Fjarðarfréttir - 07.04.1969, Blaðsíða 8
8
Fjarðarfréttir
Það var síðla kvölds í marz, að
FJAEÐABFRÉTTIR lögðll leíð SÍna á
lögreglustöðina við Suðurgötu. Er-
indið var að heilsa upp á lögreglu-
þjónana, sem voru á kvöldvakt
þetta kvöld og skyggnast inn í heim
þeirra manna, sem eiga að halda
uppi lögum og reglu í Hafnaríirði,
Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Það vildi okkur til happs, að lítið
hafði rignt um daginn og Suður-
gatan því tiltölulega greiðfær. Þeg-
ar við komum að lögreglustöðinni
var okkur hugsað til þess, að ekki
væri gott að vera bláókunnugur
maður hér í Hafnarfirði og þurfa á
lögregluaðstoð að halda, því einu
upplýsingarnar, sem gefnar eru um
staðsetningu lögreglustöðvarinnar
eru í símaskránni og eru á þá leið
að hún sé að Suðurgötu 8.
• VARÐSTOFAN
Við göngum inn eftir ganginum
og förum inn um dyr til vinstri, inn
á sjálfa lögregluvarðstofuna. Þar
situr varðstjórinn við borð og er að
tala í símann. Hinir lögregluþjón-
arnir á vaktinni eru í útkalli.
Skyndilega heyrist í talstöðinni:
— 105 kallar Stöðina. —
— Stöðin svarar —
— Ertu einn? —
— Oh. ah, nei. —
— Jæja, við komum þá inn. —
Hvað er að gerast? Það er von
að spurt sé. Við erum í þann veg-
inn að kynnast lélegustu aðstæðum,
sem lögregla býr við í kaupstöðum
landsins.
Samtalið milli lögregluþjónsins
og varðstjórans er eitt dæmið um
óviðunandi ástand í löggæzlumál-
um okkar Hafnfirðinga. Húsakynn-
in eru svo þröng, að allir, sem þurfa
að leita til lögreglustöðvarinnar, og
þeir eru ófáir, verða um leið áheyr-
endur, og stundum áhorfendur, að
öllu því, sem fram fer. Þau mál,
sem lögreglan fjallar um, eru oft
þess eðlis, að óverjandi er, að hver
og einn geti fylgst með einstökum
þáttum þeirra.
En nú skulum við líta í kringum
okkur. Varðstofan er lítið herbergi,
um það bil 15 fermetrar, málning á
veggjunum sennilega tíu ára göm-
ul, og á þeim má lesa, sem í bók,
sögu þeirra atburða, sem hér hafa
gerzt undanfarinn áratug. Þetta
herbergi er vinnustaður sextán lög-
regluþjóna og hérna er unnið allan
sólarhringinn. Nokkrir lögreglu-
þjónanna hafa dvalizt hér svo ára-
tugum skiptir.
Hérna er svarað í síma, skrifaðar
skýrslur, sinnt talstöðvarviðskipt-
um, veitt úrlausn þeim., sem inn
koma, geymsla fyrir óskilamuni,
skjalageymsla, skrifuð dagbók um
öll verkefni yfir hvern sólarhring,
og svona mætti lengi telja. Til
skamms tíma var þetta herbergi
einnig kaffistofa lögregluþjónanna.
• FANGELSI
Skoðum nú aðrar vistarverur í
þessu húsi og lítum á það, sem fyr-
ir augu ber. I húsinu eru 6 fanga-
klefar, og auðvitað þarf engan
fangavörð. Fangagæzla er eitt af
störfum varðstjórans og manna
hans. Við skulum ganga inn í einn
klefann. Okkur verður þungt fyrir
brjósti, loftræsting er engin. Riml-
ar eru fyrir gluggum, eins og venja
er á slíkum stöðum, en svo „hagan-
lega“ fyrir komið, að nær ógerning-
ur er að hreinsa gluggakisturnar.
Dyraumbúnaður er þannig, að
hurðum er krækt aftur, og getur
hvaða smábarn, sem villist inn í
jjl Mikil deyfS ríkir nú í útgerðarmál- iii
iij um okkar Hafnfirðinga. Á vetrar- |;|
jjj vertíðinni 1967 voru gerðir út héð- jjj
jjj an 37 bátar, en nú í ár eru þeir jjj
aðeins 12. jjj
Hinn af varðstjórunum við störf sín.
þessi húsakynni, opnað dyrnar
meðan varðstjórinn sinnir e. t. v.
símahringingu á varðstofunni.
Fangar og lögreglumenn nota
eitt og sama salernið, sem staðsett
er í kompu undir stiga og allt hið
óvistlegasta. Dæmi eru til þess, að
gæzlufangar hafi þurft að dveljast
í þessum fangaklefum yfir mánað-
artíma. Eitt sinn var hérna fangi,
sem var haldinn kynsjúkdómi, og
að sjálfsögðu varð hann að nota
sama salerni og samfangar hans
ásamt lögregluþjónunum. Vonandi
er slíkt einsdæmi á íslandi á tutt-
ugustu öld. Allir veggir hér eins og
á varðstofunni bera ljóst vitni um
(Framhald á bls. 6)
VIÐ SJÁVARSÍÐUNA
Þar sem sjávarútvegur hefur alla tíð verið ríkur þáttur í lífi og störf-
um Hafnfirðinga, finnst FJARÐARFRÉTTUM vel til fallið að verja
hluta af hverju blaði til að fjalla um það, sem fréttnæmt virðist vera
frá þeim vettvangi.
I þessu blaði verður einkum rætt um það hvemig vetrarvertíðin hef-
ur gengið til þessa, og hvemig útlitið er með áframhaldandi atvinnu
við fiskverkun.
Stærstu fiskvinnslustöðvarnar hafa verið reknar með Iíku sniði og und-
anfarin ár, nema hvað mun minna hefur verið að gera. Munu liggja til
þess ýmsar orsakir, margar þeirra vel þekktar, og verða þær því ekki
raktar hér að sinni.
» FROST H.F.
Vinna í Frost h.f. hefur legið
niðri frá því í október í haust og
fram í miðjan marz-mánuð, er
þekkt fyrirtæki í Reykjavík tók hús-
ið á leigu og hóf að afla þjóðinni
verðmæta og bæta atvinnuástand
bæjarbúa að mun. Fyrirtæki þetta
kemur með 5 báta með sér, auk
þess sem það tekur á leigu tvo
Hafnarfjarðarbáta, sem ekki eru
gerðir út, þegar þetta er skrifað.
Bátar fyrirtækisins hafa aflað nokk-
uð vel hingað til, og hefur nú milli
30 og 40 manna starfslið þar allgóð
vinni.
:
WM i
. .
|
:
» ÍSHÚS HAFNAR-
FJARÐAR
I Ishúsi Hafnarfjarðar hefur
vinna verið nokkuð stöðug og jöfn.
Fastamenn hafa yfirleitt haft þar
vinnu til kl. 7 á kvöldin, og má það
teljast nokkuð gott miðað við al-
mennt atvinnuástand undanfarinna
mánaða. Ishúsið hefur nú á sínum
vegum þrjú fiskiskip, og hafa þau
aflað mjög vel. Þar vinna að stað-
aldri um 50 manns.
» LÝSI & MJÖL
Hjá Lýsi & Mjöl h.f. hafa síðustu
vikur verið tími mikilla athafna.
Þar hefur verið unnið á vöktum
(Framhald á bls. 7)