Fjarðarfréttir - 07.04.1969, Side 4
4
FjarSarfréttir
-------------------------------------------—
Fjarðarfréttir
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Guðmundur Sveinsson, Haukur Helgason, Ólafur Proppé,
Rúnar Brynjólfsson og Sigurður Símonarson.
Ritstjóri: Ólafur Proppé.
Heimilisfang: Pósthólf 146, Hafnarfirði.
Verð í lausasölu kr. 15,00.
PRENTSMIÐJA HAFNARFJARÐAR H.F.
V_______________________________________________________________________J
Kirkjurnar um hdtíðarnar
Hafnarfjarðarkirkja:
Bessastaðakirkja:
Sólvangur:
Fríkirkjan:
Kapella Karmelsklausturs:
Messað á páskadagsmorgun kl. 8.00
Messað á páskadagsmorgun kl. 10.00
Messað á páskadag kl. 1.00
Messað á páskadag kl. 2.00
Barnasamkoma á 2. páskadag kl. 11.00
Hámessa aðfaranótt páskad. kl. 12.00
Hámessa á páskadagsmorgunn
og annan páskadag kl. 8.00
Fjarðarfréttir
Spítalakirkjan kaþólska: Messað páskadag og annan í
páskum kl. 10.00 f. h. og kl. 2.00 e. h.
Þetta blað, sem kemur nú fyrir sjónir Hafnfirðinga, er framtak nokk-
urra manna, sem búa í Hafnarfirði og hafa áhuga á hafnfirzkum mál-
efnum.
Nafnið FJARÐARFRÉTTIR varð fyrir valinu og mun blaðið leit-
ast við að flytja fréttir af því, sem er að gerast á hverjum tíma í menn-
ingarmálum, atvinnumálum, skólamálum og yfirleitt öllu, sem máli
skiptir og fréttnæmt er í Hafnarfirði.
FJARÐARFRÉTTIR munu fylgjast með málum, sem sldpta Hafn-
firðinga einhverju, lofa það sem vel er gert, en benda á það, sem betur
má fara.
Ætlunin er, að FJARÐARFRÉTTIR komi út fyrsta mánudag hvers
mánaðar, að frátöldum júlí og ágúst.
Ollum er frjálst að senda blaðinu greinar eða athugasemdir, og
mun blaðið birta þær eftir því sem efni standa til. Ekki munu aðsend-
ar greinar verða birtar, nema undir nafni höfundar.
FJARÐARFRÉTTIR er blað, sem er óháð öllum stjómmáláflokkum
og ætti þess vegna að geta orðið vettvangur fyrir ýmislegt í bæjarlífi
Hafnfirðinga, sem erfitt á uppdráttar í flokkspólitískum blöðum.
Framtíð blaðs eins og FJARÐARFRÉTTA byggist að miklu leyti á
því, hverjar móttökur blaðið fær hjá Hafnfirðingum.
Ef við Hafnfirðingar ætlum að halda sjálfstæði okkar sem byggðar-
lags, er nauðsynlegt að halda uppi öflugu menningar- og félagslífi, og
veigamikill þáttur í því er útgáfa blaðs, sem verið getur eðlilegur vett-
vangur borgaranna til að skiptast á skoðunum og flytja fréttir af bæjar-
lífinu.
Þeir, sem vilja senda blaðinu efni til birtingar, sendi það í pósthólf
146, Hafnarfirði, eða komi því á annan hátt til útgefenda FJARÐAR-
FRÉTTA.
I von um góðar viðtökur stígur blaðið nú sín fyrstu spor.
^Illlllllllll!llill!lljll]ll1lllll]llll||||||||!|!:||!|:||[||||||!||||||||[||!|]|||||!||]|||||!|l|l|!ll!ll[!ll!l!!lllllllllllllllllllllllllllll[llli|ll||l|!"i)
| HAFNFIRÐINGAR! |
| Höfum ávallt á boðstólum allan |
I • veizlumot 1
f • smurt brouð og f
1 • snittur §
I KOMIÐ OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN |
Við reynum ávallt að fylgjast með kröfum þeirra
1 vandlátustu. I
| Matarbúðin j
| Austurgötu 47 - Sími 51186 |
iTiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiT
! I ■ 1111II i 11111 !111 ■ II ■ 11 ■ I! 11 !11111111:111 ■ I! III ■ II1111! j 1!! 11111II! 11'11111! 11! 1111 ] I ■ 111! 11111111111T I.. I I:! I'I 111 I 1 I II lllli I III I I
Tökum að
okkur veizlur
Fermingarveiziur,
brúðkaupsveizlur
og veizlur við öll tækifæri.
Höfum 40 manna sal.
Kaldur og heitur matur.
Smurt brauð og snittur, brauðtertur og kalt borð.
SENDUM HEIM
CAFETERIA
. STRANDGATA 1 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 51810 - 52502y
^ ....y 1 *
'IIIIIIIIIIIMII1II1IIIIIIIHIIIIIIIIII!IIMIIIIIII!II1IIÍ[IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1IIIIIIIIIIIIIIIIIII«IIIIII::I!I1í:II I I I I I I I I I I I I I 1.1*
Barnagetraun
Fjarðarfrétta
1. Hvar stendur styttan af Bjarna Sívertsen?
Svar: .........................................
2. Hvers vegna heitir eyrin fyrir sunnan Hafnarfjörð
Hvaleyri?
Svar: .........................................
3. Hvað merkir ÍSAL?
Svar: .........................................
4. Hvað heitir bæjarstjórinn í Hafnarfirði?
Svar: .........................................
-------------------KLIPPIÐ HÉR---------------------
Skrifaðu svörin inn á. Klipptu miðann út og sendu
hann í pósthóf 146 og skrifaðu utan á umslagið: Barna-
getraun Fjarðarfrétta.
Veitt verða fimm bókaverðlaun. Ef fleiri en fimm rétt
svör berast, verður dregið úr réttum svörum. Nöfn þeirra
er verðlaunin hljóta birtast í næsta blaði.