Hafnfirðingum á óvart, er álit nokkurra sérfræðinga á því, hvar heppilegast er að staðsetja sorphauga á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir, að Leirdalur í landi Kópavogs fullnægi öllum þeim skil- yrðum, sem gera þurfi til sorp- hauga. Þar er nóg rými næstu 10— 20 ár, þótt ekki verði nýttur nema hluti dalsins. Er þá hægt að taka þar á móti öllu sorpi af höfuðborg- arsvæðinu. „Jafnvel þótt uppfylltar væru allháar kröfur um heilbrigðis- hætti, getur kostnaður orðið mjög hóflegur,“ segir bæjarverkfræðing- ur í skýrslu sinni, sem virðist mjög vel unnin. Þann kost hefur Leir- dalur einnig, að hann sézt ekki frá byggð. I skýrslunni kemur einnig fram, að hægt er að koma í veg fyrir mengun í jarðvegi með ýms- um ráðum. Er nú nema von, að Hafnfirðingar reki upp stór augu? Hvers vegna er ekki farið eftir til- lögurn sérfræðinga um þessi mál? Og nú stendur til að færa sorp- haugana nokkru lengra frá vegin- um. Ef frágangur á þeim stað verð- ur með líkum hætti og þar, sem þeir nú eru, geta menn gert sér í hugarlund hvernig umhorfs verður í nágrenni Hvaleyrarvatns eftir nokkra mánnði. t Betri lausn? Sorpeyðing er auðvitað mikið vandamál, en það hlýtur að vera til betri lausn en sú að aka sorpinu steinsnar frá bænum, þar sem það blasir við augum þeirra, sem fram (Framhald á bls. S) Eru Hafnfirðingar ógreindari en annað fóik? Á hverju vori gengur stór hópur ung- menna undir landspróf. Nái nemandi einkunninni 6.00 eSa hærra hefur hann tryggt sér rétt til inngöngu í mennta- skóla. VoriS 1968 þreyttu 29 hafnfirzk ungmenni þetta próf. Af þeim náSu 17 framhaldseinkunn. Hér er um aS ræSa hlutfallslega mun færri ungmenni en í öSrum byggSarlögum, hvort sem litiS er á fjölda þeirra, sem þreyta prófiS, eSa fjölda þeirra er ná framhaldseinkunn. SKÝRSLA LANDSPRÓFSNEFNDAR Landsprófsnefnd gefur út skýrslu aS loknum prófum. ViS skulum glugga ör- lítiS í þessa skýrslu. Fjöldi nem- Framhalds- enda, er eink. 6.00 þreyta próf: og hærra: Reykjavík 595 402 Kópavogur . . . . 69 41 HafnarfjörSur . . 29 17 Akranes 23 18 ísafjörSur 19 14 Dalvík 18 9 Akureyri 79 44 Vestmannaeyjar 21 21 Keflavík 22 19 Ef borinn er saman íbúafjöldi þessara byggSarlaga, kemur glöggt í Ijós, hve hlutur okkar HafnfirSinga er rýr. En hverjar eru orsakirnar? (Framhald á bls. 2)

x

Fjarðarfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.