Fjarðarfréttir - 07.04.1969, Blaðsíða 5

Fjarðarfréttir - 07.04.1969, Blaðsíða 5
Fjarðarfréttir 5 UM IÞROTTIR Handknattleikur: F.H.-ingar hafa tryggt sér íslandsmeistaratitilinn 1969 Verða Haukar númer tvö? Örn Hallsteinsson er einn af máttarstólpum F.H.-liðsins. — Ljósm. Kr. Ben. F.H. SIGURVEGARI Þegar F.H.-ingar unnu lið Vals á dögunum, tryggðu þeir sér sigur- inn í I. deildarkeppni Islandsmóts- ins 1969, þrátt fyrir það, að liðið á eftir að leika tvo leiki í mótinu. Úrslit þeirra skipta ekki máli, sig- urlaunin, hinn eftirsótti bikar,, flytzt til Hafnarfjarðar innan skamms, a. m. k. til ársdvalar. Það eru flestir sammála um að F.H. sé ekki aðeins bezta félagslið- ið á íslandi í dag, heldur hafi liðið á að skipa nokkrum sterkustu hand- knattleiksmönnum landsins. A bak við velgengni liðsins standa leik- menn, sem myndu sóma sér vel í hvaða handknattleiksliði sem er í heiminum. Nægir í því sambandi að nefna Geir Hallsteinsson, Hjalta Einarsson og Orn Hallsteinsson. Margir hafa talað um að F.H.- liðið byggist upp á örfáum einstak- lingum, aðrir leikmenn séu eins konar „stadistar'. En þeir, sem bet- íslenzk knattspyrnuforysta og ís- lenzkir knattspyrnumenn hafa í vetur sýnt, að þrátt fyrir stopult tíðarfar er hægt að stunda hér knattspyrnuíþróttina mestan hluta ársins. I Hafnarfirði er knattspyrna iðkuð á vegum Knattspyrnufélags- ins Hauka og Fimleikafélags Hafn- arfjarðar. Til þess að fá upplýsingar um hver áhrif framtakssemi stjórnar K.S.I. hefur haft á hafnfirzka knatt- spyrnumenn höfðum við samband við formenn knattspyrnudeilda fé- laganna hér. Jóhann Larsen, formaður knatt- spyrnudeildar Hauka, kvað knatt- spyrnuáhugann hjá sínum félags- mönnum mun meiri nú en oft áður, sérstaklega hjá hinum yngri. Allir ur þekkja til, eru alls ekki á sama máli. I F.H.-liðinu eru margir af sterkustu varnarleikmönnum lands- ins, svo sem Auðunn Óskarsson, Birgir Björnsson og Einar Sigurðs- son. Enn fremur hafa menn nú í tveimur síðustu leikjum fengið að sjá nýja stórskyttu, Þorvald Karls- son, sem hefur þann kost að vera örvhentur. Slíkur maður er nauð- synlegur hverju toppliði og F.H. væntir mikils af Þorvaldi. Ekki þurfa F.H.-ingar að kvíða framtíð- inni, því að í yngri flokkum félags- ins eru margir efnilegir hadnknatt- leiksmenn, m. a. lék ungur F.H.- ingur, Jónas Magnússon, með liði Islands í Norðurlandakeppni ung- linga fyrir skömmu. KEPPNIN UM ANNAÐ SÆTIÐ Þó að F.H. hafi nú þegar tryggt sér sigurinn í Islandsmótinu, þá er ekki hægt að segja að öll spenna sé búin í mótinu. Fallbaráttan er hörð, flokkar félagsins æfa reglulega og kvað Jóhann Haukamenn bjartsýna og ákveðna 1 að koma sterkir til leiks á komandi sumri. Þjálfari meistaraflokks og 2. flokks í sumar verður Viðar Símonarson. Þjálfari 3. og 4. flokks er hinn gamalkunni knattspyrnumaður Bergur Bergs- son, en 5. fl. þjálfar Jakob J. Möller. Ingvar Viktorsson, formaður knattspymudeildar F.H., var einn- ig bjartsýnn á frammistöðuna í sumar. Reglulegar æfingar hófust hjá F.H. um áramótin og nú æfa allir flokkar félagsins af kappi. Enginn þjálfari hefur enn verið ráð- inn fyrir meistaraflokk og 2. flokk, en 3., 4. og 5. flokk þjálfar Kjartan Elíasson. — Taldi Ingvar yngri flokka félagsins mjög sterka, eink- um 3. flokkinn, sem hefur staðið sig mjög vel í æfingaleikjum að undanförnu. og um annað sætið verður barizt af hörku. Þótt undarlegt megi virð- ast er það annað Hafnarfjarðarlið, Haukar, sem þar á í höggi við Islandsmeistarana frá fyrra ári, Fram. Haukar eiga mjög góðu og skemmtilegu liði á að skipa, en hafa átt við ýmsa erfiðleika að etja í vetur. Helzti kosturinn við Hauka- liðið er sá, að í því eru einstakling- ar, sem eru mjög jafnir að getu. Þó er ekki hægt að ganga fram hjá þeirri staðreynd, að einn af leik- mönnum Hauka ber af hinum. Það er hinn eldsnöggi og skemmtilegi leikmaður Stefán Jónsson. Engu er hægt að spá um úrslit baráttunnar um annað sætið, en Haukar eiga eftir að leika við erf- iðustu andstæðingana, F.H. og Fram. Staðan í I. deild er nú þessi (öll liðin hafa leikið 8 leiki): 1. F.H., sem hefur hlotið 16 stig. 2. Haukar, sem hafa hlotið 10 stig. 3. Fram, sem hefur hlotið 9 stig. 4. Valur, sem hefur hlotið 6 stig. 5. Í.R., sem hefur hlotið 4 stig. 6. K.R., sem hefur hlotið 3 stig. Af þessu má sjá, að í handknatt- leik eiga Hafnfirðingar mjög góð- um liðum á að skipa, og er árangur þeirra þeim mun glæsilegri, þegar það er haft í huga, að í Hafnarfirði er ekki til neitt húsnæði til að leika eða æfa þessa íþrótt í. riiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii 1 Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra póska ! með þökk fyrir viðskiptin Hrnunver = Álfaskeiði 115 - Sími 52690. llllllllllllllllllllllllllllllllllMllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltll Knattspyrna: Hafnfirzkir knattspyrnumenn stórhuga -IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII-

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.