Fjarðarfréttir - 07.04.1969, Blaðsíða 6

Fjarðarfréttir - 07.04.1969, Blaðsíða 6
6 Fjarðarfréttir - 105 kallar stöðina (Framhald af bls. 8) að málning er bannorð, það er eins og veggirnir blygðist sín fyrir út- litið. Okkur léttir, er við yfirgefum fangaklefana. • KAFFISTOFA Næst komum við í kaffistofu lög- regluþjónanna. I þessu herbergi, sem er um það bil 7 m2, var rann- sóknarlögreglan til húsa. Þegar skrifstofur bæjarfógeta fluttu í hið glæsilega húsnæði sitt, sem gjör- breytt hefur allri starfsaðstöðu embættisins, fékk rannsóknarlög- reglan sæmilega aðstöðu annars staðar í húsinu. Rættist þá loksins langþráður draumur lögreglu- mannanna í Hafnarfirði. Þeir fengu þetta litla herbergi fyrir kaffistofu. Settur var upp lítill vaskur og skáp- ur, en þeir urðu þó að mála „stof- una“ sjálfir. • TALSTÖÐIN Við heyrum óm af samtali og skundum inn á varðstofuna. Eitt af mikilvægustu tækjum við nútíma löggæzlu er talstöðin, og hún er mikið notuð hér. Umdæmi lögregl- unnar í Hafnarfirði nær allt frá Reykjanestá að Rotnsá í Hvalfirði. Ætla má að lögreglustöðin geti haft samband við lögreglubíl hvar sem er á þessu svæði, en það er nú öðru nær. Dæmi eru til þess að lögreglan hefur orðið að leita til leigubílstjóra til þess að flytja skila- boð til lögreglustöðvarinnar. Þegar komið er suður fyrir Kúa- gerði má heita að sambandslaust sé við lögreglubíl, sem þar er á ferð. Ef árekstur verður í Mosfells- sveit eða á Kjalarnesi rofna tengslin milli lögreglubíls og stöðvarinnar um það leyti sem farið er yfir Ell- iðaárnar. En leigubílstjórar í Hafn- arfirði geta með góðu móti talað við „kollega" sína á Kjalarnesi og í Keflavík. Hvers á Lögregla Hafn- arfjarðar og íbúar umdæmisins að gjalda? • 500.000 KM Bílar Hafnarfjarðarlögreglunnar eru kafli út af fyrir sig. Þeir eru tveir, annar af árgerð 1966 og í sæmilegu lagi, en hinn af árgerð 1964 og má heita ónýtur, enda hef- ur honum verið ekið yfir 500.000 km, og það að mestu á götum Hafnarfjarðar. Heimsókn okkar er senn lokið. Við ætlum ekki að fara mörgum orðum um atriði eins og þau, að allar skýrslur lögreglunnar eru skrifaðar á aflóga ritvélar frá skrif- stofu bæjarfógeta og hvergi fæst aðstaða fyrir lögregluþjóna, til að halda við þeirri líkamlegu þjálfun, sem hverjum lögreglumanni er nauðsynleg. Eðlilegt er, að fyrir hverja 500 íbúa í þéttbýli starfi einn lögreglu- þjónn, og ættu samkvæmt því að vera 18 lögregluþjónar í Hafnar- firði einum, fyrir utan þá, sem ráðn- ir eru á vegum Garðahrepps og sýslunnar. Mikil bót var að stofn- un rannsóknarlögregluembættis hér í bæ, og hefur það komið skýrt í ljós, hvað bætt starfsaðstaða má sín mikils, en þó þyrfti að fjölga þar um a. m. k. einn mann, ef vel ætti að vera. • NÝ LÖGREGLUSTÖÐ Hver hugsandi maður, sem kynn- ,ir sér starfsaðstöðu lögreglunnar, hlýtur að sjá, að hún er bæjarfélag- inu og sýslunni ekki til sæmdar. Margt má lagfæra nú þegar, en auðvitað er framtíðarlausn þessara mála aðeins ein, nýtt og veglegt húsnæði fyrir löggæzluna. Nú þeg- ar er tímabært að skipa nefnd til að undirbúa byggingu slíks húss. Við Hafnfirðingur eigum góðu lögregluliði á að skipa. Starf þeirra er erilsamt og oft hættulegt. Lág- markskrafa þeirra til bæjarfélags- ins er mannsæmandi starfsaðstaða. Vafalaust mun okkar ágæti bæjar- fógeti beita sér fyrir umbótum á þessu sviði, og mun þá væntanlega ekki standa á öðrum, sem til þarf að leita vegna lausnar þessa máls. EFLUM HAFNFIRZK VIÐSKIPTI EFLUM OKKAR EIGIN ^ LÁNASTOFNUN lr=il SPAREJÓaUR HAFNARFJAROAR 1^1111111 I ■■■■■■ !■■■ ■!!■!!■• !I!!llllllllllllliri!lllllllll!lllllll!llllllllllll!lllllllllllll:ll!IIIIIIlllllllllll!lllllllllllllllllllll'll>Mlllll!llili!l!ll ■ ■ ■■■■■■■■ 1 ■ 11■ 11■ 11■ I!■ 11 ■ 11■ 11■ 11■!!■ 11111 ■ 11IIIIII■ 11■ 11■ 11II!■■!II1111111■ H■!■■ ■ I■ I llll llllllllllllllIII■■■ I■!HM1 Sími 51666 Hafnfirðingar! Garðhreppingar! Reykvíkingar! Opid ollon NÆG BÍLASTÆÐI Bílastöð Hafnarfjarðar - Reykjavíkurvegi 58 I Sími 51666 Sími 51666 •f- NÆTURSALAN er hjá okkur. — Þar getið þið fengið ykkur SAMLOKUR - PYLSUR - ÖL - GOSDRYKKI SÆLGÆTI eða TÓBAK því að Bílastöð Hafnarfjarðar hefur það sem yður vantar. A- Sími 51666 Bílastöð Hafnarfjarðar veitir sömu fullkomnu þjónustuna allan sólarhringinn Við höfum talstöðvarbíla um allan bœ iiiiii -iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.